Vísbending


Vísbending - 15.03.2010, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.03.2010, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 1 0 . t b l . 2 0 1 0 3 framhald á bls. 4 Mynd 3: Hagvöxtur í Evrópu árið 2009Mynd 2. Skuldir hins opin- bera í Evrópuríkjum í árslok 2008 land sem eru grænu svæðin í Evrópu. Eng- inn hefði getað sagt fyrir um það á þess- um tíma að þessi lönd ættu eftir að verða eftirbátar hinna aðeins fimm árum seinna. Og ekki bara eftirbátar heldur að í þessum löndum ríkti kreppuástand sem kallaði á fjölþjóðlegt björgunarlið. Líklega gerðist það sama í flestum ríkjanna. Laun hækkuðu meira en inn- stæða var fyrir. Reynslan bendir til þess að lífskjör megi bæta um 1,0 til 1,5% á ári í frjálsum ríkjum. Á Íslandi var kaupmátt- araukning á milli þrjú og fimm prósent á ári. Slíkt stenst í skamman tíma sem leið- rétting, en til lengdar er það ekki raun- hæft. Svipað gerðist í flestum hinna land- anna sem hér eru nefnd. Þensla var svo mikil að hagkerfið brast. Þó er athyglisvert að í Eystrasaltslöndunum hafa skuldir hins opinbera ekki verið mjög miklar. Þar eins og hér á landi var það fyrst og fremst einkageirinn sem brást. Grikkir höfðu allan tímann sérstöðu að því leyti að skuldir ríkisins voru mjög miklar og ofan á það beittu þeir brellum eins og rakið var nýlega í Vísbendingu (sjá 6. tbl.). Mynd 2 sýnir að þeir voru í árslok 2008 næstskuldugastir Evrópuþjóða ef litið var á opinberar skuldir. Ofan á þetta koma svo skuldir vegna eftirlauna almannatrygg- inga, en þau eru víðast hvar fjármögnuð af ríkinu, ólíkt því sem er á Íslandi þar sem stór hluti lífeyris er greiddur gegnum líf- eyrissjóði. Ítalir, Belgar og Ungverjar eru líka vel yfir 60% mörkunum og staða flestra þjóða hefur versnað mikið á því rúma ári sem liðið er. Á mynd 3 er svo sýnt hvernig hagvöxt- urinn var á nýliðnu ári. Þar er eins og lita- spjaldinu hafi verið snúið við. Þær þjóðir sem áður blómstruðu eru nú eftirbátar hinna, en þess er þó að geta að í öllum löndum dróst landsfarmleiðslan saman. Það virðist því enn einu sinni komið á daginn, að ef eitthvað virðist vera of gott til þess að vera satt, þá er það líklega svo. Í flokki með svínunum Þau lönd á evrusvæðinu sem verst standa eru talin vera Portúgal, Írland, Ítalía, Grikkland og Spánn. Einhver sniðugur hefur sett á þau samheitið PIIGS með við- eigandi hugsunartengslum við svínaklúbb. Íslendingar vita að hér á landi hefur verið mjög erfitt að hafa hemil á launahækk- unum. Jafnvel þó að allir skilji að landið er að þrotum komið, krefjast þær stéttir sem geta nýtt sér stöðu sína þess að fá miklar launahækkanir. Varnir eru veikar. Hvað þá þegar allt virðist leika í lyndi? Aðilar vinnumarkaðarins semja um hækkanir sem þeir vita að engin innstæða er fyrir á sama tíma og fyrirtæki verða að segja upp fólki vegna rekstrarerfiðleika. Einmitt þetta er það sem gerðist í svínaklúbbnum. Íslendingar eru ekki sokknir á botninn þegar þeir fara að hegða sér ábyrgðarlaust á ný. Auk þessa er rétt að undirstrika að stór hluti hagvaxtar á Íslandi undanfarin ár er vegna þess að hingað til lands hefur flutt stór hópur útlendinga. Landsframleiðsla á mann hefur minnkað, en það þýðir að samkeppnishæfnin hefur orðið minni ár frá ári. Það liggur minna eftir hvern og einn. Upptalningin hér að framan sýnir að það er engan veginn sjálfgefið að Íslend- ingar hefðu losnað við kreppuna, ef þeir hefðu verið innan Evrópusambandsins. Evran sjálf hefði að vísu tryggt að skuldir einstaklinga og fyrirtækja hefðu ekki tvö- faldast í einu vetfangi. En þátttaka í slíku samstarfi krefst aga og það er alls ekki víst að Íslendingar hefðu beygt sig undir hann fremur en Írar eða Grikkir. Þegar nú er talað um afarkosti Evrópusambandsins gagnvart Grikkjum er einungis átt við að þeir verði að gæta þess að eyða ekki um- fram efni. Það sama gildir um „ógnar- áætlun“ AGS á Íslandi. Auðvitað má laga áætlunina, en í grunninn er hún eina skynsamlega tillagan sem komið hefur til langtímalausnar á vandanum. Grikkir fá hjálp Margir andstæðingar Evrópusambandsins hafa glaðst yfir því að í Grikklandi er nú barist á götum vegna þess að ríkið ætlar nú loksins að draga saman seglin. Meðan Eistland Lúxemborg Rúmenía Búlgaría Litháen Lettland Slóvenía Slóvakía Tékkland Danmörk Króatía Finnland Svíþjóð Tyrkland Spánn Írland Pólland Kýpur Noregur Bretland Ísland Holland Austurríki Malta Þýskaland Portúgal Frakkland Ungverjaland Belgía Grikkland Ítalía Heimild: Eurostat.com Álfan skiptir litum. Heimild: Eurostat.com

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.