Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 30

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 30
FRAMHALDSSAGAN LEIKBRÚÐURN7TR Eftir Paul Gallico Áður komið: XJng stúlka frá Breton- skaga ætlar að drekkja sjálfri sér og brostnum vonum sínum í Signu. Þegar hún ráfar áfram í blindri ör- væntingu, er skyndilega kallað á hana út úr myrkrinu. Það reynist vera ein af sjö brúðum í brúðuhúsi kafteins Coqs, og áður en kvöldið er liðið, taka þær Mouche, en svo heitir stúlkan, í sinn hóp. Mouche gleym- ir sér í samtölum við brúðurnar og lifir í þeirra heimi á daginn, en utan starfsins er búktalarinn hrottafeng- inn ruddi, allt önnur manngerð en brúðurnar hans. Nú hefur hann heimsótt hana að næturþeli, sem óboðinn og óvelkominn gestur. 3. HLUTI Þegar Mouche vaknaði næsta morg- un, streymdi sólskinið inn um þak- gluggann, eins og til að bæta fyrir martröðina urri nóttina. Hún hafði haldið, að hún mundi ekki sofa þá nótt, að hún mundi aldrei geta sofnað framar. Þó hafði svefninn komið ein- hvern veginn, og nú dagurinn. Hún fór fram úr rúminu og gekk út að glugganum, sem sneri út að bak- garði krárinnar. Þar hljóp um hundur, svín velti sér í leðjunni, hænsni tíndu sér fæðu og endur og gæsir óðu skítuga polla. Utsýnið minnti hana á æskuárin og bóndabæina á Bretonskaga, og hún undraðist, hve rólega hún gat staðið og virt þetta fyrir sér og hugsað um minningarnar, sem það vakti - hún, sem aldrei yrði barn aftur. Mouche hafði hvorki mótmælt né barizt gegn myrkraverki kafteinsins. Hann hafði komið út úr myrkrinu, tekið hana í myrkri, horfið aftur út í myrkrið - og skilið hana eftir særða, óhreina og skömmustufulla. Hún hafði hrokkið upp við komu hans og borið kennsl á hann, þegar tunglsgeisli hafði fallið á andlit hans með afmynduðu nefinu og lýst upp rautt hár hans, þannig að það virtist purpuralitt. Andartak sló hjarta hennar hraðar, því að hún hélt, að hann elskaði hana ef til vill, og þá vildi hún ekki neita honum. En það var engin ást í augum hans eða hjarta, ekkert hljóð heyrðist frá vörum hans, og of seint gerði hún sér grein fyrir, hvað var á seyði. Það hefði ekkert þýtt að æpa á hjálp. Hvert hefði hún getað flúið, nakin, alein, vinalaus og auralaus í ókunnugri krá? Hann var kominn áður en hún gat sig hrært - hafði ráðizt inn i herbergið, meðvitund hennar, rúmið hennar og hana sjálfa. Ruddalegar ástríður hans vöktu með henni óbærilegt angur, sálarkvöl og þjáningu. Einu sinni muldraði hún nafn hans vesældarlega, „Michael." Hún hélt, að hún hlyti að deyja. Að lokum fór hann og skildi hana eftir altekna skömm, vegna þess að hann hafði svívirt hana svo tilfinninga- laust - án þess að elska hana. Hún grét, vansæl af smán og sársauka vegna ruddalegrar fyrirlitningar hans og hins viðbjóðslega hroka og kæruleysis, sem hann hafði sýnt er,hann lagði eignarhald á líkama hennar. Hann hafði ekki gefið henni eitt einasta blíðlegt augnatillit, engin ástarhót eða koss, ekkert orð, enga blíðu. Hann hafði farið án þess að skilja eftir svo mikið sem einn vonar- neista til að lýsa upp örvæntingar- myrkrið, sem umkringdi hana. Ekkert, sem gat vitnað um mannlegt hjarta í sterkum, lostafullum líkama hans. Og hún skammaðist sín enn meira fyrir þá vissu, að þrátt fyrir hrotta- skapinn og ruddamennskuna, hafði hún látið undan, og var því ef til vill að eilífu hans. Slíkat voru hugsanir hennar, dimmar og skelfilegar, þennan morgun, meðan hún þvoði og klæddi líkama sinn, sem var ekki lengur óvinnandi vígi, og bjó sig undir að mæta deginum. En kraftaverkið gerðist aftur, því að þessi dagur var öðrum líkur. Ef eitt- hvað var, voru brúðurnar jafnvel enn þá elskulegri við hana en venjulega. Rauðtoppur heilsaði henni með fagnaðarhrópi. „Hæ, Mouche. Hvar hefurðu eiginlega verið? Hvað held- urðu. Það eru pylsur í morgunverð. Golo. Gefðu Mouche pylsuna sína.“ Um leið og svertinginn birtist fyrir hornið á brúðuleikhúsinu með stóra sveitapylsu og nýtt brauð á pappadiski, hoppaði Reynardo upp á sviðið með stóran bita í skoltinum, sem hann otaði að henni og sagði, „Gerðu svo vel, ég geymdi bita af minni pylsu handa þér. Og þú veizt, hvað mér þykja pylsur góðar . . .“ „O, Rev,“ sagði Mouche, „Gerðirðu það? Mikið var það sætt af þér . . .“ Undan sviðinu heyrðist mótmælaþras og Ali kom upp, um leið og Rauð- 30

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.