Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 8
• Á þröskuldi heimsfrægðar ? „Þetla er sfys!“ Viötal viö Björk, Einar Örn og einn lítinn indíána Þau eru að slá ■ gegn en taka þessu öllu með mestu rósemi. ÞJÓÐ- LÍF fékk viðtal við Einar örn og Björk í Sykurmolunum nokkrum tímum fyrir tónleikana í Casablanca og umboðsmann þeirra frá Bretlandi, Derek Birkett, sem var nýkominn til landsins með fjölda tilboða í vasanum. Umboðsfyrirtæki og allsherjarreddari Sykurmolanna í glímunni við hljómplöturisana heitir One Little Indian og samanstendur af nokkrum reyndum mönnum úr breska rokkheiminum. Derek Birk- ett segir okkur að hann hafi fyrst hitt Einar örn þegar hann var í Bretlandi með Purrki Pilnikk. „Ég kom til Einars eftir tónleika og bauðst tU að vinna með þeim. „Fuck off,“ svaraði Einar. Ég hef verið á hælum þeirra uppfrá því,“ segir Derek. Hann ber nú ábyrgðina á því að þetta kvöld streymdu fulltrúar fjölmargra hljómplöturisa til landsins til að sjá og meta Sykurmol- ana. í bæjarslúðrinu er masað um heimsfrægð og fréttastofumar birta risafréttir um upphæðir tilboða. Er hægt að byrja viðtalið öðruvísi en að spyrja: - Hvað er að gerast í lífi Sykurmolanna? Derek: „Þegar við settum Birthday á markað í Bretlandi urðu viðbrögðin strax mjög góð og pressan sýndi Sykurmolunum mikinn áhuga. Nú eru níu stór hljómplötufyrirtæki á höttunum eftir samn- ingi við Sykurmolana, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og við munum hugsanlega gera samning við eitthvert þeirra.“ - Kemur upphefðin að utan fyrir íslenska listamenn enn einu sinni, Einar? „Við höfum verið þetta „enfant terrible" fyrirbæri á íslandi mjög lengi og erum fræg fyrir að vera ekki fræg," svarar Einar. það að markmiði að búa til tónlist peninganna vegna heldur okkar sjálfra vegna." („Og þar er komin ástæðan fyrir því að við höfum ekki spilað ennþá í Borg í Grímsnesi," skýtur Björk inní). „Það er ekki okkur að kenna að okkur gengur svona vel í útlönd- um. Það er honum að kenna," segir Einar og bendir á Derek. „Annars er þetta bara íslenska snobbið sem kemur upp þegar ein- hverjum gengur vel úti þá verður það allt í einu ægilega gott héma..." (Nokkrar umræður spinnast nú um liðið sem lét sjá sig á tónleikum Sykurmolanna í Hard Rock Café en hafði ekki gefið þeim gaum til þessa). Björk: „Okkur var að detta í hug að ráða Leikfélag Sauðárkróks til að leika feita bissnesmenn fyrir okkur. Þá getur fólk fengið eithvað fyrir miðann sinn." - Sjónvarpið sló fram stórfrétt í gœrkvöldi um að þið hefðuð þegar fengið tilboð uppá sex miljónir króna... Einar:,, Við erum jú þegar með tilboð í vasanum sem hljóðar uppá X krónur en markmið aðgerðanna í kvöld fyrir umboðsmenn hljóm- plötufyrirtækjanna, er að fá tvöfalt eða þrefalt X tilboð í vasann. Frétt sjónvarpsins var byggð á slúðri í bresku blaði þar sem sagt var að við værum að ganga að tilboði frá stóru fyrirtæki. Ef það væri rétt væri ég a.m.k. búinn að fá mér nýjar buxur. Þetta var ákveðinn leikur af hálfu One Little Indian til að vekja viðbrögð í músíkheiminum og þetta kom skriðunni af stað." Derek: „Það er rétt. Ég hitti blaðamann í London og sagði honum 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.