Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 40
18. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 40 NOTES Gott fyrir fólk sem vinnur með texta, og tímasparnaður að allt sem maður skrifar í snjallsímann fer sjálfkrafa í tölvuna manns. WIKIPEDIA Eins nálægt því og ég kemst að vera ást- fanginn af smáforriti. IMDB Biblía kvikmyndalúða eins og mín. INSTAGRAM Aðallega til að njósna um fullkomið líf annarra og gráta mig í svefn. SHAZAM Sniðugt forrit sem hjálpar manni að finna nýja tónlist. ONEFOOTBALL Ég hangi á fótboltaappinu mínu hverja helga eins og versta bulla. WHATSAPP Langbesta samskiptaforritið. Eins og ókeypis SMS. THE 7 MINUTE WORKOUT Leikfimi fyrir letingja. Sniðið að mínum þörfum. UPPÁHALDS ÖPPIN8 Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur. 3G 9:41 AM Shazam Onefootball WhatsApp Notes Wikipedia IMDB Instagram 7 Minute Workout Tim Cook, stjórnarformaður Apple, steig á svið í Cupertino í Kaliforníu á fimmtudaginn og kynnti til leiks nýja kynslóð iPad-spjaldtölva og Yosemite, nýtt stýrikerfi Apple fyrir borð- og fartölvur. Þetta var tilkomumikil sýning en ögn fyrir- sjáanleg. Apple hefur selt yfir 225 milljón iPad-spjaldtölvur og iPad Air 2 er nýjasta flaggskip fyrir- tækisins. „iPad er allstaðar,“ sagði Cook. „Hann er að breyta því hvern- ig við höfum samskipti.“ Nýr iPad mini fékk ekki mikla athygli. Framtíð litla bróður er óljós en margir munu vafalaust frekar stökkva á iPhone 6 Plus í staðinn fyrir iPad mini 3. Nýju spjaldtölvurnar fá báðar TouchID-fingraskanna og keyra á A8X-örgjörva. Þetta þýðir 40 pró- sent hraðari vinnslu á iPad Air 2 og 2,5 sinnum hraðari grafíkvinnslu (eða svo segir Apple). Engin ást Eftir stendur iPad mini 3. Upp- færslan hefur litla þýðingu fyrir tækið enda keyrir hann enn á A7- kubbasamstæðu og M7-samgjörva. iPad mini 3 er nánast sama tækið og Apple kynnti til leiks í nóvember á síðasta ári. Það er reyndar hægt að fá spjaldtölvurnar í gullhúðaðri umgjörð (það er, ef þú getur réttlætt það siðferðislega). Stjarna kvöldsins var ný iMac- borðtölva, eða skjárinn á tölvunni nánar tiltekið. Retina-skjárinn er 27 tommur og eiginupplausn upp á 5120x2880 sem gefur okkur … 14,7 megapixla skjá eða 5K upplausn. Þetta er 67% fleiri pixlar en á venju- legum 4K skjá. Og já, nýi iMac-inn er þynnri, öflugri og fallegri en for- verinn og auðvitað dýrari (300 þús- und krónur í Bandaríkjunum). Framtíð í hugbúnaði Hvað sem líður vélbúnaði þá er það stýrikerfið Yosemite sem gefur lík- lega bestu vísbendinguna um fram- tíð Apple. Þetta er stærsta og lík- lega mikilvægasta uppfærsla Apple á viðmóti sínu í áraraðir. Fyrirtæk- ið freistar þess að samþætta viðmót OS X-stýrikerfisins og iOS. Þannig að það verður auðveldara að færa ljósmyndir, kvikmyndir og gögn milli iPhone og iMac/MacBook Air. Einnig er hægt að svara símtölum í gegnum tölvuna og senda smáskila- boð. Hægt er að nálgast Yosemite í Mac App Store. Tim Cook og félagar kynntu einnig til leiks beta-útgáfu af nýrri Photo Stream-þjónustu í gegnum iCloud og svokallað Fusion-drif í tölvum sínum. Fusion samein- ar 128GB og 1TB eða 3TB harðan disk. Apple Pay er síðan væntanlegt á mánudaginn en tæknin gerir iPhone-eigendum kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með sím- anum einum. Apple Pay var kynnt til