Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 12

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 12
10 STRAUMHV ÖRF KLEMENS TRYGGVASON: RéUmæti strÉðsgróðans i. Síðast liðin tvö ár hefir stríðsgróð- inn svo nefndi mjög komið við sögu í opinberum umræðum, aðallega í sambandi við skattamálin. Því fer þó fjarri, að almenningur hafi af þeim umræðum átt hægt með að skapa sér skýra hugmynd um, hvernig þessu máli væri farið. Að vanda hefir máls- flutningur hinna stríðandi aðila til hægri og vinstri miðast við þröng flokkssjónarmið, en engin viðleitni verið fyrir hendi til að ræða málið á óvilhöllum grundvelli. I þessari grein verður leitazt við að komast að ó- hlutdrægum niðurstöðum um það, hvert sé inntak þgssa máls, til leið- beiningar fyrir þá, sem vilja fá hleypidómalausa vitneskju um það. Þegar talað er um stríðsgróða, er átt við þann óvenjulega mikla hagn- að, sem fyfirtæki einstakra manna og félaga hafa fengið í sinn hlut, og rekja má beint eða óbeint til þess viðskiptaástands, sem skapazt hefir af völdum ófriðarins og hernáms landsins. Eiginlegur stríðsgróði hefir ekki fallið í hlut nema tiltölulega fárra aðila. Hans gætir í öllum teg- undum atvinnurekstrar, en mest ber á honum í stórútgerð og verzlun. Erf- itt er að skapa sér ákveðna hugmynd um það, hve miklar upphæðir er um að ræða. Skattaframtölin segja lítið til um það, af þeim ástæðum, sem mönnum ættu að vera kunnar. En víst er, að miðað við íslenzkar að- stæður er um gífurlegar fjárhæðir að ræða. Mikið er talað um hina óhóf- lega háu skatta, sem lagðir séu á hinar háu tekjur, og er þá oft látið hjá líða að minnast á hina skatt- frjálsu varasjóðsfrádrætti hlutafé- laga, sem þó munar um. En með því að einblína þannig á skattana, er dæmið ekki rétt sett upp. Það, sem máli skiptir, er að sjálfsögðu hitt, hvort stríðsgróðatekjur geti yfirleitt talizt eðlilegar, séð frá sjónarmiði þjóðfélagsins sem heildar. Er hægt að færa fram ástæður, er réttlæta það, að slíkar tekjur falli í einstakra manna hlut? Til að taka dæmi má orða spurninguna þannig: Getur það talizt eðlilegt, að eins árs hreinn hagnaður fyrirtækis nemi t. d. fimm-, tíu- eða tuttugfaldri upphæð þess fjár, sem starfar í því? Ef menn geta orðið á eitt sáttir um það, að hagn- aður, sem fer mikið fram úr 10— 15% af höfuðstólnum, þ. e. gefur al- menna vexti og auk þess nokkuð fyr- ir áhættu og sjóðsöfnun, sé hærri en hægt sé að réttlæta frá þjóðfélags- legu sjónarmiði, er rökrétt afleiðing sú, að stríðsgróði eigi ekki að renna til einstakra manna. Enn fremur leiðir af því, að eitthvað sé meira

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.