Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 6
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Frá Félagi Harmonikuunnenda Norðfírði Ágæti lesandi. Eins og flestum er eflaust kunnugt þá verður næsta landsmót Sambands ís- lenskra Harmonikuunnenda S.Í.H.U hald- ið í Neskaupstað á vegum Félags Harm- onikuunnenda Norðfirði F.H.U.N. Ákveð- ið hefur verið að landsmótið fari fram dagana 7. til 10. júlí 2005 og nú þegar er allt komið á fulla ferð við undirbúning. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa tekið mjög vel í allt sem leitað hefur verið til þeirra með og ætla áfram að standa vel við bakið á okkur. Tónleikar félaganna fara fram í stóru og glæsilegu íþróttahúsi í Neskaupstað og verður allt kapp lagt á að hljóðgæði og annað sem til þarf verði eins og best verður á kosið. Til að svo geti orðið höfum við ráðið færa menn á því sviði en það eru bræð- urnir Jón Steinþórsson ( Jón Skuggi ) og Guðjón Steinþórsson og ætla þeir að sjá um þessi mál fyrir okkur. Félagar F.H.U.N. F.v. |ón Bjarnason, Konráð A.Ottósson, Guðmundur Skúlason, Egill Jónsson, Gísli S. Gíslason, Ómar Skarphéðinsson og Bjarni Halldór Bjarnason. Spilað fyrir dansi í Norrænu. F.v. Konráð A. Ottósson, Egill jónsson, Gísli S. Gíslason og Guðmundur Skúlason. Ómar Skarphéð- insson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Landsmótsins og þessa dagana vinnur hann m.a. við að koma af stað heimasíðu fyrir fé- lagið þar sem harm- onikuurjnendur geta fengið alíar upplýs- ingar um Landsmót- ið og undirbúning þess. Slóðin er www. harmonika.is og hvet ég fólk til að líta inn á heimasíðuna. Á Landsmótið 2005 er von á erlendum gestum til okkar og í maí mánuði síðast- liðnum var gengið frá samningum við ungan danskan harmonikuleikara Sören Brix að nafni sem ætlar að koma til Nes- kaupstaðar og halda tónleika á Lands- mótinu. Þó Sören sé ungur að árum er hann vel þekktur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum og hefur nú þegar gefið út tvo hljómdiska og mun a.m.k annar þeirra fást hér á landi. í fylgd með Sören verður Her- móður Alfreðsson sem er vel kunnur harmonikuunnend- um hér á landi. Her- móður býr í Dan- mörk en var síðast hér á landi í apríl mánuði síðastliðn- um og stóð þá fyrir skemmtun í Veit- ingahúsinu Horninu í Hafnarstræti 15 Reykjavík, þar sem harmonikuleikarar komu saman og áttu skemmtilega kvöld- stund. Hermóður hefur verið okkur mjög hjálplegur við að fá Sören Brix til Ball í Fuglafirði, félagar úr Harmonikufélagi Færeyja ásamt Hrafnkeli Björgvinssyni trommara. íslands og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Einnig munum við fá heimsókn frá Færeyjum því félagar úr Harmonikufélagi Færeyja Á.F.H. ætla að koma og heimsa- ækja okkur og taka þátt í Landsmótinu. Nánari upplýsingar um Landmótið 2005 svo sem upplýsingar um gistisaðstöðu í Neskaupstað og svo að sjálfsögðu Landsmótslagið síðar. Einnig má geta þess að aðalfundur S.Í.H.U. verður haldinn í Neskaupstað helgina 17. til 19. september 2004 og þá gefst þeim sem þann fund sækja ágætt tækifæri á að skoða staðinn og kynna sér aðstæður vegna Landsmótsins í júlí 2005. Félag Harmonikuunnenda Norðfirði var stofnað 1. maí 1980 þannig að á næsta ári „Landsmótsáðið" 2005 heldur félagið upp á 25 ára afmæli sitt. Félagið hefur starfað óslitið frá upphafi og hefur í gegn um árin reynt að koma harmon- ikunni til vegs og virðingar með því að koma fram við hin ýmsu tækifæri hér í Neskaupstað og víðar. Að okkar mati hefur það tekist nokkuð vel og komum við fram og spilum meðal annars fyrir jólin, fyrsta maí, um sjó- mannadags-helgina sem er mikil hátíð hér í bæ, á bæjarhátíðinni okkar Neista- flugi sem haldin er um verslunarmanna- helgina ár hvert og síðan reynum við að spila á dansleikjum þó svo það sé minna um það en við gjarnan vildum. Einnig höfum við verið í góðu sambandi við önnur félög bæði hér á landi og síðan í Færeyjum og farið í heimsóknir til þeirra og þau komið til okkar.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.