leiks í síðasta mánuði, síðan hafa rúmlega 500 bankar tilkynnt að þeir muni taka höndum saman við Apple. „Við erum sannfærð um að Apple Pay eigi eftir að verða gríðarlega vinsælt,“ sagði Tim Cook í Cupert- ino á fimmtudaginn. Nasasjón af því sem koma skal hjá Apple Ný kynslóð iPad-spjaldtölva með TouchID-fingraskanna og mun hraðari vinnslu eru væntanleg. Einnig nýtt stýrikerfi fyrir borð- og fartölvur. NÝ KYNSLÓÐ Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, kynnti nýja kynslóð Apple-tækja á fimmtudaginn. IPAD AIR 2 MEÐ TOUCHID- FINGRA- SKANNA Apple hefur selt 225 mill- jón iPad-tæki. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is DRIVECLUB ★★★ ★★ PS4 KAPPAKSTURSLEIKUR Driveclub er raunverulegur bílaleikur, um það verður varla deilt. Hvort sem það er útlit bílanna sem ekið er, aksturslag þeirra eða hljóðið í þeim virkar þetta allt mjög líkt raunveru- leikanum. Meira að segja breyt- ist hljóðið í dekkjunum eftir því hvaða undirlagi er ekið á; möl, hellum eða malbiki. En leikur- inn hefur einnig galla. Kannski er helsti gallinn að hann stenst ekki sam- anburð við Gran Tur- ismo-leikina. Úrval bíla mætti vissu- lega vera meira. Und- irrituðum gekk ákaf- lega illa að prófa net- spilunar- möguleika leiksins, en leik- urinn gengur að miklu leyti út á að spila með öðrum yfir netið. Hægt er að spila án nettengingar og þá þurfa spilarar að byggja upp feril sinn með því að keppa í kappakstri. Eftir því sem maður nær lengra í leiknum verður samkeppnin við aðra bíla meiri. Í upphafi þurfa spilarar að keppa á frekar slökum bílum en bílarnir verða betri eftir því sem á líður. Í fyrstu getur maður valið um Audi A3 eða sambærilega bíla, en leikurinn verður meira spennandi þegar maður kemst á bíla á borð við Koenigsegg Agera R. Styrkur leiksins felst samt í því að hann fangar mismunandi aksturs- eigin leika bílanna ákaflega vel. Ekki er hægt að kaupa nýja bíla í leiknum, heldur fær maður nýja bíla eftir því sem maður kemst lengra í honum og hlýtur aukna frægð innan kapp- aksturssenunnar í leiknum. Í hverri keppni þarf að ljúka við ákveðnar áskoranir, til dæmis að halda tilteknum meðalhraða í gegnum kafla brautarinnar eða ná að vera í þriðja sæti eða ofar. Spilarar eru verðlaunaðir fyrir að standast þessar áskoranir með stjörnum og þegar nægum fjölda stjarna hefur verið náð komast spilarar lengra í leikn- um. Maður saknar þess svo- lítið að geta ekk- ert breytt bílunum sem maður keppir á, eins og venjan var til dæmis í Gran Turismo. Þetta rýrir gildi leiks- ins svolítið. Keppnirnar sem maður tekur þátt í eru frekar keimlíkar og manni finnst leikurinn fljótt vera farinn að bjóða manni upp á endurtekið efni. Helstu kostir leiksins eru sem fyrr segir hversu raunveruleg- ur hann er. Til að mynda getur maður lent í því að sólin blindi mann. Framan af fann maður fyrir góðri stemningu þegar maður keppti og byggði upp feril sinn í leiknum. En maður varð þreyttur á endurtekn- ingunum eftir því sem á leið. Undirritaður átti í vandræðum með að tengjast og spila leik- inn í gegnum netið. Netspilun- in væntanlega hefði aukið dýpt leiksins til muna. Kjartan Atli Kjartansson Raunverulegur en vantar fl eiri bíla RAUNVERULEGUR Grafíkin er ákaflega raunveruleg í leiknum Driveclub.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.