Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 12

Fréttablaðið - 17.05.2014, Page 12
17. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | ATVINNUMÁL Fagna vali olíuleitarfélags Bæjarráð Fljótdalshéraðs fagnar yfirlýsingu Eykon Energy um að velja Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað sem þjónustumiðstöð fyrir olíurannsóknir á Drekasvæðinu. „Þessi ákvörðun felur í sér mikil tækifæri fyrir atvinnulífið á Austurlandi og ekki síst Egilsstaðaflug- völl,“ segir bæjarráðið. BALKANSKAGI Á flóðasvæðunum á Balkanskaga biðu þúsundir í gær uppi á þökum húsa sinna eftir björgun. Yfirvöld í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu segja flóðin sem þar hafa verið undanfarna daga þau verstu frá því að mælingar hófust fyrir 120 árum. Í gær var greint frá því að að minnsta kosti þrír hefðu drukknað. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sextán borg- um. Í Bosníu-Hersegóvínu hafa hús grafist undir aurskriðum í fjölda borga og bæja. Víða er raf- magnslaust á flóðasvæðunum. Sveitir á vegum Evrópusambands- ins, sem taka þátt í björgunarstörf- unum í Bosníu-Hersegóvínu, sögðu í gær að hvorki þær né innlendar hersveitir kæmust á sum flóða- svæðin nema með flugi. Í fréttum í gær var greint frá því að þyrlur hefðu ekki getað farið í loftið vegna lélegs skyggnis og sterkra vinda. Björgunarsveitir komust þess vegna ekki til margra bæja sem eru alveg einangraðir þar sem samgöngur hafa rofnað. Yfirvöld í Serbíu sögðu að tek- ist hefði að bjarga 4.000 manns af flóðasvæðunum. Veðurfræðingar vöruðu við frekari flóðum. Spáð er enn meiri úrkomu og sterkum vindum. Vladimir Pavlovic, sem starfað hefur fyrir serbnesku rétttrúnað- arkirkjuna á Íslandi, kveðst vona að ekki verði frekara manntjón vegna flóðanna. Hann segir fólk úr þorpum nálægt heimaslóðum hans hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Aðstoð hefur borist víða að, til dæmis komu 70 björgunarsveitar- menn með flugvél frá Rússlandi og þyrlur hafa komið frá Slóveníu.“ ibs@frettabladid.is Þúsundir bíða eftir að fá hjálp Flóðin á Balkanskaga eru þau mestu frá því að mælingar hófust fyrir rúmum eitt hundrað árum. Á FLÓÐASVÆÐI Íbúar í Obrenovac, sem er 40 km vestan við Belgrad, höfuðborg Serbíu, vaða vatnselginn. NORDICPHOTOS/AFP - hvar liggja mörkin? LÍKNARDAUÐI LÍKNARMEÐFERÐ DAGSKRÁ: 13:30-13:35 Setning: Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. 13:35-14:10 Líknardauði frá sjónarhorni hjúkrunarfræðinga. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra og Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra með áherslu á líknarmeðferð. 14:10-14:35 Viðhorf til meðferðar við lífslok. Jón Snædal, öldrunarlæknir. 14:35-15:00 Líknardráp í ljósi siðfræðinnar. Salvör Nordal, forstöðumaður siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. 15:00-15:50 Terminal care and euthanasia in the Netherlands - Facts and feelings. Jaap van der Spek, formaður Landssambands eldri borgara í Hollandi og varaforseti EURAG. 15:50-16:00 Málþingslok: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Málþingsstjóri: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands. Skráning sendist á netfangið: oldrunarrad@oldrunarrad.is MÁLÞINGIÐ ER ÖLLUM OPIÐ  AÐGANGUR ER ÓKEYPIS Athygli er vakin á því að erindi Jaap van der Spek fer fram á ensku. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. SAMFÉLAGSMÁL Stór hópur ung- menna er á framfærslu sveitar- félaga og á erfitt með að fóta sig í lífinu samkvæmt nýrri skýrslu Rauða krossins. Helst á þetta við hóp ungra drengja sem eru atvinnulausir, ekki í skóla og búa margir hverjir í foreldrahúsum. Þessi hópur á í mikilli hættu á að lenda í fátæktargildru. Í skýrslunni segir einnig að níu prósent Íslendinga lifi undir fátæktarmörkum og þrettán pró- sent eigi á hættu að verða fátæk- ir. Fordómar og stéttaskipting hafa einnig aukist á Íslandi sam- kvæmt skýrslunni. - ih Skýrsla um fátækt á Íslandi: Ungmenni í miklum vanda ÓMAR VALDIMARSSON Höfundur skýrslunnar hefur áhyggjur af hópi ungra drengja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.