Vísbending


Vísbending - 25.03.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.03.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 2 T B L 2 0 1 3 tókst að koma verðbólgu niður úr tugum prósenta á ári niður í um 2,5% að meðaltali árin 1992-1999. Í fimm ár af þessum átta var árshraði verðbólgunnar undir núverandi verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þessu tímabili fylgdi framan af ágætur hagvöxtur og jöfn og stöðug kaupmáttaraukning. Á þensluskeiði árin 1997-2000 missti þjóðin tökin að nýju. Ójafnvægi myndaðist í efnahagslífinu með aukinni Ný peningamálastefna er forsenda efnahagslegs stöðugleika Mynd 1: Tólf mánaða breyting á gengi krónunnar og evrunnar 1993-2013 Mynd 2: Þróun launa, verðlags og kaupmáttar 1990-2013 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Töluverður ágreiningur hefur verið um það undanfarin ár hvernig haga skuli fyrirkomulagi peningamála hér á landi til framtíðar. Tekist hefur verið á um þrjá meginkosti: Inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru, einhliða upptöku annars gjaldmiðils eða sjálfstæða en endurskoðaða peningamálastjórn með krónu. Ljóst er að breytinga er þörf í þessum efnum og um það eru flestir sammála, óháð því hvaða leiðir menn kjósa að fara. Eftir áralangan ágreining stöndum við samt enn andspænis sömu vandamálum og áður. Gengissveiflurnar eru litlu minni nú en áður, verðbólga langt yfir ásættanlegum mörkum og enn semja menn um launahækkanir sem ekki samrýmast verðstöðugleika til lengri tíma litið. – Þjóðin er föst í víxlhækkunum launa og verðlags. Sama leið í upphafi Ef nánar er litið á þær leiðir sem helst eru nefndar í peningamálastjórn landsins má samt sjá að þær eiga ýmislegt sameiginlegt. Upptaka evru eða annars gjaldmiðils er fastgengisstefna, en það á líka við um þær leiðir sem helstar hafa verið nefndar í tengslum við breytta peningamálastjórn með krónu, myntráð eða gengismarkmið. Þessar leiðir krefjast allar þess sama af hagstjórninni, nefnilega að vextir og verðbólga séu innan skilgreindra vikmarka miðað við það myntsvæði sem fastengisstefnan tengist; aga sé gætt í opinberum fjármálum og hagstjórnin styðji vel við gengismarkmiðið. Sú vegferð sem leggja þarf í er því að stærstum hluta sú sama, þó svo menn greini á um endanlegan áfangastað. Að ætla ekkert að hafast að, fyrr en endanleg niðurstaða í því karpi liggur fyrir, er ámóta skynsamlegt og að sitja í bíl á bensínstöð á Ártúnshöfða og neita að leggja af stað, fyrr en farþegar komi sér saman um hvort haldið skuli til Akureyrar eða Húsavíkur. Ef fastgengisstefna er sú leið sem við teljum skynsamlegast að fara, er kominn tími til þess að halda af stað. Þær áskoranir sem blasa við okkur í þeim efnum eru þær sömu og óháð öllu öðru verðum við að sigrast á þeim, ætlum við að eiga von um að ná hér sæmilegum efnahagslegum stöðugleika. Um þessar áskoranir vil ég fjalla stuttlega hér að neðan. Verðbólgan Með þjóðarsáttarsamningunum 1990 tókst að stemma stigu við óðaverðbólgu sem geisað hafði. Á skömmum tíma Sýnd er tólf mánaða breyting á gengi krónu gagnvart evru (ECU áður en evra var tekin upp) og samsvarandi breyting evrunnar gagnvart viðskiptavog. Heimild: Seðlabanki Íslands og ECB. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitölur stilltar á 100 árið 1990.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.