Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 11

Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 11
ERLENT Ihaldsflokkinn aö þeir hefðu það fjárhagslega mun betra nú en fyrir fjórum árum. krónprinsarnir. Einurð, festa og stjórn- semi eru þeir eiginleikar sem einkennt hafa stjórnarhætti Margrétar Thatcher og telja margir að niðurstöður síðustu kosninga væru að því leytinu til óheppilegar fyrir íhaldsflokk- >nn að þær munu að líkindum auka enn á ráðríki og ósveigjanleika hennar. Margrét Thatcher þarf ekki að óttast það að þingmenn hennar geri uppreisn gegn sér og vilji nýjan leiðtoga. Hún getur veitt flokknum forystu eins lengi og hún kærir sig um. Hitt er annað mál að samráðherrar hennar og eiginmaður- ■nn, Denis, vonast til þess að hún segi af sér á þessu kjörtímabili og láti ekki verða af því að halda áfram og áfram og áfram eins og hún gaf 1 skyn í sjónvarpsviðtali í upphafi kosninga- baráttunnar. Að margra áliti verður Denis karlinn Thatcher til þess að Thatcher, forsætis- ráðherra, segi af sér. Hann er þegar kominn á attræðisaldur og hefur lengi óskað þess að setjast í helgan stein. Sjálfur hefur hann ímigust á Downingstræti 10, - að hans sögn er það ein ömurlegasta íbúð sem hann hefur nokkru sinni búið í, því sólin skín einungis inn um einn glugga, - klósettgluggann. Margir telja því að Thatcher muni sitja í embætti forsætis- raðherra fram á mitt þetta kjörtímabil, en þá hefur hún gegnl embætti í um áratug, eða lengur en nokkur annar. Nýr leiðtogi öðlaðist því talsverða reynslu og hefði tækifæri til að styrkja stöðu sína innan flokksins áður en þetta kjörtímabil rennur út árið 1992. Ef Thatcher akveður á hinn bóginn að leiða flokkinn til fjórðu kosninganna þá gerir hún það ekki nema að gegna embætti í einhver ár á eftir þ.e. ef íhaldsflokkurinn sigraði, annað teldi hún svik við kjósendur. En þá væri Thatcher orðin nærri sjötug og Denis áttræður og telja fáir að hún vilji draga það til þess tíma að flytja inn í hið stórglæsilega íbúðarhús í Dulwich í suður- hluta Lundúnaborgar, sem þau keyptu nýverið °g sögðu að væri til elliáranna. Nú vaknar spurningin: Hverjir eru líklegir nrftakar? MacMillan? Douglas Hume? rfeath? Ólíklegt er að hinn hæverski utanríkis- mðherra Sir Geoffrey Howe, sem Denis rfealey, andskoti hans í skuggaráðuneytinu, . h eitt sinn við dauða rollu, geri sér lengur einhverjar vonir um að leiða flokkinn. Er búist V|ð að innan tíðar muni hann taka við heiðurs- embætti í Lávarðadeild þingsins og hætta að ^estu afskiptum af flokksmálum. Þrátt fyrir að 'v,ge/ Lawson hafi í um fjögur ár sem fjármála- mðherra fullnægt að mestu óskum Thatchers °8 þingflokksins, er hann einnig talinn óh'kleg- ur leiðtogi. Þykir mörgum hann skorta þann arisma" eða náðarvald sem leiðtogar á tím- um sjónvarpsstjómmála geta vart án verið. Þriðji ráðherrann í stóru ráðuneytunum Pjemur er innanríkisráðherrann, Douglas a llr^ °g er hann í hópi líklegustu eftirmann- nua. Hann varð innanríkisráðherra í fyrra eft- r >na skæðu Westlanddeilu sem kostaði tvo I • Fyrir kosningar virtist hnífsblað vart geta skilið á milli þeirra Davids Owens og Davids Steel, en nú er Bandalag þeirra liðið undir lok. ráðherra embættin. Vegna þess hversu stutt hann hefur verið í fremstu víglínu ríkir nokkur óvissa með hann en fram til þessa hefur honum vart skrikað fótur og áður vann hann vel sem Norður- írlandsmálaráðherra. Aðrir sem til greina koma ef leiðtogaskiptin verða á þessu kjörtímabili eru Young lávarður, viðskipta- og iðnaðarráðherra, en frami hans veltur mjög á hvernig honum tekst til með að endurlífga at- vinnureksturinn í stórborgunum, og Norman Tibbit, formaður flokksins, er alls ekki út úr myndinni þrátt fyrir að hann hafi kosið að eiga ekki sæti í ráðuneytinu að þessu sinni svo hann gæti gefið sig meir að eiginkonunni sem lamað- ist í sprengjutilræði IRA í Brighton 1984. Ekki má gleyma syndaselnum Cecil Parkinson, sem líklega er eini þingmaðurinn sem Thatcher hefur nokkum tíma fyrirgefið meiriháttar glappaskot, en eins og e.t.v. einhverjir muna þá varð hann að segja af sér embætti ráðherra 1983 vegna þess að framhjáhald hans með einkaritaranum opinberaðist, eftir að þau skötuhjúin deildu um hvað verða ætti um fóstur það sem hún bar undir belti. Thatcher hefur trúlega þótt fjögurra ára útlegð nægjan- leg refsing því í síðasta mánuði skipaði hún hann í embætti orkumálaráðherra. Þótt sumir segi að persónutöfrar Parkinsons, frekar en hæfileikar, hafi skilað honum aftur inn í ráðu- neytið þá ber að hafa í huga að hann nýtur mikillar hylli almennings. Allir þeir sem fram til þessa hafa verið nefndir til sögunnar eru tryggir stuðningsmenn Thatchers og undir forystu einhvers þeirra er vart að vænta mikilla stefnubreytinga, þó telja ýmsir að Douglas Hurd sé innst í hjarta sér íhaldsmaður í anda Heaths og MacMiIlans. Michael Haseltine, fýrrum landvamarráð- herra, sem sagði af sér embætti vegna með- ferðar Thatchers á Westlandmálinu, er lík- legast sá eini fyrir utan hóp stuðningsmanna Thatchers sem á einhverja möguleika á að verða leiðtogi íhaldsflokksins á næstunni. Haseltine er af einni auðugustu ætt í Bretlandi og hann notar bæði mikinn tíma og fé til að halda sér í sviðsljósinu. Á þremur síðustu vikunum fyrir kosningar heimsótti hann á annaö hundrað kjördæmi og hélt að meðaltali um fimm ræður á dag. Hann nefndi Margréti Thatcher ekki á nafn í einni einustu þeirra. Ef “thatcherisminn" bíður afhroð í nánustu fram- tíð telja margir að Haseltine verði kallaður til forystu. Krónprinsar af næstu kynslóð í íhalds- flokknum em þeir John More, nýskipaður félags- og heilbrigðisráðherra og áðurnefndur Kenneth Clarke í ráðuneyti viðskipta- og iðnaðarmála. Ef Thatcher dregur sig ekki í hlé 11

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.