Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2001, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.02.2001, Qupperneq 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐINÁM í SVlÞJÓÐ vera í sænska Læknafélaginu en aðild er að mörgu leyti æskileg og kostar tæplega 20 þúsund krónur á ári. Um leið fæst aðgangur að lánum en sænska Læknafélagið tengist bæði banka og tryggingafélagi. Námsstöður í Svíþjóð Námsstöður í Svíþjóð eru aðallega tvenns konar, annars vegar svokallaðar ST-blokkir (specialist tjanstgöring) og hins vegar svokallaðar afleysinga- stöður (vikariat). Fyrmefndu stöðurnar eru auglýstar í sænska Læknablaðinu. Sé læknir ráðinn í ST-blokk skuldbindur viðkomandi stofnun sig til þess að veita honum menntun til sérfræðiviðurkenningar. Jafn- framt verður stofnunin (að minnsta kosti í lang- flestum tilvikum) að veita lækninum stöðu að loknu sérfræðinámi óski hann þess. Hið síðarnefnda á þó ekki við um háskólasjúkrahúsin. Af ofanskráðu er ljóst að ST-staða veitir lækninum meira öryggi á námstímanum og er sjálf- sagt að stefna að því að komast í slíka stöðu. Stofnanir og yfirmenn vilja oft fremur ráða lækna í afleysingastöður til nokkurra mánaða í senn, að minnsta kosti þangað til viðkomandi hefur náð að sýna sig og sanna. Því getur verið erfitt að komast beint í ST stöðu frá íslandi. í staðinn fæst afleysingastaða oft til sex mánaða. Þannig fær stofnunin tíma til að átta sig á viðkomandi og einnig er mikilvægt fyrir þann sem kemur út til sérnáms að finna hvort hann aðlagast áður en hann bindur sig til lengri tíma. Áður var íslenskum læknum ráðlagt að geta þess í umsókn og viðtali að þeir stefndu heim til íslands að námi loknu, þar sem slíkt yki líkur á því að þeir fengju námsstöðu í Svíþjóð. Þetta þarf ekki að eiga við í dag. Töluverður skortur er á læknum í mörgum sérgreinum og allt eins líklegt að yfirlækni þyki meiri fengur í umsækjanda sem geli hugsað sér að dvelja lengur. Eins og áður sagði eru ST-blokkir auglýstar í sænska Læknablaðinu. Afleysingastöður eru á hinn bóginn ekki auglýstar sérstaklega en ráðið er í þær allan ársins hring, allt eftir samkomulagi. Best er að spyrjast fyrir um afleysingastöður með því að hringja á viðkomandi deild eða skrifa. Ágætt ráð er að leita til íslendinga sem eru á svæðinu eða eru nýkomnir heim úr sérnámi. Þeir hafa oft persónuleg sambönd við yfirmenn en slík sambönd skipta miklu máli við ráðningar lækna í Svíþjóð. Sótt um stöðu Þegar sótt er um stöðu er algengast að skrifað sé bréf til viðkomandi stofnunar. Til eru stöðluð umsóknar- eyðublöð, sem fást í flestum bókabúðum í Svíþjóð, en slík eyðublöð þarf yfirleitt ekki. Umsóknirnar er best að stfla á yfirmenn (klinikchef) deilda eða heilsu- gæslustöðva en nöfn þeirra og heimilisföng er hægt að fá hjá sænska sendiráðinu í Reykjavík. Einnig er hægt að leita til Læknafélags íslands eða lækna sem eru nýkomnir heim frá Svíþjóð til þess að fá gefin upp nöfn og heimilisföng. Oft vísar yfirlæknirinn um- sóknunum til umsjónarlæknis deildarinnar (schema- laggare) en hann sér um að skipuleggja vaktir og halda utan um umsóknir. I umsókninni (bréfinu) er æskilegt að fram komi hvaða stöðu og sérnám umsækjandi hefur í huga, frá hvaða tíma og hversu lengi. Oft er getið stuttlega um menntun, fyrri störf og vísindavinnu. Að öðru leyti eru slíkar upplýsingar (ítarlegri) að finna í afrekaskrá (sjá síðar). Til þess að minnka líkur á því að umsókninni sé hafnað er vænlegast að hafa upp á íslenskum læknum sem eru eða hafa verið í námi á viðkomandi stað og hafa sambönd og þekkja til yfirmanna. Einnig er gott að senda með umsókninni meðmælabréf frá yfir- manni/prófessor auk afrekaskrár, sérstaklega ef umsækjandi hefur lagt stund á rannsóknir. Oft eru fyrstu svörin „Tyvarr....“ (=því miður) en sjálfsagt er að skrifa aftur ef umsækjandi hefur mikinn áhuga á viðkomandi stað. Til þess að sýna áhuga er hægt að bjóðast til þess að koma út í viðtöl, annars eru form- leg viðtöl ekki skilyrði við ráðningar í Svíþjóð, gagnstætt því sem tíðkast í Bandaríkjunum og Eng- landi. Fáist jákvætt svar (eða svar sem ekki er neikvætt!) er mikilvægt að svara fljótt. Oft er umsækjandi beðinn um frekari gögn, svo sem afrit af prófskírteini, einkunnum og lækningaleyfi auk afrekaskrár og meðmæla hafi þau ekki verið send áður. Afrit af latneska hluta prófskírteinisins er hægt að fá á skrifstofu læknadeildar í Læknagarði en einnig afrit af einkunnum á ensku auk útskýringa á einkunna- gjöf. Vottorð af íslensku lækningaleyfi á sænsku (kopia av bevis om lakarlegitimation) eða ensku er hægt að fá í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu og kostar um það bil 1000 kr. Einnig er oft beðið um vottorð frá Læknafélagi Islands (intyg frán Islands Lakarförening) til staðfestingar á því að um- sækjandi hafi ótakmarkað lækningaleyfi á Islandi og fæst það ókeypis á skrifstofu Læknafélaganna. í sumum tilvikum getur þurft að sýna afrit af stúdents- prófsskírteini, til dæmis vegna vinnu í háskóla. Ef maki hyggur á nám í Svíþjóð er skynsamlegt fyrir hann eða hana að taka með sér afrit af einkunnum og prófskírteini á sænsku eða ensku. Þegar komiö er til fyrirheitna landsins Eftir að komið er út er mikilvægt að leita strax á næstu skattaskrifstofu (skattemyndigheten) til að fá sænska kennitölu (personnummer), en það verður maður að hafa til þess að fá síma, barnabætur og fleira sem tengist félagslega kerfinu. Til þess að geta fengið kennitölu verður að framvísa samnorrænu flutningsvottorði (internordisk flytteattest). Stund- um er einnig farið fram á hjúskapar- og fæðingar- 162 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.