Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla I. Algengi helstu geðlyfjaflokka meðal 70 ára og eldri á íslandi árið 2006. Hlutfallsleg áhætta (RR) eftir kyni með samsvarandi 95% öryggisbilum (Cl). ATC-flokkur Lyfjaflokkur KK* KVK RR 95% Cl N06A Þunglyndislyf (antidepressiva) 18,4% 28,8% 1,56 (1,49-1,64) N05A Geðrofslyf (neuroleptica) 4,5% 5,9% 1,33 (1,19-1,49) N05B Kvíðastillandi lyf (anxiolytica) 16,2% 26,2% 1,62 (1,54-1,70) N05C Svefnlyf (hypnotica) 33,4% 49,0% 1,46 (1,42-1,51) N05B og/eða N05C Kvíðastillandi lyf og/eða svefnlyf 40,3% 58,5% 1,45 (1,41-1,49) N05 og/eða N06A Einhver ofantalinna geölyfja 46,8% 65,5% 1,40 (1,37-1,43) *Karlar sem viómiöunarhópur. frá og með 1. október til og með 31. desember árið 2006. Val tímabilsins miðaði að því að niðurstöður myndu ekki raskast vegna mögulegs fráviks í lyfjaávísun lækna yfir sumarleyfistímann. Hlutfallsleg áhætta (relutive risk, RR), með 95% öryggisbil (95% CT), var reiknuð til að meta kynjamun geðlyfjanotkunar í rannsóknarþýði. Einnig voru hlutfallslegar (95% CI) líkur á notkun geðlyfja reiknaðar fyrir 70-74 ára íslendinga með Dani á sama aldri sem viðmið. Við útreikninga og gerð mynda var notast við Excel-töflureikni. Öll gögn voru dulkóðuð og ópersónugreinanleg áður en vinnsla þeirra hófst. Vísindasiðanefnd veitti leyfi til rartnsókn- arinnar (tilvísunarnúmer VSNb2007110012/03- 15). Vinnsla persónuupplýsinga um lyfjanotkun var jafnframt tilkynnt Persónuvernd. Niðurstöður Utleystar lyfjaávísanir á Islandi árið 2006 voru alls 2.460.988. Rannsóknarþýðið, 70 ára og eldri utan stofnana, var 8,6% af heildarmannfjölda ársins og leysti út 719.051 lyfjaávísanir, eða 29,2%. Tæplega fjórðungur (23,7%) allra útleystra lyfjaávísana fyrir 70 ára og eldri árið 2006 voru á geðlyf (N05A, N05B, N05C, N06A). Á mynd 1 sést aldursdreifing þeirra sem not- uðu geðlyf á Islandi árið 2006. Algengi hækkaði með aldri og var 11,3% hjá ungu fólki (20-24 ára), 24,1% hjá miðaldra fólki (45-49 ára), 49,4% hjá yngsta aldurshópi aldraðra (70-74 ára) og 85,6% í elsta aldurshópnum (95 ára og eldri). Aldurstengd aukning á algengi geðlyfjanotkunar var mest áber- andi fyrir kvíðastillandi lyf og svefnlyf. Marktækur kynjamunur var á notkun geðlyfja í rannsóknarþýðinu. Algengi geðlyfjanotkunar (N05A, N05B, N05C eða N06A) var 65,5% fyrir konur og 46,8% fyrir karla. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja (N05B eða N05C), en 58,5% kvenna og 40,3% karla leystu út lyf í þessum flokkum (tafla I). Tafla II sýnir notkun á mismunandi teg- undum lyfja innan hvers geðlyfjaflokks. I flokki kvíðastillandi- og svefnlyfja (N05B og N05C) var notkun nýrri skammverkandi svefnlyfja (zópiklón og zolpidem) algengust. Sérhæfðir serótónín- endurupptökuhemlar (SSRI) voru algengastir í flokki þunglyndislyfja (N06A) og fentíazín í flokki geðrofslyfja (N05A). Notkun einstakra lyfja innan hvers geðlyfja- flokks er sýnd á myndum 2a og 2b. Af einstökum geðlyfjum var svefnlyfið zópíklón mest notað, bæði meðal kvenna (35,5%) og karla (24,3%). Athugun á fjölgeðlyfjanotkun rannsóknarþýðis leiddi í ljós að á þriggja mánaða tímabili, 1. októ- ber til 31. desember árið 2006, leystu 8,5% kvenna og 4,4% karla út þrjú eða fleiri mismunandi geðlyf úr flokkunum N05A, N05B, N05C og N6A. Hlutfallslegur munur geðlyfjanotkunar eftir lyfjaflokkum á íslandi og í Danmörku meðal 70- 74 ára er sýndur í töflu III. Algengi geðlyfjanotk- unar meðal 70-74 ára var hærra á Islandi og er munurinn 1,5- til 2,5-faldur. Mestur munur var á svefnlyfjanotkun þessa aldurshóps en 2,5 sinnum fleiri íslendingar leystu út svefnlyf árið 2006 en í Danmörku sama ár (RR 2,47; 95 % CI: 2,40 - 2,54). Tafla II. Algengi helstu undirflokka geðfyfja meðal 70 ára og eldri á íslandi árið 2006. Fjöldi notenda á hverja 100 íbúa utan stofnana (%>). Lyfjaflokkur Algengi (%) ATC Þunglyndislyf (N06A) KK KVK N06AA Ósérhæfðir mónóamín endurupptökuhemlar (TCA) 3,9% 8,6% N06AB Sérhæfðir sérótónín endurupptökuhemlar (SSRI) 11,5% 16,8% N06AX Serótónín-noradrenalín endurupptökuhemlar (SNRI) og önnur þunglyndislyf 5,8% 9,0% Geðrofslyf (N05A) N05AA Fentíazín með alífatíska hlióarkeðju 1,5% 1,8% N05AB Fentiazín meö píperazínhring í hliðarkeðju 0,6% 1,0% N05AH Díazepín, oxazeín og tíazepín 0,9% 1,3% N05AX Önnur geðrofslyf (aðallega risperídon) 0,9% 1,1% Kvíðastillandi lyf og svefnlyf (N05B og N05C) N05BA Benzódíazepínafbrigði 15,0% 25,2% N05BB Dífenýlmetanafbrigði 1,6% 1,5% N05CD Benzódíazepínafleiður 6,8% 9,0% N05CF Benzódíazepín og skyld lyf 28,8% 42,7% LÆKNAblaðið 2009/95 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.