Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 16
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGFÆRAAÐGERÐIR stórum rannsóknum. Ef slíkt uppgötvast ekki við aðgerðina getur það valdið fylgikvillum í kjölfarið, sérstaklega sýkingum og yfirleitt steinamyndun á þræðinum innan þvagvega. Stundum er bandið afar nærri mikilvægum líffærum eins og þvagrás og þvagálum (mynd 4). Rof eða innrás aðskotabands í þvagrás úr efni sem eigi eyðist getur orðið afar alvarlegur fylgikvilli eftir þvaglekaaðgerðir (10), en enginn sjúklingur hafði slíkan fylgikvilla í efni- viðnum. Þrátt fyrir að enduraðgerðir á þvagrás geti verið vel heppnaðar í 89-100% tilfella (10) geta 44-83% sjúklinga (10) fengið þvagleka í kjölfarið, nema ný þvaglekaaðgerð sé framkvæmd samtímis. Þvagteppa er einnig mikilvægur og ætíð mögu- legur fylgikvilli eftir allar þvaglekaaðgerðir (3). Sérstaklega er brýnt að losa um band eða fjarlægja hluta þess hið allra fyrsta eða þegar ljóst er talið að sjúklingur nái ekki að tæma blöðruna á hefðbund- inn hátt. Það er hins vegar misjafnt hversu fljótt er ráðlagt að fjarlægja slík bönd eða losa um þau eða frá fáeinum dögum uppí nokkrar vikur. Slíkar aðgerðir eru yfirleitt minniháttar inngrip fyrir sjúklinginn ef nægir að gera þær neðan þvagrásar um skeið og árangur kemur yfirleitt strax í ljós. Nýlegar aðferðir við ísetningu togfrís skeiðarbands (11) þar sem band er dregið í gegnum mjaðmar- augað (foramen obturatorum) geta hugsanlega minnkað mjög líkur á því að bandið lendi innan þvagrásar eða þvagblöðru, en um það er á þessu stigi of snemmt að fullyrða. Þótt sjúklingahópurinn sé ekki fjölmennur er ljóst að fylgikvillar þeir sem sjúklingarnir hlutu geta orðið afar þrálátir og erfiðir. Mikilvægt er að hafa þá í huga hjá öllum sjúklingum sem ná ekki eðlilegum bata eftir þvaglekaaðgerðir þar sem einhvers konar gerviefni sem eigi eyðist hefur verið notað. Einungis tveir sjúklingar höfðu verið einkennalausir í fáeina mánuði eftir eigin- legu þvaglekaaðgerðina, en hinir átta höfðu allan tímann verið með mismikil einkenni og þá yfirleitt veruleg. Má þar helst nefna verki og endurteknar þvagfærasýkingar ásamt nýtilkomnum þvaglát- aeinkennum sem gefa sterkan grun um að eitthvað hafi farið úrskeiðis og ætti að krefjast frekari rann- sóknar af hálfu læknis. Seinkun greiningar er veru- lega mikil hjá flestum sjúklingunum og verður að teljast talsvert áhyggjuefni. Yfirleitt er unnt að gre- ina vandann með einfaldri blöðruspeglun sem sýnt getur steinamyndun eina sér eða stein hangandi á þræði, bólgubreytingar eða jafnvel sýnilegan þráð eða band innan neðri þvagvega (mynd I-III). Við önnur vandamál eins og þvagtregðu, lélega blöðru- tæmingu eða þvagteppu eftir þvaglekaaðgerðir er beitt þrýstingsflæðirannsóknum auk þess sem segulómun og jafnvel ómskoðun getur gefið frek- ari mynd af vandanum (12). Opnar enduraðgerðir ofanklyfta á þvagvegum vegna ótila geta verið talsvert vandasamar. Mikil- vægast er að leiðrétta ástandið, samtímis því að reyna að komast hjá frekari skaða á neðri þvagveg- um og þá sérstaklega að valda ekki meiri þvagleka eða fistilmyndun. Band sem er innan þvagvega þarf yfirleitt að fjarlægja að fullu (2). Meta verð- ur í hverju tilfelli fyrir sig hvort reyna skal nýja þvaglekaaðgerð við enduraðgerðina, en það ræðst annars vegar af aðstæðum við aðgerðina og hins vegar því hvort sjúklingur hafi fengið þvagleka að nýju áður en enduraðgerð er framkvæmd. I þessari rannsókn var ný þvaglekaaðgerð framkvæmd hjá tveimur sjúklingum við opna enduraðgerð ofan klyfta með viðunandi árangri, en hjá einum var gerð vefaukandi innsprautun í þvagrás með Deflux™ í þvagrás síðar. Slíkar vefaukandi innsprautanir geta verið áhrifamiklar til að bæta þvagleka hjá sjúk- lingum sem vilja eða geta ekki farið í frekari þvag- lekaaðgerðir af öðrum toga. Einnig er vert að hafa í huga að tilraun til að fjarlægja aðskotahlut eins og til dæmis þráð innan blöðru með speglunaraðgerð um þvagrás gaf aldrei viðhlítandi árangur til lengri tíma litið og því brýnt að fylgja þeim sjúklingum náið eftir. Hins vegar hefur verið lýst vel heppnuðu brottnámi togfrís skeiðarbands með blöðruspeglun og notkun kviðsjár (13). Við flestar enduraðgerðir er almennt talin aukin hætta á fylgikvillum, en í þessari rannsókn gengu aðgerðirnar vel og einungis einn sjúkling- ur fékk yfirborðshúðsýkingu eftir opna aðgerð. Verkjavandamál fyrir enduraðgerð varð fullgott hjá öllum nema einum sjúklingi sem hefur áfram verið með verki, en vægari þó eftir enduraðgerð sem svara vel verkjalyfjameðferð. Engir sjúkling- anna fengu nýja tegund verkja þrátt fyrir að flestar aðgerðir ofanklyfta (7) séu þekktar fyrir að gefa verki í kjölfarið sem geta verið þrálátir og erfiðir. I lokin má álykta að þótt um sé að ræða tak- markaðan efnivið er árangur enduraðgerða mjög viðunandi í flestum tilfellum. Með fjölgun þvag- lekaaðgerða þar sem gerviefni eru notuð er brýnt að læknar séu á varðbergi gagnvart fylgikvillum sem geta orðið í kjölfarið og gefa yfirleitt þrálát einkenni sem svara illa hefðbundinni meðferð. Mikilvægt er að upplýsa sjúklinga um slíka fylgi- kvilla áður en til þvaglekaaðgerðar kemur. Heimildir 1. Kassardijan ZG. Sling procedures for urinary incontinence in women. BJU Int 2004; 93/5; 665-70. 2. Volkmer BG, Nesslauer T, Rinnab L, Schradin T, Hautmann RE, Gottfried HW. Surgical intervention for complication of tension-free vaginal tape procedure. J Urol 2003; 169:570-4. 3. Kobashi KC, Dmochowski R, Mee SL, Mostwin J, Nitti VW, Zimmern PE, et al. Erosion of woven polyester pubovaginal sling. J Urol 1999; 162:2070-2. 240 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.