Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 41
MENNING hélt titlinum frá 1886 þar til hann tapaði fyrir Lasker árið 1894. Lasker hélt titlinum lengur en nokkur annar hefur gert— í 27 ár. Garrí Kasparov er þrettándi heimsmeistarinn frá Steinitz að telja. Heimsmeistarar verða ekki gerðir að frek- ara umtalsefni að sinni: heldur vikið að skák- manni sem áreiðanlega var sterkastur allra um hríð þótt hann fengi aldrei titil því til staðfestingar. Karl Ernst Adolf Anderssen (1818-1879) sigraði á fyrsta skákmótinu sem haldið var í heiminum, í London 1851 og aftur í London 1862 og Baden Baden 1870. Anderssen var skákmaður af rómantíska skólanum. þar sem fórnir, fléttur og glæsi- leiki skiptu höfuðmáli. Og hann er höfundur tveggja skáka sem sagan geymir með alveg sérstakri lotningu og hefur valið nöfn við hæfi: Skákin sígræna og skákin ódauðlega. Það var áðurnefndur Wilhelm Steinitz sem skírði þá fyrrnefndu og komst vel að orði sem endranær. Skákin var tefld í Berlín árið 1852 og and- stæðingur Anderssens var Jean Dufresne (1829-1893), misheppnaður skáldsagnahöf- undur en ágætur skákmaður. Hvítt: Anderssen Svart: Dufresne 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Bxb4 5. c3 Ba5 6. d4 exd4 7. 0-0 d3 8. Db3 Df6 9. e5 Dg610. Hel Rge711. Ba3 b512. Dxb5 Hb813. Da4 Bb6 14. Rbd2 Bb7 15. Re4 Df5 16. Bxd3 Dh517. Rf6+ gxf618. exf6 Hg819. Hadl Dxf3 20. Hxe7 Rxe7 21. Dxd7 Kxd7 22. Bf5+ Ke8 23. Bd7+ Kf8 24. Bxe7 mát. Skákina ódauðlegu tefldi Anderssen við Lionel Adelberto Bagration Felix Kieser- itzky, (1806-1853) en hann var kunnur kaffi- húsaskákmaður í París — að vísu svo illa þokkaður að þess er sérstaklega getið í heim- ildum að enginn mætti í jarðarför hans nema útfararstjórinn. Hvítt: Anderssen Svart: Kieseritzky 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Bc4 Dh4+ 4. Kfl b5 5. Bxb5 Rf6 6. Rf3 Dh6 7. d3 Rh5 8. Rh4 Dg5 9. Rf5 c610. g4 Rf6 U. Hgl cxb5 12. h4 Dg6 13. h5 Dg5 14. Df3 Rg8 15. Bxf4 Df6 16. Rc3 Bc5 17. Rd5 Dxb2 (Anderssen hefur þegar fórnað biskupi en lætur ekki þar við sitja og nú fjúka báðir hrókarnir!) 18. Bd6 Bxgl 19. e5 Dxal+ 20. Ke2 og svartur gafst upp. Framhaldið hefði getað orðið á þessa leið: 20. ... Ra6 21. Rxg7+ Kd8 22. Df6+ Rxf6 23. Be7 mát. Svona tefla vitaskuld engir nema snilling- ar: og margir hafa glaðst yfir þessari skák á þeim 137 árum sem liðin eru frá því hún var tefld. Svona taflmennsku munu tölvuraldrei geta leikið eftir, sama hversu öflugar þær annars verða. Hrafn Jökulsson Stórmeistarapartí í haust Næsta haust verður haldið hérlendis firna- sterkt skákmót með þátttöku átján stór- meistara. Mótið er liður í heimsbikarkeppni stórmeistarasambands Kasparovs og félaga. Verðlaunin eru hærri en áður hefur þekkst: Alls fjórar milljónir króna. Og allir fá eitt- hvað fyrir sinn snúð — sá sem lendir í neðsta sæti fær fyrir vikið 2000 dollara, eða í kring- um hundrað þúsund krónur. Af hálfu íslendinga er Jóhann Hjartarson þátttakandi í heimsbikarkeppninni og teflir á fjórum af sex mótum sem gengist er fyrir. Pá mun Margeir Pétursson verða sérstakur gestur, enda er hann nú bæði íslands- og Norðurlandameistari. Það er Stöð 2 sem hefur umsjón með mót- inu í samvinnu við fleiri aðila. Borgarleik- húsið verður vígt á þcnnan hátt og er vel við hæfi. Það eru engir aukvisar sem heimsækja okkur af þessu tilefni. Þar ber auðvitað hæst Garí Kasparov heimsmeistara, en nú er Iiðin rúmlega tuttugu ár síðan ríkjandi heims- meistari tefldi hérlendis síðast. Þá var það Mikaíl Tal og hann verður raunar einnig meðal þátttakenda nú. Aðrir Sovétmenn sem verða með er þessir: Beljavsky, Ehlvest, Sokolov og Jusupov. Tveir fyrrverandi liðs- rnenn Rússa tefla einnig á mótinu: Korchnoi frá Sviss og Spassky sem nú gengur erinda Frakka. Þá eru aðeins ótaldir Júgóslavinn Nikolic, Englendingarnir Nunn og Speelm- an. Ungverjarnir Portisch. Ribli og Sax og svo loks Timman frá Hollandi. Meðalstigafjöldi keppenda verður að öll- um líkindum í kringum 2600 stig og verður fróðlegt að sjá hvernig okkar mönnurn reiðir af í þeim félagsskap. Jóhann Hjartarson virðist í ágætu formi, en þó hann sé á uppleið getur hann ekki státað af mörgum vinning- um gegn sterkustu skákmönnum heims. Nema auðvitað Korchnoi... TABAC ORIGINAL Sígildur ilmur fyrir alla herra alstaðar.. SNYKTIVOSfk Sundaborg 9, simi 681233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.