Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 40
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Mikilvægt er að vera á varðbergi við hvers kyns sýkingar og bregðast fljótt og ákveðið við þegar grunur um DF vaknar. Einkennin eru helst: Hraður sjúkdómsgangur, mikil almenn sýklablæðiseinkenni, miklir verkir, léleg svörun við meðferð og meiri einkenni en staðbundið útlit sýkta svæðisins gefur tilefni til að ætla. E 14 Alvarleg öndunarbilun (ARDS) meðhöndluð með gervi- lunga knúið af blóðþrýstingi - sjúkratilfelli Sigurbcrgur Kárason', Hrólfur Einarsson', Bjarni Torfason-, Kristinn Sig- valdason1 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, 2hjarta- og lungnaskurð- deild Landspítala Hringbraut skarason@landspitali. is Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að „lungnaverndandi“ önd- unarvélarmeðferð bætir horfur sjúklinga með ARDS. Forðast ber of háan innöndunarþrýsting til að draga úr þrýstings/rúm- málsáverkum (baro/volutrauma) og of lágan útöndunarþrýsting til að hindra samfallsáverka (atelectrauma). Slík öndunarvélar- meðferð samfara alvarlegum lungnasjúkdómi getur leitt til lítill- ar andrýmdar og mikillar hækkunar á koltvísýrlingi (C02) með blóðsýringu í kjölfarið. Hér er lýst meðferð á ARDS með gervi- lunga, knúið af blóðþrýstingi sjúklingsins til að lækka CO,. Aðferðir: Upplýsingar fengnar úr sjúkraskrá. Niðurstöður: Sjúklingurinn var 55 ára gömul kona með sýkla- sóttarlost af völdum klasasýkla og ARDS. Hefðbundin önd- unarvélarmeðferð var hafin strax við innlögn og síðar sama dag meðferð með hátíðniöndunarvél. Atján dögum eftir komu var blóð viðvarandi súrt (pH 7,1) vegna hækkaðs C02 (120 mmHg) og blóðþrýstingur lágur. Var þá hafin meðferð með gervilunga, Novalung® sem tengt var milli náraslagæðar og nárabláæðar án blóðdælu. Við þetta lækkaði C02 úr 110 mmHg niður í 60 mmHg á 15 mínútur og niður í 45 mmHg á 60 mínútur. Blóðþrýstingur hækkaði samstundis og hægt var að lækka verulega öll æðavirk lyf. Gervilungað var aftengt 12 dögum síðar án fylgikvilla og sjúk- lingurinn var þá kominn á hefðbundna öndunarvél. Einungis var þörf á vægri blóðþynningu á meðan meðferð með gervilunganu stóð. Sjúklingurinn var á hægum batavegi þegar hún fékk óvænt heilablæðingu 39 dögum eftir innlögn og lést degi síðar. Umræða: Ástand sjúklings batnaði hratt um leið og gervi- lungað var tengt og leiðréttist blóðsýringin á mjög stuttum tíma. Meðferð með gervilunga án blóðdælu hlýtur að teljast vænlegur kostur við meðferð sjúklinga með einangraða önd- unarbilun. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkri meðferð er beitt á Norðurlöndum. E 15 Þróun slysa í 30 ár Brynjólfur Mogensen Landspítali, Háskóli íslands, Slysavarnaráð brynjolf@landspitali.is Inngangur: Um 55 þúsund manns slasast á hverju ári. Flestir jafna sig en alltof margir slasast mikið og ná ekki fullum bata. Árlegur kostnaður mælist í tugum milljarða. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna þróun slysa í Reykjavík síðastliðin 30 ár. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru gögn allra lögskráðra Reykvíkinga sem komu með áverka eftir slys á slysa- og bráða- deild Landspítala og þeirra sem lögðust inn á árunum 1974 til og með 2003. Tölur eru aldurs- og kynstaðlaðar. Niðurstöður: Á 30 ára tímabili fækkaði mikið slysum og inn- lögnum vegna slysa. Fækkun var 35% hjá körlum og 21% hjá konum. Mest varð fækkun slysa hjá börnum. Fækkun slysa var hjá körlum í öllum aldursflokkum nema hjá 75 ára og eldri, þar var aukning á slysum um 10%. Hjá konum var almennt minni fækkun slysa en hjá körlum og aukning hjá 75 ára og eldri um 28%. Slösuðum körlum í umferðarslysum fækkaði um 2% vegna mikillar fækkunar slysa í aldurshópnum 0-4 ára, eða 61%, 5-14 ára um 55% og hjá 75 ára og eldri 35%. Hjá konum fjölgaði umferðarslysum í heildina um 67% þrátt fyrir mikla fækkun hjá stúlkum 0-4 ára, eða 82%, og 42% hjá 5-14 ára. Á sama tíma hefur orðið mikil aukning á fjölda hálstognana í umferðarslysum hjá báðum kynjum. Innlögnum karla úr öllum slysum fækkaði um 36% en jókst hjá 75 ára og eldri um 43%. Hjá konum varð aðeins 3% fækkun innlagna úr slysum á tímabilinu, aðallega vegna 74% hækkunar hjá 75 ára og eldri. Innlögnum karla og kvenna úr umferðarslysum fækkaði um 50% og ennþá meira hjá börnum 0-14 ára. Ályktun: Jákvæð þróun hefur átt sér stað og slysum hefur fækkað mikið þegar á heildina er litið. Fjölgun slysa hjá elstu borgurunum er áhyggjuefni. Alvarlega slösuðum úr umferðar- slysum hefur fækkað um helming hjá konum og körlum en lítið slösuðum hefur fjölgað, aðallega vegna hálstognunar. Slysum barna hefur fækkað mest, og þá sérstaklega alvarlega slösuðum börnum í umferðinni. E 16 Smásjáraðgerðir vegna brjóskloss í mjóbaki. Árangur fyrstu aðgerða á heila- og taugaskurðdeild - 20 ára eftirfylgni Margrét Jcnxdóttir. Bjarni Hannesson, Kristinn Guðmundsson, Garðar Guðmundsson Heila- og taugaskurðdeild, Landspítala Fossvogi margjens@landspitali. is Inngangur: Fyrstu smásjáraðgerðir við brjósklosi í mjóbaki voru framkvæmdar á íslandi 1981 en þessi aðgerðartækni telst nú hefðbundin skurðmeðferð við brjósklosi. Niðurstöður úr rann- sóknum á árangri þessara aðgerða eru mjög misjafnar og fáar rannsóknir byggja á meira en 10 ára eftirliti. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna langtímaárangur þessara aðgerða. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúk- lingum sem gengust undir smásjáraðgerð frá 1. júní 1981 til 31. desember 1984. Árangur var metinn út frá tíðni endurkomu sjúkdóms, hæfni til vinnu og ánægju sjúklings. Spurningalistar voru sendir til þátttakenda og þeim fylgt eftir með símaviðtali auk þess sem farið var yfir sjúkraskrár. Niðurstöður: 170 sjúklingar gengust undir aðgerð á tímabilinu og tóku 134 (78,8%) þátt í rannsókninni. Ábending fyrir aðgerð: bakverkur með rótarverk 80,6%, rótarverkur 14,9%, bakverkur 264 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.