Vísbending


Vísbending - 18.11.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.11.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 4 4 . T B L . 2 0 1 3 1 stundum meðan á vegferð þeirra stendur, án þess að það virðist valda sýnilegum stórskaða. Þegar mikið liggur við eru allir greiðar rukkaðir inn. Sumir þingmenn lenda í hlutverki statista. Össur spilar á þing­ menn Hreyfingarinnar eins og þeir séu harmonikka í höndum hans. Hann lætur þess oft getið að hann sé þungavigtarmaður og að margir hafi skorað á hann að taka við for mennsku af Jóhönnu. Þegar allt virðist í hnút í þinginu hefur Össur næma tilfinningu fyrir því að fljótt muni úr honum rakna þó að aðrir sjái þess engin merki. Rúmu ári fyrir kosningar sér hann að Sigmundur Davíð muni binda sitt trúss við Bjarna Benediktsson. Í augum Sigmundar má sjá vott af því að hann búi líklega yfir þeim „fágæta hæfileika að kunna að skammast sín.“ Nokkrum dögum eftir þá yfirlýsingu hafa fulltrúar Framsóknar ekki tíma til þess að hitta aðalmálflutningsmann Íslands í Icesave­ málinu. Oft segir Össur frá samræðum í ríkis­ stjórn og hikar þá ekki við að til greina hver sagði hvað. Samflokksmenn hans í þing­ flokknum fá oftast sömu meðferð, en stöku sinnum hlífir hann þó vinkonum sínum sem verða „ein við staddra“ og „önnur“. „Ein og önnur“ eru stuðnings menn Jóhönnu. Ríkisstjórnin Kannski kemur það leikmanni mest á óvart að á ríkisstjórnarfundum sitja ráðherrar með símana í lúkunum og keppast við að smassa (senda sms­skeyti) hver á annan. Mesta undrun vekur þó hversu fámenn ríkisstjórnin er í fráögninni. Af lestri bókarinnar er það helst að ætla að í henni hafi setið fjórir: Össur, Jóhanna, Ögmundur og Ólafur Ragnar Grímsson. Undrum sætir hve stórt hlutverk forsetinn leikur í lífi Össurar. Aldrei líður langt á milli að vinirnir tali saman og beri saman bækur sínar um stjórnmálin. Í gegnum Össur fréttir Ólafur allt sem gerist á stjórnarheimilinu. Meðan Jóhanna er ýmist pirruð á Ólafi, eða með lífið í 18. nóvember 2013 44. tölublað 31. árgangur ISSN 1021­8483 Össur Skarphéðinsson skrifar bók um refilstigu stjórnmálanna frá sjónarhorni fagmanns. Baráttan er hörð, ekki síst við eigin félaga og skoðanasystkin. Í hruninu brugðust hefð bundnar efnahags­ kenningar og tími til þess að finna nýjar. Aðgerða ríkis stjórnar­ innar í skulda niður­ fellingum er beðið með eftirvæntingu. 1 32 4 Bróðernið er flátt og gamanið grátt Ár Drekans. Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum. Össur Skarphéðinsson, Útgefandi: Sögur 2013. 378 bls. Líklega eru fáir sem gætu skrifað bók eins og Ár drekans. Össur Skarphéðinsson hefur marga menn að geyma í einum líkama. Auk hlýlega, hjálp sama og orðheppna náungans, sem er umhyggjusamur faðir, má þar finna kjaft­ fora frekjuhundinn sem setur eigin mál ofar öllu, undirförla plottarann þar sem tilgangurinn helgar öll meðöl, hégóm lega sperrilegginn sem finnst gaman að segja frá því að hann hafi samneyti við fínt fólk og hrokafulla ráðamanninn sem talar um sjálfan sig í þriðju persónu. Allir koma þessir menn við sögu, sá síðasti þó lítið, í dagbók ársins 2012 sem nú lítur dagsins ljós undir nafninu: Ár drekans. Ofmælt væri að segja að Össur segði sam­ fellda sögu. Bókin er dagbók og segir því atburði og hugsanir frá degi til dags. Þó er greinilegt að við ritstjórn, jafnvel ritskoðun, hefur hrár textinn sem skrifaður er í dagsins önn breyst. Þankar eru svo þrauthugsaðir að svo nákvæmlega getur mennskur maður vart haft væntingar um óorðna atburði. Textinn hefur á sér nostradamískt yfirbragð. Össur er vel máli farinn og hnyttinn; frá sögnin af hversdags legum samskiptum verður svo lífleg að ég hef heyrt einn þeirra sem kom að atburðarásinni þetta ár spyrja: Var þetta virkilega svona? Skyggnst bakvið tjöldin Bók Össurar gefur skemmtilega innsýn í það hvernig kaupin ganga á eyrinni í pólitíkinni. Hann gumar af sínu pólitíska nefi og sjötta skilningarviti sem í ritstýrðri útgáfu bókarinnar er ótrúlega gott. Gaman hefði verið að sjá skrifin eins og þau voru fyrst, áður en höfundur fór mjúkum höndum um textann, meitlaði og lagaði að raunveruleikanum eins og hann varð. Össur á nokkra vini innan þing­ flokksins. Hann og Kristján Möller brugga saman launráð og reyna að færa málin í réttan farveg, sem breytist reyndar lúkunum út af honum, sækir Össur stórar og smáar veislur þjóðhöfðingjans og býður honum í fjölskylduboð. Milli Össurar og Jóhönnu er vopnaður friður. Hún talar varla við hann vikum saman, líklega út af landsdómsmálinu. Verkstjórnin virðist í lágmarki og ráðherrar eru seinir til að skila málum inn á þingið, svo seinir að Össur man ekki eftir öðru eins slyðrulagi frá upphafi Íslands byggðar. Nema utanríkisráðherrann sem var kominn með öll sín mál til afgreiðslu á tilskildum tíma. Ögmundur er álíka oft í talsambandi og forsetinn en á öðrum tíma sólarhringsins. Þeir Össur virðast oftast þurfa að ræða saman um miðnættið. Þeim tekst að halda vinskap þó að þeir rífist eins og hundur og köttur yfir ríkisstjórnarborðið milli þess sem smössin þeytast milli símanna. Í lok hvers fundar takast þeir í hendur eins og skákmenn sem hafa átt í heiftúðlegri rimmu, en vilja leggja áherslu á að þeir séu vinir í raunheimum þó að þeir séu svarnir fjendur við skákborðið. Össur móðgast við flokksystur sína Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra framhald á bls. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.