Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 24

Læknablaðið - 15.12.2001, Page 24
FRÆÐIGREINAR / FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR ÖRYRKJA Table V. Percentage of disability pensioners who feel able to work, by level of disability pension, educational level and main, occupation after ieaving schoot. % Level of disability pension* Full disability pension 26 Partiai disability pension 54 Rehabilitation pension 37 Educational level** Primary and lower secondary education 29 Short vocational training 46 Vocational education 33 Grammar school education 44 University education 52 Main occupation after leaving school*** Specialists and administrators 53 Technicians/office workers 41 Service workers (unskilled) 38 Skilled craftsmen 33 Unskilled workers 30 Working at home 30 Farmers 42 Seamen 22 * Confidence interval 0.001 ** Confidence interval 0.01 *** Confidence interval 0.05 425 (63,3%) neitandi, en 23 (3,4%) svöruöu ekki (sjá töflu V). Hér var marktækur munur á svörum eftir bótaflokkum (öryggismörk 0,001), menntun (örygg- ismörk 0,01) og fyrri störfum (öryggismörk 0,05), en ekki eftir aldri eða kyni. Spurt var hvort viðkomandi hefði í síðasta starfi verið eða væri launþegi eða með sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Launþegar voru 83,9%, en með sjálfstæðan rekstur 16,1%. Tölfræðilega marktækur munur var á svörum eftir kyni (öryggismörk 0,001), aldri (öryggis- mörk 0,01), bótaflokki (öryggismörk 0,01), menntun (öryggismörk 0,001) og fyrri störfum (öryggismörk 0,001). Hlutfall þeirra sem voru með sjálfstæðan rekstur fór vaxandi með aldri og hlutfallslega meira var um slíkan rekstur hjá körlum en konum, hjá þeim sem lokið höfðu iðnnámi miðað við annað nám og hjá iðnaðarmönnum og bændum miðað við aðrar stéttir. A TR iágu fyrir upplýsingar um tekjur allra skráðra öryrkja á árinu 1997. Pær höfðu verið unnar úr skattframtölum eða tekjuyfirlýsingum öryrkjanna vegna tekjutengingar örorkubótanna. Tekjur öryrkj- anna voru bornar saman við upplýsingar um tekjur þjóðarinnar árið á undan. Meðaltekjur öryrkjanna voru 920.879 krónur á árinu, eða 76.740 krónur á mánuði. Meðaltekjur þjóðarinnar, það er þeirra sem voru virkir á vinnumarkaði árið 1996, voru um 137.000 krónur á mánuði (14). Ef tekið er tillit til þess að laun á vinnumarkaði hækkuðu um að jafnaði 5,4% milli áranna 1996 og 1997 (15), má áætla að meðaltekjur vinnandi íslendinga hafi verið um 88% hærri en meðaltekjur öryrkja á þessum tíma. Umræða Þessi rannsókn gefur innsýn í félagslegar aðstæður nýskráðra öryrkja á íslandi árið 1997, einkum þætti er varða atvinnu og menntun, en einnig eru settar fram vísbendingar um tekjur. Nýskráðir öryrkjar á þessu ári eru ekki dæmigerðir fyrir þýði öryrkja í landinu og því takmarkast ályktanir af rannsókninni við nýskráða öryrkja. í þýði öryrkja er meðalaldur öryrkja væntanlega hærri en meðalaldur nýskráðra öryrkja og samsetning að öðru leyti hugsanlega önn- ur. Þá er ekki hægt að fullyrða að þau um það bil 30% nýskráðra öryrkja sem ekki tóku þátt í könnuninni séu eins samsett og þeir öryrkjar sem svör fengust frá. Fyrirvara verður því að setja um ályktanir gagnvart þeim hópi, en hluti þess hóps gat ekki svarað listan- um af heilsufarsástæðum. Því má ætla að félagslegar aðstæður þeirra geti verið lakari en hinna sem tóku þátt í könnuninni. Líklegra er því að niðurstöður rannsóknarinnar vanmeti frávik félagslegra að- stæðna öryrkja frá aðstæðum þjóðarinnar en hið gagnstæða. Þegar rannsóknin fór fram voru forsendur ör- orkumats læknisfræðilegar, félagslegar og fjárhags- legar (5,6). Áður hefur verið sýnt fram á að algeng- ustu heilsufarslegar forsendur örorku á íslandi eru geðraskanir og stoðkerfisraskanir (5,9). Þessi rann- sókn sýnir að öryrkjar koma einkum úr hópi þeirra sem hafa litla menntun og eiga því fyrst og fremst kost á tiltölulega einhæfum og erfiðum störfum. Þetta er í góðu samræmi við niðurstöðu breskra rann- sókna (1,2). Þær hömlur sem öryrkjar búa við koma hér án efa oft við sögu og takmarka tækifæri og kjör, en í öðrum tilvikum verða menn öryrkjar vegna þess að þeir hafa unnið erfiðari og áhættumeiri störfin í þjóðfélaginu. Mun minna er um að öryrkjarnir hafi aðeins unnið heima en gengur og gerist um þjóðina (sjá töflu II), þrátt fyrir að 63,6% þátttakenda úr hópi öryrkja hafi verið konur. Hugsanlegt er að rekja megi þetta til þess að heimavinnandi konur búi síður við langvar- andi heilsubrest en aðrir. Ekki hefur verið gerð nein úttekt á heilsufari þessa hóps, en störf þeirra eru þess eðlis að búast má við að þær séu síður útsettar fyrir sumum af þeim sjúkdómum og slysum sem oftast leiða til örorku. Hugsanleg skýring er einnig að heimavinnandi konur sæki síður um örorkubætur en aðrir. Loks gæti þessi niðurstaða rannsóknarinnar endurspeglað tregðu tryggingalækna til að meta heimavinnandi konum örorku samkvæmt fyrirkomu- lagi örorkunrats árið 1997. Forsendur matsins voru þá fremur óskýrar og ómarkvissar og tryggingalæknunr var falið frjálst mat hvað varðar hina félagslegu þætti örorkunnar (16). Árið 1999 var forsendum örorku- matsins breytt, þannig að örorkan er nú einungis metin á læknisfræðilegum forsendum á grundvelli sérstaks örorkumatsstaðals. Eftir breytinguna varð marktæk aukning á meira en 75% örorku hjá konum 984 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.