Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 31

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 31
toppur hvarf. „Heyrið þið mig, hver stal pylsubitanum, sem ég var að geyma handa Mouche?“ Mouche hrópaði upp, hneyksluð á þessum dónaskap. „Rey, þetta er ekki satt...?“ En refurinn kom upp um sig með sektarsvipnum. Allar hennar eigin áhyggjur gleymdust, og hún sagði alvarleg í bragði „Rey, láttu Ali hafa bitann strax. Jæja Ali, nú getur þú gefið mér hann.“ Tröllið rétti henni bitann . „Það er bara af því, hvað ég er vitlaus. Rey sagðist ætla að fá hann lánaðan augna- blik, til að athuga hvort hann væri stærri en sinn.“ Mouche tók við bitanum, hallaði sér fram og kyssti Ali á kinnina. „Veslings Ali minn,“ sagði hún. „Kærðu þig kollóttan. Það er betra að vera auðtrúa en að vera alveg siðlaus, eins og sumir aðrir . . .“ Reynardo hafði vit á að skammast sín. Hann lagðist endilangur út í horn eins og hundur, og sagði, „Eg reyndi að geyma bita handa þér Mouche, það er dagsatt, en hann var étinn . . .“ Stúlkan virti hann fyrir sér, mæðuleg á svip. „Æ, Rey . . .“ stundi hún, en ásökunin í rödd hennar var blandin ástúð. Hvernig gat staðið á því, að járnfjötrarnir, sem höfðu hert að hjarta hennar, höfðu linað tak sitt - sorginni, sem hafði þjáð hana, var að linna? Leikurinn var hafinn á ný. Við fyrstu merkin um undanlátssemi kom Reynardo þjótandi yfir sviðið, eins og elding, og hjúfraði sig að hálsi hennar. Frú Muscat kom andartak í ljós hinum megin á sviðinu með lítinn fjaðurkúst og þurrkaði í óða önn af framsviðinu. „Eg aðvaraði þig, manstu? Þú getur ekki treyst honum eina sekúndu.“ En hún sagði ekki, hverjum væri ekki treystandi. „Þegar þú hefur misst jafn marga eiginmenn og ég . . .“ hóf hún máls, en hvarf án þess að ljúka setning- unni. Rauðtoppur kom aftur með velktan bláan þúsund franka seðil. „Handa þér, Mouche,“ sagði hann. „Kaupið fyrir síðustu viku.“ Mouche sagði, „Rauðtoppur - hvað ertu að segja. Ætdrðu . . . ég á við . . . ég hélt ekki . . .“ „Þetta er allt í lagi,“ svaraði litli strákurinn. „Við héldum fund í morgun og komum okkur saman um, að þú fengir hlut. Dr. Duclos var fundar- forseti. Ræða hans um frumvarpið var fjörutíu og fimm mínútna löng.“ Hópur fólks tók að safnast umhverfis til að horfa á stúlkuna í alvarlegum samræðum við brúðuna - dagsverkið var hafið . . . ★ Allt sumarið og fram á haust ferð- uðust þau um Austur-Frakkland og Alsace og færðu sig hægt suður á bóginn. Þau fóru frá borg til borgar, tóku stundum þátt í fjölleikasýningum á götum úti, eða settu brúðuleikhúsið upp á torgum, án þess að hafa svo mikið sem munnlegt leyfí frá yfirvöldunum. Þegar nefnd yfirvöld komu og heimt- uðu leyfisbréf, þurftu þeir ýmist að skipta við Rauðtopp, hr. Reynardo, frú Muscat eða dr. Duclos, og rugluð- ust alveg í ríminu. Mouche reyndi að vera milligöngumaður og skýra þetta út fyrir þeim, en venjulega féllu þeir fyrir töfrunum og þau fengu leyfi til að vera um kyrrt. Þar sem mögru árin voru nú liðin með tilkomu Mouche, var nú alltaf tekið herbergi á leigu í einhverri kránni, ódýru hóteli eða á bóndabæ, og stundum höfðu þau jafnvel efni á að fá sér bað eftir langan, sólheitan dag. En nú var sá munur á, að kafteinn Coq tók ekki lengur á leigu tvö herbergi, heldur lét sér nægja eitt, sem hann deildi með Mouche. Þannig var Mouche á hans valdi bæði nótt og dag, án þess að gera sér grein fyrir því. Dagarnir voru töfrandi algleymi, en næturnar eilíf kvöl, hvort sem hann hafði gott af henni eða sneri við henni baki þegjandi og féll í þungan svefn - með hana skjálfandi við hlið sér. Stundum kom hann heim augafullur, varla fær um að standa uppréttur, eftir að hafa drukkið stundum saman á barnum. Þegar svo stóð á, hjúkraði Mouche honum, háttaði hann og kom honum í rúmið, og þegar hann bölvaði, stundi og bylti sér á næturnar, fór hún á fætur til að gefa honum vatn að drekka eða setja rakan klút á enni hans. Kafteinn Coq drakk kvöld eftir kvöld frá sér ráð og rænu, vegna þess að hann var kominn í undarlega og óleysanlega klípu, og hann gat ekkert gert annað en hella í sig víni, þangað til öll dlfinning og allar minningar voru bornar ofurliði. Hann hafði tekið allt, sem hann þarfnaðist frá Mouche. Gildi hennar fyrir leikinn fór vaxandi, og hann var farinn að græða fé. Enn fremur var hún góður rekkjunautur, sem hann þurfti engar áhyggjur að hafa af. Og hann hafði vissulega brotið líkamleg varnar- virki hennar - en honum hafði ekki tekizt að drepa niður sakleysi hennar. Hann hungraði eftir að eyða þessu sakleysi, þótt hann vissi jafnframt, að það var sá eiginleiki og enginn annar, sem dró áhorfendur að. Hann vildi gera hana jafn spillta og dlfinningalausa og sjálfan sig, þess vegna svívirti hann hana á næturnar. Frh. á bls. 36. 31

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.