Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR Styrmir Sævarsson1 doktorsnemi í sálfræði Árni Kristjánsson2’3 dósent í sálfræði Haukur Hjaltason4-5 taugalæknir Lykilorð: gaumstol, athygli, sjónskynjun, staðsetning heila- skemmda, kenningar, meðferð. 1Taugasálfræðideild háskól- ans í Freiburg, Þýskalandi, 2sálfræðideild HÍ, 3lnstitute of Cognitive Neuroscience, University College London, 4taugadeild Landspítala, 5læknadeild HÍ. Fyrirspurnir beinist til Styrmis Sævarssonar: saevarsson@daad-alumni. de YFIRLITSGREIN Gaumstol Orsakir, taugalíffærafræðileg staðsetning, kenningar og meðferð Ágrip Gaumstol er skynröskun í kjölfar heilaskemmda, oftast vegna heilablóðfalls og lýsir sér að jafnaði þannig að sjúklingur tekur ekki eftir eða bregst ekki við því sem á sér stað til vinstri. Þetta getur komið fram í því að sjúklingur les aðeins hægri helming orðs eða setninga, lítur til hægri þegar einhver gengur framhjá vinstra megin við hann, eða borðar einungis af hægri helmingi disks síns. Gaumstol má oftast rekja til skemmda í neðri hluta hvirfilblaðs, á mótum hnakka- og gagnaugablaðs, eða í efstu gagnaugablaðsfellingu. Ýmsar kenning- ar hafa verið settar fram til skýringar á gaumstoli og í þeim flestum er gert ráð fyrir að um einhvers konar truflun á athygliskerfum sé að ræða. Aukinn skilningur á eðli gaumstols hefur virkað sem hvati að þróun meðferðarleiða þar sem strendings- aðlögun hefur vakið hvað mesta athygli á síðustu árum. Hér verður fjallað um heilaskemmdir, kenn- ingar og meðferðarúrræði gaumstols. Inngangur Gaumstol (e. hemispatial neglect) er alvarleg trufl- un á hegðun og hugarstarfi sem mikilvægt er að skilja og meðhöndla. í fyrri grein1 var fjallað um einkenni, tíðni og greiningu hennar og batahorfur sjúklinga. Hér verður fjallað um heilaskemmdir sem leiða til gaumstols, um kenningar, meðferð- arúrræði ásamt framtíðaráherslum í meðferð þess. Reynt hefur verið að gera umfjöllunina hagnýta og byggist hún meðal annars á klínískri reynslu höfunda. Megineinkenni gaumstols eru þau að sjúkling- ar eiga í erfiðleikum með að taka eftir, bregðast við og gefa áreitum gaum sem birtast í vinstra skynsviði eftir skemmdir í hægra heilahveli, án þess að einkenni megi rekja til skemmda í skyn- og hreyfisvæðum heila.2 Þar af leiðandi kvarta gaum- stolssjúklingar að jafnaði ekki yfir því að hafa ekki tekið eftir einhverju. Meðal fyrstu lýsinga á gaumstoli er lýsing Hughlings Jacksons árið 1876 á sjúklingi með skemmdir í gagnaugablaðsfellingum (e. temporal gyrus) í hægra heilahveli. Sjúklingurinn las ekki vinstri hluta orða og byrjaði lestur sinn á hægri helmingi blaðsíðu. Þótt gaumstol birtist í ýmsum myndum3'5 eiga þær það sameiginlegt að sjúkling- ar gera sér að jafnaði illa grein fyrir því.6 Algengasta orsök gaumstols er vefjadrep í hægra heilahveli, vegna heilablóðfalls á nær- ingarsvæði hægri miðhjarnaslagæðar (e. right a. cerebri mediaf). Aðrar orsakir eru meðal annars heilaæxli og heilaskaðar af völdum áverka.8- 9 Tímabundin gaumstolseinkenni geta jafnframt komið fram eftir flog.10 Einkenni gaumstols eru sterkari og þrálát- ari þegar skaðinn er í hægra heilahveli en í því vinstra.11-12 Hins vegar liggur ekki nákvæmlega fyrir hvaða heilasvæði þurfa að skaddast til þess að gaumstolseinkenni komi fram. Óvissuna má meðal annars rekja til mismunandi útbreiðslu heilaskemmda hjá sjúklingum ásamt því að starfsemi óskemmdra svæða getur raskast vegna truflunar á virkni svæða sem vinna saman. Auk þess geta heilaskemmdir, æxli og heilabjúgur kallað fram mismunandi einkenni þótt um sömu svæðin sé að ræða. Taugalíffærafræði gaumstols Rannsóknir með starfrænni segulómmyndun (e. functional magnetic resonance imaging) hafa leitt í ljós að heilaskemmdir gaumstolssjúklinga ná meðal annars til svæða sem hvað sterkast tengjast athygli.1317 Slíkar rannsóknir á stórum hópum sjúklinga benda til þess að skemmdir á neðri hvirfilblaði (e. inferior parietal lobe, IPL), á mótum gagnauga- og hvirfilsblaðs (e. temporo-parietal junction, TPJ)18 eða skemmdir á efri hluta gagn- augablaðsfellingar (e. superior temporal gxjri, STG)19- 20 leiði til gaumstols. Hins vegar hefur ekki tekist að komast að óyggjandi niðurstöðu um hvaða svæði þurfi nauðsynlega að skemmast til þess að gaumstol komi fram.18- 21 Mismunandi aðferðir við mat á gaumstoli í þessum rannsóknum geta að hluta útskýrt misræmi í niðurstöðum.22 Auk þess eru vísbendingar um að skemmdir á öðrum svæðum, svo sem á ennisblaði23 og grunnhnoðum (e. basal ganglia)u geti einnig leitt til gaumstols. LÆKNAblaðið 2009/95 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.