Vísbending


Vísbending - 18.11.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.11.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 4 4 . T B L . 2 0 1 3 3 Kreppan kallar á endurbætt þjóðhagslíkön fyrri hluti framhald á bls. 4 Fjármálakreppan sem á síðustu árum hefur leikið Vesturlönd grátt hefur leitt í ljós ýmsa veikleika á þeirri hagfræði sem flestir hagfræðingar af yngri kynslóðinni hafa lært og tamið sér. Þótt mestar líkur séu á því að þorri hagfræðinga muni halda fræðaiðkun sinni áfram eins og ekkert hafi í skorist verður ekki undan því vikist í kjölfar djúprar kreppu, sem ekki var fyrirséð á grundvelli hefðbundinna hagfræðilíkana, að litið sé um öxl og hugað að því hvaða lærdóm megi draga af reynslunni. Þetta er nauðsynlegt ef hagfræði á að koma samfélaginu að gagni, en ekki einungis vera tómstundagaman. Saga hagfræðikenninga Í fyrirlestri í Háskóla Íslands í október síðastliðnum benti sænski hagfræðingurinn Axel Leijonhufvud, á nokkra veikleika hagfræði sem fræðigreinar. Kjarni máls hans var að saga hagfræðikenninga einkenndist ekki af því að hagfræðingar verði almennt sammála um að kasta einni kenningu eða kenningakerfi fyrir róða og taka annað upp í staðinn heldur verða nýjar kenningar til, án þess að þær gömlu hverfi endanlega á braut. Axel bar þessa þróun saman við þróun raunvísinda. Þar er meira samkomulag meðal núlifandi vísindamanna um gildi og veikleika gamalla kenninga, hverju megi hafna og hvað sé rétt. Líkja megi raunvísindunum við hávaxið tré með breiðum stofni þar sem greinarnar breiða úr sér á toppi trésins á meðan hagfræði sé eins og runni með mjóum stofni og greinum sem kvíslast út. Spyrja mætti hvort austurrísku hagfræðinni (Wieser, Bohm­Bawerk, Hayek) hafi nokkru sinni verið hafnað? Féll hún kannski bara úr tísku vegna þess að það var erfiðara að beita henni við hagstjórn en hagfræði Keynes á árunum eftir síðari heimsstyröld? Var hagfræði Keynes nokkru sinni afsönnuð af klassísku hagfræðingunum í Chicago (Lucas, Barro, Prescott) eða féll hún einungis úr tísku? Þegar á hólminn var komið og kreppan skall á árið 2008 spruttu upp bæði keynesískir og „austurrískir“ hagfræðingar með túlkun á orsökum vandans og ráðleggingum um viðbrögð. Kenningar Keynes og Hayeks höfðu samt ekki verið kenndar í áratugi við allflesta háskóla í framhaldsnámi í hagfræði. Minna heyrðist af ný­klassískum og ný­ keynesískum hagfræðingum, en greinar þeirra fylla leslista hagfræðideildanna. Bæði ný­klassísk hagfræði í anda Prescotts (e. real business cycles) og ný­keynesísk hagfræði (Rotemberg, Woodford) hefur verið notuð til þess að búa til svokölluð DSGE­líkön (e. dynamic stochastic general equilibrium models) sem mikið hafa verið notuð af seðlabönkum. Þetta eru þjóðhagslíkön sem byggja á lýsingu á hegðun einstaklinga og fyrirtækja. Þessi líkön voru efsta greinin á runna hagfræðinnar þegar fjármálakreppan skall á árið 2008. Veikleikar þjóðhagslíkana En hvaða veikleikar DSGE­líkana hafa komið í ljós í kreppunni? Hagfræðingurinn Willem Buiter hefur tekið svo sterkt til orða að segja að í framhaldsmenntun í nútíma þjóðhagfræði felist sóun fyrir bæði einstaklinga og samfélagið. Gregory Mankiw hefur líkt rannsóknum í þjóðhagfræði síðustu áratugi við ranga beygju af hraðbraut, vegna þess að nútímakenningar komi ekki frekar að gagni en gömlu kenning­ arnar sem þær leystu af hólmi. Lawrence Summers, sem var ráðgjafi Baracks Obama frá janúar 2009 til nóvember 2010, lýsti því nýlega hvernig hagfræði­ kenningar hafi verið notaðar við mótun viðbragða við kreppuna í upphafi árs 2009.1 Útgangspunkturinn var sá, að við eðlilegar aðstæður sé unnt að fela seðlabönkum að bera ábyrgð á hagstjórn með því að breyta vöxtum, en ef hagkerfi lendir í djúpri kreppu, eins og Bandaríkin gerðu á seinni hluta ársins 2008, verði að auka ríkisútgjöld til þess að örva hag­ kerfið sem allra mest. Þetta var gert með beinni aðstoð við fjölskyldur (t.d. skattalækkunum, barnabótum, styrk til kaupa á fyrsta húsnæði, skattfrádrætti vegna skólagjalda), útgjöldum til samgöngu mála, endur bótum á opinberum byggingum o.s.frv. Það var einungis eftir að ákvarðanir höfðu verið teknar sem DSGE­líkönin voru keyrð! Vandinn var ekki leystur með flóknum hagfræði legum útreikn ingum en í stað þess leitað að opinberum framkvæmdum sem unnt væri að ráðast í með stuttum fyrirvara. En hverjir eru annmarkar DSGE­ líkana, þessarar hæstu trjágreinar Gylfi Zoega prófessor

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.