Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 29

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 29
FRÆÐIGREINAR / KRÍLFISKIEITRUN leggjum. Við lungnahlustun voru væg önghljóð og aðeins lengd útöndun. Púls var 105/mínútu, blóð- þrýstingur 130/65 og súrefnismettun 99%. Talið var að um bráðaofnæmi væri að ræða og henni var gefið Solu-Cortef 200 mg, Tavegyl 2 mg og Zantac 50 mg, allt saman í æð. Næstu fimm kukkustundir var hún til eftirlits á bráðamóttök- unni og höfðu einkennin þá horfið en hún fann fyrir slappleika næsta dag. ítarleg ofnæmisrann- sókn mánuði síðar var neikvæð. Umræða Krflfiskieitrun er ein af mörgum þekktum eitrunum sem geta komið upp við neyslu sjávarfangs. Krfl- fiskieitrun minnir verulega á bráðaofnæmi því bæði einkennin og tíminn sem líður frá neyslu matarins þar til einkennin koma fram eru svipuð. Árið 1997 veiktust 94 börn á barnaheimili í Taiwan af völdum krflfiskieitrunar. Einkenna varð vart 40-50 mfnútum eftir neysluna. Algengasta einkennið var roði, eink- um í andliti og á hálsi (95%). Önnur einkenni voru ógleði og uppköst (17%), magaverkur (17%), kláði (4%), höfuðverkur (4%) og niðurgangur (3%) (11). Meðal annarra einkenna sem lýst hefur verið eru mæði, þyngsli fyrir brjósti og málm- eða kryddbragð í munni (12). Histamínmagn í fiski sem neytt var á barnaheimilinu mældist 2104 ppm í hráum fiski og 1980 ppm í soðnum fiski (7). Þótt einkenni krflfiski- eitrunar séu yfirleitt ekki alvarlegs eðlis hefur þó verið lýst alvarlegum truflunum á hjartastarfsemi með langvinnu blóðþrýstingsfalli (13, 14), einkum hjá einstaklingum með undirliggjandi hjartasjúk- dóma. Það er því ástæða til að fylgjast vel með þeim einstaklingum sem eru veikir fyrir þar til einkenni eru gengin yfir. Sem mismunagreining kemur fæðuofnæmi fyrst upp í hugann en aðrir sjúkdómar koma einnig til greina, svo sem bráðaofnæmi, mastfrumnager (mastocytosis), mígreni,krómfíklaæxli (pheochromo- cytoma), serótónínheilkenni (carcinoid syndrome) og intracranial blæðingar. Það sem helst virðist greina einkenni krflfiskieitrunar frá einkennum bráðaofnæmis er samfelldur roði í stað ofsakláða og ofsabjúgs þótt síðarnefndu einkennunum hafi einnig verið lýst (14). Kláði er ekki áberandi ein- kenni, gagnstætt því sem er við bráðaofnæmi, held- ur hiti og brunatilfinning í húðinni (15). Við með- ferð á krflfiskieitrun eru andhistamín í fyrsta sæti en H2 blokkar koma einnig að gagni (15,16). Að öðru leyti er farið eftir klínískum einkennum varðandi meðferðina. Oft nægir þó að fylgjast vel með sjúk- lingnum meðan einkennin ganga yfir. Histamín getur myndast í fiskinum hvenær sem er í vinnsluferlinu, frá því hann veiðist þar til hann hafnar á diski neytandans. Túnfiskur er sérstak- lega viðkvæmur þegar hann er veiddur í heitum sjó og líkamshiti hans er nokkrum stigum hærri en gerist hjá öðrum fisktegundum (17). Eitrunin kemur fyrir við neyslu á hráum fiski, niðursoðnum eða matreiddum með öðrum hætti. Mest er hættan ef hann er frystur og þíddur aftur og aftur. Niðurlag Lýst er histamíneitrun hjá þremur gestum á veit- ingahúsi í Reykjavík ásamt rannsóknum á hista- míninnihaldi í sýnum sem tekin voru úr túnfiski á veitingahúsinu. Einnig