Vísbending


Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 0 t b l 2 0 1 3 1 Friðhelgi einkalífsins er dauð! 29. júlí 2013 30. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Uppljóstranir Snowdens hafa vakið athygli á hve auðvelt er að brjóta á friðhelgi einkalífsins. Íslendingar eru of feitir en eru kannski ekki feitastir í Evrópu nema í speglinum. Árangur þekkingar- stjórnunar er talsverður og umhugsunarverður fyrir íslensk fyrirtæki. Lánshæfisstofnanir eru ekki réttlátir dómarar og hafa meiri völd en Íslendingar myndu kjósa. 1 32 4 Gamli sveitasíminn var merki leg-u r. Bændur gátu hringt á milli bæja en allir aðrir sveitungar gátu hlustað á samtalið ef þeir bara tóku upp tólið og héldu í sér andanum. Það var saga til næsta bæjar. Þó að bændur töluðu all- frjálslega vissu þeir að einhver gæti verið á línunni að hlusta. Nú er öldin önnur. Uppljóstrarinn Uppljóstrarinn og flautarinn (whisle blower) Edward Snowden vakti athygli á því að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) stundaði rafrænar njósnir. Umfang þessara njósna hefur smám saman verið að koma betur í ljós. Breska fréttablaðið Guardian hefur m.a. fjallað um hugbúnaðinn X-Keyscore sem gerir NSA mögulegt að fylgjast með öllu því sem fólk gerir á netinu. Tölvu- póstsamskipti, leitarsaga á netinu, tjatt, myndir o.s.frv. eru aðgengileg NSA. Þetta ætti að vera versta martröð hvers og eins sem er annt um friðhelgi einkalífsins og trúir því að opinberir aðilar hafi engan rétt á slíkum gögnum nema við sérstök skilyrði sem varða sakamál og hryðjuverk. Edward Snowden hefur verið hundeltur af bandarísku leyniþjónustunni síðan hann ljóstraði þessu upp og þurfti Sak- sóknari Bandaríkjanna sérstaklega að lýsa því yfir að þeir myndu ekki sækjast eftir dauðarefsingu yfir Snowden og í bréfi til stjórnvalda í Rússlandi, að Snowden yrði ekki pyntaður í Bandaríkjunum Upp- ljóstranir Snowdens skipta ekki einungis Bandaríkjamenn máli heldur alla sem nota netið með einum eða öðrum hætti. Tæknibreytingar Tæknin tekur svo örri þróun að fæstir átta sig á þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Tölvur verða öflugri, upplýs- ingar aðgengilegri og kostnaður lækkar hratt. Unglingar í dag eru með öflugri tölv u og upplýsingatækni í sím anum sín- um en stærstu fyrirtæki og stjórnvöld höfðu yfir að ráða fyrir tuttugu árum síðan, fyrir einungis brot af kostnaðinum. Fyrir tíu árum var Facebook rétt að opna fyrir þjónustuna. Apple kynnti iPhone til sögunnar 2007 sem greiddi götu fjórðu kynslóð farsíma og iPad árið 2010 sem opnaði markaðinn fyrir spjaldtölvur. Ný tækni er í auknum mæli orðin hluti af daglegum veruleika. Tækni leiðir líka af sér tækni þar sem ein nýjung opnar möguleika fyrir aðra. Þannig hafa símar með öfluga tölvu og spjaldtölvur sem eru svo léttar að það er hægt að taka þær hvert sem er opnað nýja markaði en nýlega spáði ráðgjafarfyrirtækið McKinsey (sjá 28. tbl. Vísbendingar) að far-internetið og internet hluta myndu verða mestu vaxtar- broddarnir hvað verðmætasköpun varðar á næstu tíu árum. Vandamálið við aukna tækni er að lík ur aukast að hægt sé að safna per- sónu upplýsingum sem var erfitt áður. Tæknin er nú til staðar sem getur stað- sett einstaklinginn og rakið ferðir hans. Tæknin er til sem getur fundið allt sem þessi einstaklingur hefur skrifað opinberlega og jafnvel í einkaskilaboðum eða tölvupósti. Tæknin er til sem getur séð við hverja einstaklingurinn hefur samband, hverjum hann tilheyrir eða hvaða vini hann á. Tæknin er til sem getur fylgst með neyslu einstaklinga og fjármálum. Það sem meira er, þær upp lýsingar sem þegar eru til geta gert markaðsfræðingum, félagsfræðingum og sálfræðingum mögulegt að vita hvernig einstaklingur hugsar, hvað honum líkar og hvað hann kýs, hvaða ákvarðanir hann er líklegur til að taka og hvernig hann mun hegða sér. Þeim mun fleiri tölvur og tæki og hugbúnaður sem hjálpar fólki, þeim mun meiri upplýsingar. Þeim mun meiri upplýsingar, því minna verður frávikið. Og þeim mun lægri kostnaður við tækni, því almennara verður aðgengið að þessum upplýsingum. Opinberar persónur Opinberar persónur eins og kvik-myndas tjörnur, tónlistarmenn og jafnvel stjórnmálamenn hafa lengi þurft að sætta sig við að setið sé um líf þeirra af ljósmyndurum og fréttafólki. Nú er hver einasti maður með síma mögulegur frétta- miðill. Þetta fólk hefur í flestum tilvikum áttað sig á að líf þeirra er meira eða minna fyrir opnum tjöldum. Sumum er þetta ofviða, aðrir spila á þetta til þess að auð- gast og uppfylla drauma sína. Hugsanlega þurfa fleiri en „stjörnur“ að fara sætta sig við að líf þeirra verður fyrir opnum tjöld- um og aðgengilegt hverjum sem vill. Á aðra höndina er þetta svört fram- tíðarsýn, allavega fyrir þá sem er annt um friðhelgina. Á hina höndina er þetta tækifæri. Þetta er tækifæri fyrir einstaklinginn sem vill skilvirkara og betra líf en fyrirtæki eins og Google og önnur markaðsfyrirtæki hafa bent á að því meira sem þau vita um einstaklinginn því betur geta þau þjónað honum. Þegar hafa verið hannaðar viðskiptahugmyndir sem hjálpa fólki að velja mat sem er takt við lífsstíl og áætlanir, sem og heilsu og persónulegan smekk, lyf sem eru sérhönnuð að þörf- um einstaklinga, sjónvarpsefni sem hæfir hverri stund og félagsskap o.s.frv. Einungis sérsniðið fréttaefni og afþreying gæti sparað fólki klukkustundir á dag og gert það betur að sér í því sem skiptir það máli. Það er ekkert annað en bylting að eiga sér stað hvað varðar sérsniðinn og betri lífsstíl. Saga til næsta bæjar Edward Snowden gerði heimsbyggð-inni mikinn greiða með því að vekja athygli á því að það eru aðilar eins og NSA sem geta komist að öllu sem skiptir máli um fólk með því að „hakka“ sig inn í gögn á netinu. Þetta er óhugnanlegt en raunverul eikinn í dag. Þetta er endirinn á friðhelgi einkalífsins eins og við þekkjum hana. Þetta þýðir hins vegar ekki að þetta sé endirinn á einkalífinu heldur einungis breyting á því. Rétt eins og bændurnir sem vissu að þegar þeir töluðu í gamla sveit a- sím ann að prestsfrúin væri sennilega á hleri þá verður fólk í auknum mæli að átta sig á því hvaða miðlar gætu gert það að verk um að upplýsingar gætu orðið opin- berar og hvaða miðlar geta tryggt friðhelgi einkalífsins. Frelsið er yndislegt.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.