Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 4
siggaogtimo.is Hvítagull og demantar veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Strekkingur og rigning hér og þar S- og a-til, heldur hlýnandi. höfuðborgarSvæðið: Lítisháttar rigning með köfLum. allhvaSS af a. væta, einkum a-landS. höfuðborgarSvæðið: DáLítiL væta annað veifið. miLt. hægari vindur, milt og rigning hér og þar. höfuðborgarSvæðið: Þurrt framan af, en síðan rigning. Strekkingur og að mestu frostlaust við eigum von á einhverri vætu um helgina í flestum landshlutum, einkum seinnipartinn á laugardag og sunnu- dag. Einn af kostum rigningar er að þá er von til þess að óloftið yfir landinu hreinsist og brennisteins- samböndin skolist úr með rigningunni. Líklega verður alveg frostlaust á láglendi fram yfir helgi og hitinn þetta 4 til 6 stig. Einnig þítt víðast á fjallvegum. 6 3 3 4 5 7 5 4 4 6 5 4 4 5 6 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Jón flytur til Texas Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, flytur til Houston í Texas með fjölskyldu sinni eftir áramót. Jón mun dvelja við stofnun á vegum Rice- háskólans fram á vor hið minnsta. „Held að þetta gæti verið upphafið að einhverju mjög athyglisverðu ævintýri,“ segir Jón. 25.000.000 króna þarf Forlagið ehf. að greiða í sekt vegna brots á samkeppnislögum. Hér- aðsdómur staðfesti í vikunni ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. 42 ár eru síðan öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð var komið á laggirnar. Öld- ungadeildin verður lögð niður um ára- mót vegna þverrandi aðsóknar og þess að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum til stúdentsefna eldri en 25 í frumvarpi til fjárlaga. Þegar mest lét stunduðu um 700 manns nám við öldungadeildina en undir það síðasta aðeins nokkrir tugir. Sölvi Tryggva og Strákarnir okkar „Hugmyndin mín var að fylgja liðinu í gegnum undankeppnina og ná öllum þessum hliðarvinklum sem ég held að fólk átti sig ekki á,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem vinnur að heimildarmynd um leið íslenska fótboltalands- liðsins á EM í Frakklandi 2016. „Ég er byrjaður að skjóta efni en ég er að vinna í fjármögnun á myndinni. Þetta er allt á fyrstu stigum,“ segir Sölvi. 1.289 blaðsíður af gögnum og 15 tölvudiskar liggja fyrir í SPRON-málinu sem þingfest var í Héraðdsómi Reykjavíkur í vikunni. Í málinu er ákært fyrir umboðs- svik. Meðal ákærðra er Rann- veig Rist, for stjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 18 milljónir króna fær Baldvin Jónsson á ári frá íslenska ríkinu til markaðssetningar íslenskra matvæla í Bandaríkjunum. Samkvæmt DV hefur hann fengið um 400 milljónir króna frá ríkissjóði á síðustu tveimur áratugum.  vikan sem var Þ að er afar mikilvægt að grípa inn í á fyrstu stigum hjá vefjagigtarsjúklingum því þá getum við miklu betur snú- ið ferlinu við. Annars er hættan sú að fólk sigli bara í örorku. Það er því ótvíræður ávinningur af því að auka fjárveitingar til okkar því þær munu skila sér í lægri kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið á móti,“ segir Sig- rún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari hjá Þraut ehf – miðstöð vefjagigtar. Sigrún er ósátt við að fólk sem þjáist af vefjagigt fái ekki viðunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu sökum fjársveltis. Hún segir vefjagigtar- sjúklinga vera hornreku í kerfinu og njóti ekki sanngirni í meðferð- arúrræðum í samanburði við aðra sjúklingahópa. „Mér f innst stundum eins og viðhorfið sé að þetta sé eitthvert dek- urverkefni en þetta er háalvarlegt þjóðfélags- vandamál.