Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 46
LISTIR Hús Andanna Kafli úr bók Isabel Allende í þýöingu Thors Vilhjálmssonar NÓTTINA SEM CUEVAS læknir og aö- stoðarmaður hans ristu upp lík Rósu í eld- húsinu til þess að komast að dánarorsök hennar lá Clara í rúmi sínu með opin augu og skalf í myrkrinu. Hræðilegar grunsemdir ásóttu hana um að systir hennar kynni að hafa dáið vegna þess að hún hafði sagt það fyrir. Hún hélt að rétt eins og hugarafl henn- ar gat hreyft saltbaukinn, þannig gæti það líka orsakað dauðann, jarðskjálftana og aðr- ar meiri háttar hörmungar. Það var til einskis að móðir hennar hafði skýrt fyrir henni að hún gæti ekki orsakað atburðina, bara séð þá fyrir með nokkrum fyrirvara. Henni fannst hún vera einmana og sek og það hvarflaði að henni að ef hún gæti verið nálægt Rósu myndi henni líða betur. Hún reis úr rúmi berfætt, í náttkjól, og fór í svefnherbergið sem hún hafði deilt með eldri systur sinni, en hún fann hana ekki í rúmi sínu, þar sem hún hafði séð hana síðast. Hún hélt af stað til að leita að henni í húsinu. Allt var dimmt og hljótt. Móðir hennar svaf undir áhrifum deyfilyfjanna frá Cuevas lækni og systkini hennar og þjónustufólkið hafði gengið snemma til náða í sínum herbergjum. Hún fór um stofurnar, læddist og þrýsti sér upp við veggina, hún var óttaslegin og henni var kalt. Þung húsgögnin, þykk gluggatjöldin, myndirnar á veggjunum, veggfóðrið með ámáluðum blómum á dökkum grunni, slokknaðir lamparnir sem dingluðu niður úr loftinu og burknarnir á keramíkurstöplum sínum, allt þetta fannst henni ógnandi. Hún tók eftir því að úr stássstofunni skein ljós- rönd um rifu undir hurðinni og var komin að því að fara inn, en óttaðist að mæta þar föður sínum sem myndi senda hana aftur í rúmið. Þá hélt hún að eldhúsinu, og hugsaði að við barm Fóstru fengi hún huggun. Hún fór gegnum aðalhúsagarðinn, milli karmelíu- blómanna og dvergappelsínutrjánna, fór í gegnum salina í annarri álmu hússins og um skuggalega opna gangana þar sem látið var lifa dauft ljós á gaslömpunum alla nóttina til að auðveldara væri að komast út þegar jarð- skjálftar voru og líka til að fæla burt leður- blökur og önnur næturdýr, og hún kom í þriðja húsagarðinn þar sem herbergi þjónustufólksins og eldabuskanna var. Þar dvínaði öldurmannlegur tignarblærinn og við tók ringulreið af hundakofum, hænsna- húsi og vistarverum þjónustufólksins. Þar fyrir handan var hesthúsið þar sem gömlu hestarnir voru geymdir sem Nívea notaði enn, enda þótt Severo del Valle hefði verið einn hinna fyrstu til að kaupa sér bíl. Dyrnar fyrir eldhúsinu og búrinu voru lokaðar og hlerarnir fyrir. Hugboð sagði Clöru að eitt- hvað óeðlilegt færi fram þar inni, hún reyndi að teygja sig til að gægjast inn, en náði ekki einu sinni með nefið upp að gluggabrúninni, og varð að ná sér í kassa og færa hann upp að veggnum. Hún klifraði upp á hann oggat séð um rifu milli hlerans og gluggakistunnar sem raki og elli höfðu skælt. Þá sá hún inn. Cuevas læknir, þessi elskulegi og blíði gamli maður, með stóra skeggið sitt og ístr- una, sem hjálpaði henni að fæðast í heiminn og sinnti henni í öllum smáveikindum barn- æskunnar og þegar hún fékk asmaköstin, hann hafði breytzt í feita og skuggalega blóð- sugu eins og voru á myndunum í bókum Marcosar frænda. Hann grúfði sig yfir borðið þar sem Fóstra var vön að matreiða. Við hlið hans var ókunnur ungur maður, fölur sem máni, í skyrtu sem var löðrandi í blóði og með augu fortöpuð af ást. Hún sá fannhvíta fótleggi systur sinnar og bera fætur. Clara fór að skjálfa. Á þessari stundu færði Cuevas læknir sig frá og hún sá hina hræðilegu sýn, þar sem Rósa lá á bakinu á marmaraplöt- unni, djúp rista myndaði skurð niður Iíkama hennar framanverðan, og iður hennar voru við hlið hennar í salatskálinni og höfuð hennar var undið í átt að glugganum þar sem Clara lá á njósn, og síða græna hárið hennar hékk eins og burkni frá borðinu niður á rauðflekkað tíglagólfið. Hún var með augun lokuð, en litla stúlkan þóttist vegna skugganna, fjarlægðarinnar, eða ímyndunar- aflsins, sjá grátbænandi auðmýkingarsvip á andliti systur sinnar. Clara gat ekki stillt sig um að horfa til enda, grafkyrr á kassanum. Hún hélt áfram að gægjast um rifuna langa hríð, og fann ekki fyrir kuldanum, á meðan mennirnir tveir tæmdu Rósu, sprautuðu vökva í æðarnar og skoluðu hana að innan og utan með angandi ediki og vökva úr lofnarblómum. Hún stóð þarna kyrr þegar þeir fylltu hana af smyrsl- um og öðru efni líksmyrjarans og saumuðu hana saman með bognál dýnustopparans. Hún stóð þarna kyrr þegar Cuevas læknir þvoði sér í vaskinum og þerrði tár sín, en hinn hreinsaði burt blóð og iður. Hún stóð þarna kyrr þegar læknirinn fór í svarta lafa- jakkann með helþungan harm í hreyfingum sínum og fór út. Hún stóð þarna kyrr þegar hinn óþekkti ungi maður kyssti Rósu snökt- andi á varirnar, á hálsinn, á brjóstin, milh fóta, þvoði henni með svampi, færði hana i útsaumaðan náttkjólinn og greiddi lokka hennar. Hún stóð þarna kyrr þegar Fóstra og Cuevas læknir komu og færðu hana í hvíta kjólinn sinn og settu á hana kórónuna úr glóaldinblómum sem hafði verið geymd vaf- in í silkipappír fyrir brúðkaupsdaginn henn- ar. Hún stóð þarna kyrr þegar aðstoðar- maðurinn tók hana í fangið með sömu sáru blíðunni eins og hann hefði lyft henni til þess að bera hana í fýrsta sinn yfir þröskuldinn j húsi sínu sem brúði sína. Og hún gat ekkj hreyft sig fyrr en tók að elda af degi. Pa læddist hún aftur í rúm sitt, og skynjaði innra með sér alla heimsins þögn. Þögnin altók hana og hún fór ekki að tala aftur fyrr en ntu árum síðar, þegar hún hóf upp raust sína til þess að tilkynna að hún ætlaði að fara að gifta sig. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.