Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 63
Nýjar bækur Bókaútgáfan FORLAGIÐ gefur út margt bóka á þessu ári. Þar er að Finna íslcnskan skáldskap, erlendar heimsbókmcnntir í ís- lenskri þýðingu, æviminningar, viðtalsbæk- ur og barna- og unglingabækur: Minningar sr. Rögnvaldar Finnbogasonar Trúin, ástin og efinn nefnist fyrra bindi end- urminninga sr. Rögnvaldar Finnbogasonar á Staðastað. Guðbergur Bergsson rithöfundur skráði. Sr. Rögnvaldur rifjar upp æskum- inningar sínar í Hafnarfirði, námsárin í guð- fræðideild Háskóla íslands og fyrstu prest- skaparár í Bjarnarnesi. Hér er brugðið upp ógleymanlegum myndum úr íslensku samfé- lagi kreppuára og síðar stríðsgróða að ógleymdum fyrstu embættisárum ungs prests á árum kalda stríðsins. Saga sr. Rögnvaldar er um margt frá- brugðin hefðbundnum æviminningum ís- lendinga. Hann segir frá af hispursleysi — hvort heldur hann ræðir um róttækar lífs- skoðanir sínar, tilfinningamál, efahyggju og innri togstreitu eða lýsir samferðamönnum sínum, mannkostum þeirra og ávirðingum. Frásögnin ólgar af fjöri og kankvísi þótt und- iraldan sé þung og þrungin alvöru. íslensk skáldrit Maðurinn er myndavél nefnist nýtt smá- sagnasafn eftir Guðberg Bergsson. Safnið hefur að geyma þrettán smásögur — mann- lífsmyndir sem skáldið hefur safnað með tól- um sínum og tækjum, minnugur þess sann- leika sem hann leggur einum af sögumönn- um sínum í munn — að minnið er næmara en nokkur filma, því það er gætt tilfinningu. Hér blandast myndir og minningabrot bernskunnar sýn skáldsins á íslenskan sam- tíma, tíma tilfinningadoða og upplausnar, þar sem sjálfsvirðingin er létt fundin og lítils metin. Fá skáld eru Guðbergi Bergssyni snjallari í þeirri list að varpa nýju og óvæntu ljósi á veruleikann. „Augun geta horft á fjar- lægar stjörnur, en er meinað að gægjast yfir nefið og sjá það sem þeim er næst,“ segir á einum stað í bókinni. Sögur Guðbergs eru þörf áminning til þeirrar þjóðar sem leitar langt yfir skammt og reynist ófær um að koma auga á ævintýrið hið næsta sér. Hvíti trúðurinn er ný ijóðabók eftir Nínu Björk Árnadóttur. Nína hefur fyrir margt löngu skipað sér í fremstu röð íslenskra ljóð- skálda. Fyrsta bók hennar, Ung ljóð, kom út fyrir nær aldarfjórðungi en Hvíti trúðurinn er sjöunda ljóðabók Nínu. Bókin geymir þrjátíu ljóð þar sem skáld- konan fjallar á nærfærinn og persónulegan hátt um samband mannanna og sambands- leysi, hina eilffu baráttu við óttann og það óskiljanlega sem býr innra með hverjum manni. í heimi óvissunnar grípur hún minn- ingar um augnablik liðins tíma og leggur þær í ljóð til að kveikja líf og gleði á ný. Ljóð námu menn er annað bindi Ljóðnámu- safns Sigurðar Pálssonar. Áður hefur Sig- urður sent frá sér fjórar ljóðabækur sem eru meðal þess lífvænlegasta og frumlegasta í íslenskum skáldskap síðustu ára. Eins og í fyrri ljóðabókum sínum velur skáldið sér hversdagsmyndir að yrkisefni og bregður á leik með þær. En það er skapheit- ur og alvöruþrunginn leikur. Hér er fjallað um mannlegt hlutskipti og mannleg sam- skipti og höfðað jöfnum höndum til tilfinn- inga og vitsmuna lesandans. Sem fyrr er það höfuðviðleitni skáldsins að gefa orðunum skarpa merkingu — vinda hvers konar vana- viðjar utan af tungumálinu. Ljóð Sigurðar eru árás á sljóleika hversdagsins, áskorun um að vakna til lífsins — vakna til fegurðar- innar. íslenskir utangarðsunglingar — vitnisburður úr samtímanum Svo nefnist viðtalsbók sem Sigurður Á. Frið- þjófsson hefur tekið saman. Bókin geymir tíu frásagnir af lífsbaráttu óharðnaðra ungl- inga. Unglingarnir sem segja frá hafa af ein- hverjum ástæðum kiknað undan ofurálagi í lífinu. Sum hafa farið of geyst, ætt beint af augum án þess að huga að stefnunni, þar til þau voru komin í blindgötu sjálfseyðingar- innar. Önnur urðu fórnarlömb ofbeldis og skeytingarleysis, enn önnur guldu þess bein- línis að vera öðruvísi en fjöldinn. Hér er rætt við það fjölmarga fólk sem vinnur ráðgjafar- og hjálparstarf meðal ís- lenskra unglinga, oft á tíðum við lítinn skiln- ing þeirra sem með völd fara hér á landi. En fyrst og fremst er það unga fólkið sem hefur orðið: — Þau sem hvergi eiga höfði sínu að halla— Unglingar sem leiddust út á afbrotabraut — Kornungir vímuefnaneytendur— Fórnarlömb kynferðisofbeldis— Samkynhneigðir unglingar— Fórnarlömb eineltis í skólum— Fatlaðir unglingar Hér er sagt frá lífi sem oft er reynt að þegja í hel í þjóðfélagi sem á hátíðastundum á það til að kalla sig„ hamingjusömustu þjóð í heimi“. Bók þessari er ætlað að skírskota til allra þeirra sem láta sig mannleg örlög að „Lesið Kaldaljós. Það verður enginn svikinn afþví.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðubladið. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur 453 bls. Verð kr. 2.290.- „Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njóta sín hér mjög vel. Kaldaljós er saga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík. sterk og snertir rnann." Margrét Eggertsdóttir, Þjóðviljinn. „Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les- andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki farið." Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf- undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er Kaldaljós fýrir mér. Listaverk eftir Grím sem ég vildi hafa upp á vegg." Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið. . , Svartáfmtu ^------------------------ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.