Vísbending


Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 0 t b l 2 0 1 3 Of feit fyrir mig Íslendingar hafa smám saman verið að síga fram úr sjálfum sér hvað varðar fitusöfnun. Töluvert átak þarf þó til ef ætlunin er að ná Mexíkó og Bandaríkjun um í þessum efnum. En Íslendingar eru Norður- landameistarar ef marka má helst u rannsókn- ir. Þessum árangri hefur að mest u verið náð á síðustu tuttugu árum en áður vor um við á pari við aðrar Norðurlandaþjóðir sem bendir til þess að þetta sé ekki genatengt vandamál. Nú eru hins vegar tvöfalt fleiri á Íslandi með offituvandamál en í Svíþjóð, Noregi og Dan mörku en Finnar sitja saman með okkar á of breiðum afturendanum. Þetta gæti verið vísbending um að íslenski kúrinn virki ekki. Kvillar og kostnaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization) skilgreinir of- fitu sem ástand þar sem fituhlutfall er farið að hafa neikvæð áhrif á heilsu. Mælikvarð- inn sem oftast er notaður er líkamþyngd- arstuðullinn BMI (Body Mass Index), sem er hlutfall þyngdar og hæðar eða kg/m2. Ef BMI er komið yfir 30 þá er líklegt að um offituvandamál sé að ræða. Talsvert er til af rannsóknum sem benda til þess að offita geti leitt til ann- arra kvilla og sjúkdóma eins og syk ur- sýki 2, hjartasjúkdóma og jafn vel til krabbameins. Rannsóknir benda jafn- framt til þess að kostnaður heil brigð- is kerfis ins aukist verulega með auknu hlut falli offitu sjúklinga. Áætlað er að heilbrigðiskostnaður fyrir offitusjúkling sé um 37% hærri en fyrir einstakling í meðalþyngd. Jafnframt er áætlað að kostnaður heilbrigðiskerfisins í Banda- ríkj unum sé um 5 til 11% hærri vegna offituvandamálsins. Sambærilegar rann- sóknir fyrir Evrópu benda til þess að árlegur kostn aður heilbrigðisþjónustunnar hafi auk ist um 1,7 – 1,5% vegna of fitu - vandamálsins á tíunda áratug síð ustu aldar. Síðan þá hefur reyndar offitu vanda- málið aukist jafnt og þétt í Evrópu og líklegt að þetta hlutfall sé orðið talsvert hærra. Útgjöld Heildarútgjöld hins opinbera hér á landi voru um 152 milljarðar króna á síðasta ári. Ef varlega er áætlað, miðað við 2 – 5% af heildarkostnaði, er kostnaður vegna offitu- vandamálsins um 3 til 8 milljarðar fyrir hið opinbera árlega á Íslandi. Kostnaðurinn er hins vegar mestur fyrir einstaklingana sjálfa sem eru of feitir vegna þeirra heilsukvilla sem fylgja offituvandamálinu. Hagfræðingurinn Rob Moodie áætlaði að þessi kostnaður væri fimm sinnum meiri en beinn kostnaður heilbrigðiskerfisins, m.ö.o. myndi það þýða um 15 til 40 millj arðar á Íslandi. Það er sennil ega ekki fjarri lagi en miðað við að um þriðjungur Íslendinga sé of feitur þá eru það um 150 – 400 þúsund á ári fyrir einstakling. Svona útreikningar eru ónákvæmir og taka ekki alla þætti með í reikninginn en engu að síður eru allar líkur á því að kostn aður við offituvandamálið sé tals- verð ur bæði fyrir einstaklinga og hið opinbera. Að bíta og brenna Þrír evrópskir vísindamenn, Brun-ello, Michaud og Sanz-de-Galdeano, veltu fyrir sér nýlega af hverju orðið offitu- vandamálið væri orðið miklu stærra í Bandaríkjunum en Evrópu í ritinu The Eco- nomic Policy (The rise of obesity, 2009). Í sinni einföldustu mynd er offita annars vegar spurning um hve mikið og hve óholla fæðu við borðum, það er hve mikið af kalorí urm við borðum og hins vegar hvers u mikið við brennum af kaloríum með því að hreyfa okkur. Niðurstaða fræðimannanna var að aukningin á offitu í Bandaríkjunum staf- aði ekki af því þeir hreyfðu sig minna en Evrópubúar þó breytingar á atvinnugrein- um hafi leitt til þess að Bandaríkjamenn hreyfa sig minna í vinnutímanum en áður. Ástæðan á muninum á Bandaríkjunum og Evrópu var fyrst og fremst fólgin í því að fólk borðar fleiri kaloríur en áður, bítur meira en það brennir. Ástæðan fyrir því að fólk borðar meira en það brennir hefur að einhverju leyti verið útskýrt með breyttum lífs stíl. Vinnutími virðist hafa áhrif á þetta en að einhverju leyti virðist aukinn vinnu- tími leiða til þess að fólk neyti frekar skyndibitafæðis en það myndi annars. Allar líkur virðast vera á því að aukin skyndibitamenning leiði frekar til offitu en ella og hafi jafnvel talsverð áhrif á offituvandamálið (Marlow og Shiers; Applied Economics Letter, 2012). Það kemur sennilega fæstum á óvart. Þó er vert að athuga að skyndibiti þarf ekki endilega að vera óhollusta en það er önnur saga. Það sem er líklegra til þess að verða umdeilt er að rannsóknir virðast benda til þess að það sé fylgni á milli atvinnu- þátttöku kvenna og offitu (Lorreiro og Nayga; American Journal of Acricultural Economics, 2005). Aukin atvinnuþátttaka kvenna er líkleg til þess að leiða til þess að meira sé keypt af tilbúnum mat, ekki hvað síst skyndibitafæði, sem eyk ur lík ur á offituvandamáli. Þetta er lífsstíls vanda mál sem snýst um val á fæðu og hreyfingu. Sjálfsmyndin Fréttir af því að Íslendingar séu orðin feitasta þjóð í Evrópu eru nokkrum kílóum ofauknar ef marka má nýjustu tölur OECD og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar (WHO). Samkvæmt heilbrigðistölum OECD þá eru Íslendingar yfir meðaltali OECD en bæði Bretar og Írar eru hlutfalls- lega feitari (sjá mynd). Hugsanlega eru þess- ar fréttir vísbending um að sjálfsmyndin sé ekki eins góð og áður og að þjóðin líti verr út í speglinum en þörf krefur. Það er held- ur ekki gott fyrir sjálfs myndina að falla á megrunarkúrnum, ekki síst þegar hann er kallaður íslenski kúrinn. Hlutfall offitusjúklinga (%) í OECD ríkjum skv. heimildum OECD (m.v. árið 2009)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.