Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 71
UPPELDI Það eru hagsmunir allra aö uppeldi sé almennt gott. Þess vegna er uppeldi ekkert einkamál foreldra og barna þeirra. Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur skrifar: Annarra manna krakkar Fullorðnu fólki á öllum tímum hefur verið tíðhugsað og tíðrætt um börn og uppeldi þeirra. Nútímafólk er auðvitað engin undan- tekning hvað þetta varðar. Ef eitthvað er, spyrjum við nú víðtækari spurninga um þessi efni en oft áður. Spurningarnar sem við rök- ræðum nú stafa einatt af áhyggjum og kvíða — við höfum á tilfinningunni að eitthvað verulegt kunni að vera að í uppeldismálum, ekki bara hjá nágrannanum á neðri hæðinni eða hjá einhverjum afmörkuðum hópi barna, heldur alveg almennt. Meginástæður þessa kvíðboga eru þær að þjóðfélagið hefur gjörbreyst en við höfum í raun ekki fundið börnunum stað í hinu nýja samfélagi. Hin er sú að okkur óar við sumum af þeim afþrey- ingarmeðulum sem tækniveröld okkar hefur getið af sér. Um þetta allt held ég að næstum allir séu alveg sammála. Um hvað er þá ágreiningur, um hvað er eiginlega verið að tala? Það er nú svo að í þessu máli og raunar mörgum öðrum málum sem rædd eru manna á meðal og í fjölmiðlum er einatt erfitt að halda áttum. Það er búið að segja svo margt um þau, og orðin verða fljótlega að frösum. og að lokum að suði. Kannski er það sem maður helst vildi segja eitthvað sem er búið að segja svo oft að það væri að bera í bakkafullan lækinn að segja það einu sinni enn. Flest almenn sannindi um börn og uppeldismál sem ein- hverju skipta eru svo löngu ljós að það má segja þau með orðtökum eða spakmælum: „Lengi býr að fyrstu gerð“, „Það læra börnin sem fyrir þim er haft“, „Sjaldan launar kálf- urinn ofeldið". Því er oft erfitt að verjast þeirri tilhugsun að það eina sem hægt er að segja um þessi mál af viti séu hlutir af þessu tagi sem minna fólk á eitthvað sem það veit mæta vel. Og allir eru hjartanlega sammála um öll meginatriði. Hvernig stendur þá á því að ástand uppeldismála er óviðunandi? / Eg held að til þess liggi einkum tvær ástæð- ur. Önnur er sú að það er munur á því hvað við teljum æskilegt almennt og yfirleitt, og hvað við teljum svo æskilegt að við séum tilbúin að veita því forgang umfram annað, jafnvel að fórna einhverju til að það nái fram að ganga. Þessi greinarmunur skiptir ber- sýnilega máli í sambandi við börn og barna- uppeldi. Til dæmis er hér ekki um að ræða mál sem stjórnmálamennirnir hafa sett ofar- lega á forgangslista sína. Og ekki er aðeins við stjórnmálamennina að sakast, því við, almenningur, höfum ekki sett þessi mál efst á okkar eigin lista heldur. Það eru ekki bara breyttir samfélagshættir sem valda því að börn dagsins í dag og morgundagsins eru mörgum áhyggjuefni. Það eru ekki bara staðreyndir á borð við þær að stórfjölskyldan er horfin, að einhleypar mæður eru út um allt og raunar einhverjir einhleypir feður líka, og að einhleypir foreldrar geta ekki séð sjálfum sér og börnum sínum farborða nema með því að koma þeim einhvers staðar fyrir. Allt þetta er að vísu rétt og skiptir miklu máli. En hitt er líka staðreynd að við erum upp til hópa ákaflega upptekin við margfrægt lífs- gæðakapphlaup eða haldin illseðjanlegri framagirnd, svo að það bitnar á börnum okk- ar. Áhyggjurnar stafa að einhverju leyti af því að okkur blöskrar framferði okkar sjálfra: ef okkur finnst æskan í dag vera heimtufrek og gefin fyrir lífsþægindi og glingur þá stafar það af engu öðru en því að hún er að herma eftir okkur foreldrum sínum eftir mætti (sbr. „Það læra börnin . . .“). Og þetta vitum við vel innst inni, og vegna þess að æskan er einatt hispurslausari en full- orðna fólkið og því tilbúin að játast opinskátt þeim verðmætum sem hún lifir eftir, þá sjá- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.