Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR þrjóska." Hins vegar er þetta gagnrýni á „hugarfar vindhanans“ sem er því miður nokkuð útbreitt. Vissulega ber okkur að taka öllum gagnlegum meðferðarnýjungum fagnandi en þar með er ekki rétt að fleygja fyrir borð allri gamalli þekkingu sem hert er í eldi reynslunnar. Meðhöndlun hjarta- sjúkdóma er dæmi um það að menn hafa brotið gegn báðum þessum reglum. Við höfum ekki verið nógu fljót að tileinka okkur nýjar vel rökstuddar aðferðir en heldur ekki haldið nógu vel utan um þá reynslu sem aflað hefur verið. Fyrir þetta líða sjúklingar. Þekking á sögu læknisfræðinnar hefði getað dregið úr þjáningum þeirra. Æðakölkun - herkví nútímans Sjúkdómar af völdum æðakölkunar geta tekið á sig ýmsar myndir. Sú algengasta er heltikast, claudicatio intermittens, sem eldra fólk þekkir vel en það yngra síður. Önnur er hjartaslag sem í enskum læknisfræðiritum nefnist stroke. Þriðja algenga birtingarform æðakölkunar er blóðþurrð, allt frá hjartaöng til fleygdreps. Fleygdrep veldur því að hluti hjartavöðvans verður drepi að bráð og hættir að starfa. Astæður þess eru margvíslegar en sú algengasta er æða- kölkun í kransæðum hjartans. Æðakölkun er gam- all sjúkdómur. Sá siður sumra forfeðra okkar að smyrja þá sem deyja veitir okkur einstakt tækifæri til að sannreyna að hann var til fyrir þúsundum ára. Czermak var fyrstur til að lýsa æðakölkun í múmíu árið 1852. Fyrsta nákvæma lýsingin er á Mernepthah sem var faraó í Egyptalandi um það leyti sem Israelar flúðu land. Hann var með greini- lega æðakölkun í ósæð. Einnig hafa menn getað staðfest að kínversk kona sem dó fyrir 2100 árum lést úr bráðu fleyg- drepi en lík hennar fannst þegar tekinn var grunn- ur fyrir sjúkrahúsi í útjaðri Changsha, höfuðborgar Hunan-fylkis í Kína. Hún hefur hlotið snöggt and- lát um það bil klukkustund eftir að hún mataðist - í þörmum hennar fannst 131 ómeltur melónusteinn. Vinstri kransæð var stífluð. í gröf konunnar fund- ust jurtalyf sem vaninn var að gefa hjartveikum. Því má halda fram með réttu að egypsku múmí- urnar hafi tilheyrt vel haldinni yfirstétt sem ekki var dæmigerð fyrir þjóðina. Það sama má segja um kínversku konuna. Þess vegna væri fróðlegt að rannsaka nánar Chinchorro-þjóðina sem dregur nafn sitt af strandlengju í Arica norðarlega í Chile. Andstætt því sem tíðkaðist í Egyptalandi smurði þessi þjóðflokkur alla sem létust, óháð kyni, aldri eða félagslegri stöðu, og þetta gerðist fyrir 9000 árum. Það væri sérstaklega fróðlegt að kanna tíðni æðakölkunar í þessum múmíum vegna þess að þjóðin var hvorki veiðimenn né safnarar heldur bjó hún í þorpum á ströndinni og lifði mest á sjávar- afurðum sem innihéldu hátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum. Myndin af bráðu fleygdrepi hefur breyst mikið en hana má rekja langt aftur í tímann. I Biblíunni er fjöldi frásagna sem gætu átt við kransæðasjúk- dóma þótt svo þurfi ekki að vera. Jeremías spá- maður nefnir oft dæmi um slíkt, svo sem um dauða Nabals: „Þá dó hjartað í brjósti honum og hann varð sem steinn." (Fyrri Samúelsbók 25:37) en þessi lýsing þykir benda til þess að hjartveiki hafi orðið Nabal að aldurtila (1). Rannsóknir meinafræðinga og líffærafræðinga á tilvikum fleygdreps í vel varðveittum líkamsleifum benda til þess að hjartadrep hafi fyrirfundist meðal fornra menningarþjóða, samanber kínversku kon- una sem áður var nefnd. Sennilega hefur hjarta- drep þó verið sjaldgæft og einskorðast við þá sem betur máttu sín. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1859, nánar tiltekið 27. september það ár, að sænsku læknarnir P.H. Malmsten og G.W.J. von Diiben birtu nákvæma lýsingu á klínískri meinafræði- og líffærafræði- rannsókn á sjúklingi sem lést úr hjartadrepi. Þessi lýsing þeirra var lengi óþekkt á alþjóðavettvangi, ekki bara af því hún var skrifuð á sænsku og bar titilinn „Tilfelli af ruptura cordis (hjartastopp eða hjartabrestur)" sem var of almennt orðaður til þess að vekja athygli á hjartadrepi. Þó skal á það bent að alþjóðleg skimun á greinum um læknisfræði hófst á 19. öld. Það varð til þess að stytt útgáfa af sjúkdóms- lýsingu Malmsten og von Diiben birtist á þýsku í Preussische Medicinalzeitung (2). Sumar yngri rannsóknir urðu hins vegar gleymskunni að bráð. Hjartadrep var greinilega ekki algengt á þessum tíma eins og sjá má á tölum sem þáverandi for- stjóri Svenska Medicinalstyrelsen, Arthur Engel, kynnti á fundi í Serafim-sjúkraskýlinu í Boden og Falun. Á fjórða áratug 20. aldar gátu liðið mörg ár milli þess sem sjúkdómsgreiningin hjartadrep var gerð á læknastöðinni í Falun sem var nokkuð stór. Ástæðan var ekki vanþekking á hjartadrepi og læknisfræði þess því ritverk Eriks Warburg og Antons Jervell komu út árið 1930 í Danmörku og Mynd 2. Hálsslagœðar úr 3000 ára gamalli egypskri múmíu. Hvíta svæðið í œðaveggnum eru breytingar afvöldum œðakölkunar. Læknablaðið 2004/90 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.