er lýst tilfelli þar sem neytt var niðursoðins túnfisks í blöndu af salati. Lýst var helstu einkennum og orsökum fyrir histamín- eitrun sem er kölluð „scombroid“ eitrun vegna þess að hún kemur oft fyrir í fiski af makrflætt (Scombridae). Þegar grunur vaknar um eitrun af þessu tagi er mikilvægt að sjá til þess að sýni séu tekin úr þeim fiski, sem neytt var, ef eitthvað er enn til af honum, til mælingar á magni histamíns. Helmildlr 1. Hughes JM, Potter ME. Scombroid-físh poisoning: From pathogenesis to prevention. N Engl J Med 1991; 324: 766-8. 2. Jóhannsson JH. Heilsuvísir. Læknablaðið 2004; 90: 509. 3. Taylor SL, Stratton JE, Norlee JA. Histamine poisoning (scombroid fish poisoning): an allergy-like intoxication. J Toxicol Clin Tocicol 1989; 27: 225-40. 4. Muller GJ, Lamprecht JH, Barnes JM, De Villiers RV, Honeth BR, Hoffman BA. Scombroid poisoning. Case series of 10 incidents involving 22 patients. S Afr Med J 1992; 81: 427-30. 5. Fleming LE, Washington G. Scombroid fish poisoning. Shoreland's Travel Medicine Monthly 1998; 2:2. 6. Cichy MA, Stegmeier DL, Veening H, Becker HD. High perfor- mance liquid chromatographic separation of biogenic polyamines using 2-(l-pyrenyl)ethyl chloroformate as a new fluorogenic derivatizing reagent. J Chromatography 1993; 613:15-21. 7. Corbin JL, Marsh BH, Peters GA. An improved method for analysis of polyamines in plant tissue by precolumn derivatiza- tion with o-phthalaldehyde and separation by High Performance Liquid Chromatography. Plant Physiol 1989; 90:434-9. 8. Gouygou JP, Sinquin C, Durand P. High Pressure Liquid Chromatography determination of histamine in fish. J. Food Science 1987; 52: 925-7. 9. Sjaastad ÖV, Underdal B. Matvareforgiftning med histamin og andre biogene aminer. Smitsomme sykdommer fra mat. Höyskoleforlaget 1999; 299. 10. Food and Drug Administration. Proposed Rules, Center for Food Safety and Applied Nutrition. Washington DC: FDA; 1994: Publication HFS-401. 11. Wu SF, Chen W. An outbreak of scombroid fish poisoning in a kindergarten. Acta Paediatr Taiwan 2003; 44:297-9. 12. Becker K, Southwick K, Reardon J, Berg R, MacCormack JN. Histamine Poisoning Associated With Eating Tuna Burgers. JAMA 2001; 285:1327-30. 13. Tursi A, Mofeo ME, Cascella MA, Cuccoresa G, Spinazzola AM, Miglietta A. Scombroid syndrome with severe and pro- longed cardiovascular involvement. Recenti Prog Med 2001; 92: 537-9. 14. Grinda JM, Bellefant F, Brivet FG, Carel Y, Deloche A. Biventricular assist device for scombroid poisoning with refrac- tory myocardial dysfunction: A bridge to recovery. Crit Care Med 2004; 32; 1957-9. 15. Kim R. Flushing syndrome due to mahimahi (scombroid fish) poisoning. Arch Dermatol 1979; 115: 963-5. 16. Guss DA. Scombroid fish poisoning: a successful treatment with cimetidine. Undersea Hyperb Med 1998; 25:123-5. 17. Lobez-Dabater EL, Rodriquez-Jeres JJ, Roig-Sagues AX, Mora-Ventura MT. Bacteriological quality of tuna fish destin- ed for canning: effect of tuna handling of presence of histidine formation during controlled decomposition of tuna. J Food Prot 1994; 57: 318-23. Læknablaðið 2005/91 253
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.