Harmonikublaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 3
HARMONIKUBLAÐIÐ RITSTJÓRAPISTILL ISSN 1670-200X Ábyrgðarmaður : Jóhannes Jónsson Barrlundi 2 600 Akureyri Sími 462 6432, 868 3774 Netfang: johild@simnet.is Ritvinnsla: Hildur Gunnarsdóttir Prentvinnsla: Alprent Netfang: alprent@alprent.is Meðal efnis • Ómur frá æskunnar dögum • Rangæingar heimsóttir • Lag blaðsins • Vestmannaeyjaferð • Pistill frá Húnvetningum • Úr Svartaskógi • Tónelsk fjölskylda • Harry Hussey Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.000 1/2 síða kr. 6.000 Innsíður 1/1 síða kr. 1 1.000 1/2 síða kr. 5.500 ii 1/4 sfða kr. 3.500 ii 1/8 sfða kr. 2.500 smáauglýsing kr. 1.500 Forsíðumynd: Bragi Hlíðberg varð áttræður þann 26. nóvembersl. Harmonikublaðið árnar Braga heilla í tilefni tímamótanna. Frá rttstjóra Ágætu lesendur! Nú þegar þetta er skrifað hefur myrkrið tekið völd á okkar norðlægu slóðum, enda skemmstur sólargangur handan við hornið og birtu sólar nýtur vart yfir há daginn. Þegar myrkrið hefur náð hámarki tekur við sá tími þegar sól hækkar á lofti og jólahátíðin gengur í garð með öllu sínu ljósaflóði og lýsir upp skammdegið. Ekki er að efa að skammdegismyrkrið leggst misvel í harmonikufólk sem aðra, þá er gott að taka nikkuna í fangið, leika vals eða polka eða eitthvað annað hvað það nú heitir, því það nærir sálina og þeir sem ekki eiga nikku eiga ef til vill góða harmonikutónlist að hlusta á. Það er víst að margir harmonikuleik- arar eru þessa dagana á fullu að leika á sitt hljóðfæri við ýmis tækifæri, svo sem á aðventutónleikum, litlu-jólum, í versl- unum og víðar sér og öðrum til ánægju. Fyrst ég minntist á harmonikutónlist er ekki úr vegi að nefna að út er kominn nýr diskur með hinum unga harmoniku- leikara Matthíasi Kormákssyni og verður spennandi að „berja hann eyrum", ef svo má að orði komast. Þá er ekki úr vegi að hvetja ykkur konur sem þegar hafið náð góðum tökum á harmonikunni, að feta í fótspor Matthíasar og leika inn á geisla- disk, sem einleikarar eða fleiri saman, því ég veit að til þess eruð þið fullfærar, vantar bara að kíla á það. Ég vil vona að þið harmonikukonur veltið þessu fyrir ykkur í alvöru og ég þykist þess fullviss að stjórn Sambands íslenskra Harmon- ikuunnenda er tilbúin að styðja ykkur. Eitt það ánægjulegasta sem fram- undan er í starfi S.Í.H.U. er fyrirhugað unglingamót sem haldið verður í Skaga- firði í vor. Ætlunin með því er að gefa ungum harmonikunemendum kost á að dvelja saman eina helgi og njóta þess að kynnast og spila saman á það hljóðfæri sem þau hafa valið sér. Að lokum sendir harmonikublaðið öllum lesendum sínum og unnendum harmonikunnar hugheilar jóla og nýárs- kveðjur með von um gott samstarf á nýju ári. J.J. Fréttatilkynning! Þau undur og stórmerki hafa gerst að fé- daginn 25.okt. - hálfgert „down"-ball lag vort er áður hét Félag harmoniku- hvað aðsókn snertir, en allir ánægðir unnenda á Selfossi og nágrenni heitir nú samt, nema e.t.v. gjaldkeri vor. Óli Th. og hér eftir HARMONIKU- FÉLAG SELFOSS, skamm- stafað HFS. Breyting þessi varð á að- alfundi félagsins sunnu- dagskvöldið 26.október; samþykkt þar með átta at- kvæðum gegn einu. Æfingar hófust sunnudagskvöldið 2. nóvember í Tryggvaskála. Stjórnandi er Stefán Þor- leifsson úr Þorlákshöfn. Ball var í Básnum laugar- Frá stofnfundi Félags harmonikuunnenda á Selfossi og nágrenni fyrir 12 árum.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.