Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 15

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 15
FRÆÐIGREINAR / AFSLÁTTARKORT Hið ófullkomna jöfnunartæki: Afsláttarkort og komugjöld í íslenska heilbrigðiskerfinu Ágrip Rúnar Vilhjálmsson' FÉLAGSFRÆÐINGUR Guðrún V. Sigurðardóttir2 FÉLAGSFRÆÐINGUR Inngangur: Athuganir benda til að bein útgjöld sjúk- linga hérlendis og í öðrum löndum Vestur-Evrópu hafi aukist á undanförnum árum og að nokkurs ójöfnuðar gæti í aðgengi að þjónustu. í því skyni að halda niðri beinum útgjöldum sjúklinga og jafna að- gengi að læknisþjónustu hafa íslensk heilbrigðisyfir- völd um árabil gefið sjúklingum kost á afslætti af komugjöldum með útgáfu afsláttarkórts. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna dreifingu komugjalda og afsláttarkorts, og í hvaða mæli afsláttarkortið ratar til þeirra sem rétt eiga á því. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum úr könnununum Heilbrigði og lífskjör íslendinga I og II. Tekið var tilviljunarúrtak 18-75 ára einstaklinga úr þjóðskrá. Svarendur í fyrri könnuninni voru 1924 (69% heimtur) en af þeim svöruðu 1592 (83%) einn- ig þeirri síðari. Krosstöflugreining var notuð til að kanna tengsl komugjalda og afsláttarkorts við bak- grunnsþætti. Niðurstöður: Tæp 20% þátttakenda höfðu safnað upp komugjöldum frá upphafi árs sem gáfu rétt á af- sláttarkorti, en talsverður munur var á hlutfallinu milli þjóðfélagshópa. Afsláttarkortið kemst illa til skila eins og sést á því að einungis 45,7% þeirra sem rétt áttu á kortinu höfðu það undir höndum. Þessi vanhöld voru mest meðal yngra fólks, foreldra ungra barna, einstaklinga á stærri heimilum, fólks í fullu starfi og þeirra sem höfðu meiri menntun og tekjur. Alyktun: Tilgangur afsláttarkorts vegna komugjaida er að halda niðri og jafna útlagðan kostnað sjúklinga vegna læknisþjónustu og auðvelda aðgengi að þjón- ustu. Tilgangnum er aðeins að takmörkuðu leyti náð vegna þess að minnihluti þeirra sem rétt eiga á af- sláttarkorti hefur það undir höndum. Þetta skýrist að miklu leyti af því að stjórnvöld hafa gert lítið til að kynna kortið og gera sjúklingum erfitt að nálgast það. 'Hjúkrunarfræöideild og :Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Rúnar Vilhjálmsson, Háskóla íslands, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. runarv@hi.is Lykilorö: afsláttarkort, komu- gjöld, aðgengi að þjónustu. Inngangur í félagslegum heilbrigðiskerfum (socialized health system), svo sem á Norðurlöndum og Bretlandseyj- um, er heilbrigðisþjónustan skipulögð, fjármögnuð og rekin að stærstum hluta af hinu opinbera sem al- menningsþjónusta (1). Félagsleg heilbrigðiskerfi byggja á því megin markmiði að þegnarnir hafi jafn- an og greiðan aðgang að þjónustunni. Þetta er undir- strikað í 1. grein laga um heilbrigðisþjónustu á íslandi ENGLISH SUMMARY Vilhjálmsson R, Sigurðardóttir GV The imperfect equalizing device: Physician care discount cards and physician care out-of-pocket costs in lceland Læknablaðið 2003; 89: 387-92 Introduction: Research shows that out-of-pocket health care costs in lceland and other Western European countries have increased in recent years, and unequal access to health services has been documented. In an attempt to contain out-of-pocket-costs and avoid service inequities, lcelandic health authorities have for a number of years issued health care discount cards. Objective: The purpose ot the study was to investigate the distribution of out-of-pocket physician costs and discount cards, and the extent to which the cards reach those who are entitled to them. Material and methods: The study is based on a national panel survey titled Health and Living Conditions in lceland. A random sample of 18-75 year olds was drawn from the National Register. 1924 respondents participated in the first wave (69% response rate) and 1592 of them (83%) in the second wave. Cross-tabular analysis was used to investigate variations in out-of-pocket physician costs and discount card status across sociodemographic groups. Results: 19.9% of the respondents had accumulated out- of-pocket costs that made them eligible for a discount card. Furthermore, there was considerable variation in the percentage of eligible individuals across population groups. The discount card was poorly distributed, as only 45.7% of eligible individuals had actually obtained a card. This lack of coverage was greatest among younger indivi- duals, parents of young children, individuals in larger households, the full-time employed, and those who had more education and income. Conclusions: The purpose of the discount card is to even out and contain out-of-pocket physician care costs, and sustain equal access to physician services. The purpose is no more than partially reached, as only a minority of eligible individuals are actual cardholders. This can be largely explained by the fact that health authorities have done little to promote the card, and make it cumbersome for patients to obtain it. Key words: discount card, out-of-pocket physician costs, access to services. Correspondence: Rúnar Vilhjálmsson, runarv@hi.is nr. 97 frá 1990 þar sem segir meðal annars að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita (2). Læknablaðið 2003/89 387

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.