“ Þraut ehf. var stofnað fyrir fjórum árum en árið 2011 samþykkt i vel - ferðarráðuneytið 30 milljón króna f járveitingu til tilraunarekst- urs á þessu sér- hæfðu úrræði fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúk- dóma. Nú eru 650 manns á biðlista eftir meðferð en 220 manns komast að á hverju ári í greiningu og endurhæf- ingarmat hjá Þraut. Helm- ingur þess hóps fer svo í 8 -16 vikna endurhæf- ingu og hluti hópsins kemur aftur í sex mánaða endurmat. „Það hefur verið vaxandi eftir- spurn eftir þjónustu á þessum þrem- ur árum en við höfum ekki bolmagn til að auka hana þó við gjarnan vild- um, til þess skortir fjármagn. Við tókum saman starfsemistölur fyrr á árinu fyrir velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands sem sýna ótvírætt að starfsemi Þrautar er fjárhagslega afar hagstæð fyrir ríkið og að sparnaður velferðarkerf- isins er mikill,“ segir Sigrún sem reynt hefur að óska eftir auknu fjár- magni til starfseminnar. „Við fáum bara skilaboð um að ekki fáist meira fjármagn. Við erum ekki að tala um stórar fjárhæðir og getum engan veginn skilið svona „sparn- að“. Ég hef að vísu fengið vilyrði fyrir fundi með velferðarráðherra en ég hef ekki fengið boð um hvar eða hvenær.“ Sigrún segir að það sé sárt að horfa upp á þennan sjúklingahóp settan út í horn. „Hvaða sann- girni er í því að það séu t.d. settar 500 milljónir í rekstur Háholts til þriggja ára fyrir 2-3 einstaklinga en að Þraut fái 32 milljónir á ári fyrir 220 einstaklinga?“ spyr hún. Sigrún segir að samkvæmt út- tekt frá 2008 sé vefjagigt sterkur orsakavaldur í örorku a.m.k. 22% kvenna á Íslandi. Afar mikilvægt sé að greina vefjagigtina snemma til að fólk geti lifað við ásættanleg lífs- gæði og haldið starfsorku. „Meðal- aldur þeirra sem leita til okkar er 45 ár en alls hafa 162 undir þrítugu leitað til okkar. Ein af aðal ástæðum þess að fólk með vefjagigt lendir á örorku er að það veikist ungt en fær ekki viðeigandi meðferð og heilsu þess hrakar þangað til það hefur misst starfsgetuna.“ Hún hvetur til aukinna forvarna. „Vefjagigt er dýr póstur fyrir vel- ferðarkerfið út af þessu háa örorku- stigi. Það sem við eyðum í forvarnir skilar sér margfalt í kassann. Allar rannsóknir sýna að þetta er ótrú- lega kostnaðarsamur sjúklinga- hópur í heilbrigðiskerfinu. Þessir sjúklingar fara til að mynda oft á bráðamóttöku út af ýmsum ein- kennum sem það þekkir ekki. Við kennum þeim að bregðast við og þekkja einkenni sjúkdómsins og drögum þannig úr komum á heil- brigðisstofnanir. Það minnkar strax kostnaðinn og dregur úr álagi ann- ars staðar í heilbrigðiskerfinu.“ höskuldur daði magnússon  Heilbrigðismál Óviðunandi ÞjÓnusta við veFjagigtarsjúklinga Segir fólk með vefjagigt hornreku heilbrigðiskerfis Sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í meðferð vefjagigtarsjúklinga segir þá ekki njóta sanngirni í meðferðarúrræðum í samanburði við aðra sjúklingahópa. Aukið fjármagn til meðferðarinnar myndi leiða til sparnaðar annars staðar í kerfinu. Hún furðar sig á að 500 milljónum sé varið í 2-3 sjúklinga í Háholti meðan 32 milljónir séu veittar til meðferðar 220 vefjagigtarsjúklinga. Sigrún Baldurs- dóttir, sjúkra- þjálfari hjá Þraut, er ósátt við að fólk með vefjagigt fái ekki viðunandi þjónustu í heil- brigðiskerfinu vegna fjárskorts. Ljósmynd/ Hari 4 fréttir Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.