Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 4
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Ágrip af 20 ára sögu Harmoníkufélags Héraðsbúa Þann 30. mars árið 1984 komu 10 einstaklingar saman til fundar í þeim húsakynnum í Fellabæ sem á þeim tíma hét Munaðarhóll. Sameiginlegur áhugi var harmonikutónlist. Tilgangurinn var að stofna fé- lag harmoníkuunnenda á Hér- aði. Félag var stofnað og nefnt Harmoníkufélag Fljótsdalshér- aðs, sem ári síðar var breytt í Harmoníkufélag Héraðsbúa skammstafað HFH. Félaginu voru sett lög lítillega breytt frá lögum sem fyrsti formaður þess, Hreggviður Jónsson, tók með sér frá harmonikufélaginu Viktoríu sem hann var í for- svari fyrir á Seyðisfirði áður en hann flutti í Fellabæ. í fyrstu stjórn félagsin voru kosnir auk Hreggviðs, Hreinn Halldórsson gjaldkeri og Jón Sigfússon ritari. Næsta ár tók Guttormur Sigfússon við formennskunni og hefur hann verið formaður félagsins síðan að undanskildum 4 árum þ.e. árin '93-'95 er Hreinn Halldórsson var for- maður og árin '98-2000 þegar Haiidís Hrafnkelsdóttir stýrði félaginu. Félagið hefur frá stofnári verið eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra harmonikuunnenda. Segja má að starfsemi félagsins hafi fljótt orðið nokkuð fastmótuð þar sem árshátíð og ágústdansleikur eiga fastan sess. Fljótt var hafist handa við samæfingar, fyrst án stjórnanda en síðan undir hand- leiðslu til þess hæfra manna, enda hefur það komið sér vel þar sem féiagið hefur leitast við að sinna eftirspurn eftir harm- onikutónlist við óteljandi tækifæri, oftast í heimabyggð en líka í heimsóknum til annarra félaga og við önnur tækifæri svo sem í skemmtiferðum sem félagið hefur farið. Tvær ferðir félagsins munu standa upp úr, ferð sem farin var í boði Harmonikufé- lags Þingeyinga sem markaði djúp spor í starfsemi félagsins og ekki síður ferð þeirra til Hornafjarðar til að vera við stofnun harmonikufélagsins þar í nóvem- ber 1994 og leika á dansleik með þeim. Heimferðin verður lengi í minnum höfð vegna mikillar rigningar og veðurhæðar og ekki mátti miklu muna að fljúgandi steinn í Hvalnesskriðum hitti bílinn og flytti farþegana á annað tilverustig. Sem betur fór þá brugðust hvorki Guð né Kristmann (bílstjórinn) sem kom þeim heilum heim, enda ýmsu vanir. Félagið hefur einnig tekið þátt í lands- mótum SÍHU frá árinu 1987 og alla tíð síðan. Árið 1993 sá félagið um eitt þess- ara landsmóta og fórst það vel úr hendi. Skemmtikvöld hafa verið haldin svo og áramótadansleikir. Félagið hefur stuðlað að framgangi harmonikunnar með því að færa tónlist- arskólum á svæðinu nokkrar harmonikur til afnota við kennsluna. Ekki er á neitt harmonikufélaganna hallað þó fullyrt sé að HFH hafi verið fé- laga duglegast við að halda lagakeppnir og gefa lögin út, á hljóðsnældur og/eða geisladiska í tilefni ýmissa tímamóta svo sem hljóðsnælduna "Draumsýn" í tengsl- um við 10 ára afmæli félagsins. Einnig geisladiskana "í skýjunum” og "Á taug- inni”, hljóðsnælduna "Bærinn okkar" á 50 ára afmæli Egilsstaða og nú loks geisla- diskinn "Útspil'T tilefni 20 ára afmælisins. Þessar keppnir hófust árið 1992 og síðan hafa nokkrar fylgt í kjölfarið. Mörg góð lög hafa litið dagsins ljós og ekki er vafi á að þetta framtak hefur aukið hróður fé- lagsins. í fyrstu keppninni varð hlutskarpast lagið "Minning” eftir Guttorm Sigfússon við texta Helga Seljan, í öðru sæti var lagið "Draumsýn" eftir Hrein Halldórsson og í þriðja sæti varð lagið"Horft í eldinn" eftir Helga Eyjólfsson. Næstu ár urðu þessi iög hlutskörpust: Árið '93 lagið "Draumaveröld" eftir Þorlák Friðriksson við texta Helga Seljan, það lag var fram- iag HFH í keppni á landsmótinu á Egils- stöðum 1993. Þriðja lagakeppnin var svo '94 þá sigraði lagið "Dönsum saman” eft- ir Guttorm Sigfússon, "Svartiskógur" eftir Gylfa Björnsson '96 og árið '97 "Bærinn okkar" eftir Hrein Halldórsson. í sjöttu keppninni vann lag Reynis Kjerúlf "Sigl- ing á Lagarfljóti". Á árshátíðunum árin Hreggviður jónsson. Guttormur Sigfússon. Formaður Hreinn Halldórsson. Halldís Hrafnkelsdóttir. Formaður 1984-1985. 1985-1993, 1995-1998 og frá 2000. Formaður 1993-1995. Formaður 1998-2000. eest

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.