Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 67

Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 67
Sonesson. Þorsteinn skáld frá Hamri þýddi söguna. Ævintýri barnanna er nýr bókaflokkur fyrir yngstu börnin. Hér eru sögð sígild ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Ævintýrin eru endursögð við hæfi minnstu barnanna og myndskreytt af nokkrum þekktustu myndskreytingamönn- um Spánverja í dag. Þorsteinn frá Hamri þýddi ævintýrin og fyrstu þrjár bækurnar í þessari ritröð eru: Rauðhetta Pétur Pan Hans hugprúði Golda Meir og Helga Sigurjónsdóttir Bókrún hf. — útgáfufélag sendir frá sér á bókamarkaðinn fyrir jólin tvær bækur og almanaksbók með sögulegu ívafi. Minnisbók Bókrúnar 1989 kemur út í þriðja sinn í lok októbermánaðar. Þá er einn- ig væntanleg kiljan: „I nafni jafnréttis’1, greinasafn eftir Helgu Sigurjónsdóttur. Sjálfsævisaga Goldu Meir í þýðingu Bryn- dísar Víglundsdóttur kemur út í nóvember- mánuði. Tvö börn Goldu, sem búsett eru í Israel, hafa valið myndir úr einkasafni sínu til birtingar í bókinni; jafnframt senda þau íslenskum lesendum nokkur ávarpsorð. Jólabækur Arnar og Örlygs 1988: Fegurð íslands og fornir sögustaðir. Svip- myndir og sendibréf W. G. Collingwoods 1897. Formála rita Haraldur Hannesson, Björn Th. Björnsson og Janet Collingwood Gnosspelius. Asgeir S. Björnsson fór í slóð Collingwoods og kannaði myndefnið. Coll- ingwood málaði á þriðja hundrað vatnslita- myndir í„ pílagrímsferð“ sinni til Islands. Hann tók einnig fjölda ljósmynda og ritaði fjölskyldu sinni mörg sendibréf, þar sem hann lýsir landi og þjóð á raunsæjan og hlý- legan hátt. Collingwood ritaði síðar bók um för sína til íslands. Hann nefndi hana Píla- grímsferð til sögustaða, en sú bók hefur Nýjar bækur aldrei komið út á íslensku, hins vegar birtist í þessari bók, sem hlotið hefur nafnið Fegurð íslands og fornir sögustaðir, afrakstur ferð- arinnarímáli og myndum. Björn Th. Björns- son, listfræðingur, segir m.a. í formála bók- arinnar um vatnslitamyndir Collingwoods: „Því eru þær okkur íslendingum ómetanleg gjöf, sem erlendur maður hefur lagt á helgan blótstall lands okkar og sögu.“ Sögustaður við Sund Reylgavík — Sögustaður við Sund — þriðja bindi, A-Ö. Höfundur textans er Páll Líndal en ritstjóri er Einar Arnalds. Myndaritstjóri er Örlygur Hálfdánarson. Þetta ritverk er hliðstætt ritverkinu Landið þitt ísland. Það er byggt upp á sama hátt en vettvangur þess er höfuðborgin. Efninu er skipað í stafrófs- röð. Nú er stafrófinu lokið og fólk hefur þannig aðgang að gífurlegum fróðleik um sögu alls höfuðborgarsvæðisins. Nær fróð- leikurinn jafnt til elstu örnefna í borgarland- inu sem nýjustu gatnanna, gamalla húsa og nýrra. Innanum efnið er skotið margs konar fróðleiks- og skemmtiþáttum sem fengið er úr blöðum og bókum og munnlegri geymd. Slíkt efni er prentað í öðrum lit og í ramma, til aðgreiningar frá meginefninu. Bókin er ríkulega myndskreytt. Þjóðhættir Þórðar á Skógum Þjóðhættir og þjóðtrú. Þórður Tómasson safnstjóri í Skógum skráði eftir Sigurði Þórð- arsyni frá Brunnhól. Hér greinir frá lífi og starfi, þjóðsiðum og þjóðtrú í afskekktri byggð, einstæð heimild og fróðleiksnáma. Efni til áþekkrar bókar verður ekki framar upp tekið á íslandi. Þórður segir sjálfur um þetta verk sitt: „Verk mitt er aðeins endur- skin af frásögnum gamals sagnamanns. Hreimur og hrynjandi talaðs orðs hjá honum gæddu það lífi sem aldrei getur færst yfir á bók eða blað. Enn er sem ég sjái hann fyrir mér hinn gamla þul, álútan í sæti, horfandi í gaupnir sér, líkt og úti á þekju eða með hug- ann víðs fjarri, en allt í einu er litið upp með glampa í augum, spurn eða athugasemd er færð fram og fróðleikur látinn í té mð eftir- minnilegum málhreim og sérkennilegum áherslum." Undur lífsins eftir dauðann Himinn og hel — undur lífsins eftir dauðann — eftir Emanúel Swedenborg í þýðingu Sveins Ólafssonar en hann hefur lagt stund á fræði Swedenborgs í áratugi, þýtt sum þeirra og skrifað um hann ritgerðir. Himinn og hel fjallar um framlífið, það byggist á upplifun og reynslu Swedenborgs í lífi annars heims um langt árabil. Hann lýsir nákvæmlega líf- inu eftir dauðann. Er sú lýsing talin ein hin yfirgripsmesta og nákvæmasta sem mann- kyninu hefur nokkru sinni gefist. Sýnt er hvernig maðurinn gengur inn í líf annars heims; hið andlega eðli umhverfisins; hvar og hvernig dómurinn á sér stað; hið undur- fagra líf himnanna; uppeldi barna; eðli hjú- skapar og margt og margt fleira. Pólitísk vígaferli Þorleifs Friðrikssonar Undirheimar íslenskra stjórnmála — reyf- arakenndur sannleikur um pólitísk vígaferli — eftir Þorleif Friðriksson sagnfræðing. í kjölfar „Hallarbyltingar“ Hannibals Valdi- marssonar í Alþýðuflokknum 1952 hófust einstæð pólitísk vígaferli með margvíslegum og oft á tíðum nýstárlegum vopnaburði. Al- þýðuflokkurinn hafði um árabil flotið á fjár- hagsaðstoð norrænu bræðraflokkanna, en við yfirtöku Hannibals sá Stefán Jóhann Stefánsson til þess að skrúfað var fyrir alla slíka fyrirgreiðslu til flokksins. Átökin náðu hámarki á árunum 1953-1956, en nú voru það ekki bara norrænir skoðanabræður sem seildust til áhrifa í skjóli fjármálafyrir- greiðslu. Erlendir andstæðingar,, hannibal- isma“, bæði austan hafs og vestan, tóku höndum saman við hægri krata hér heima og beittu gjarnan fyrir sig næsta reyfarakennd- um aðferðum. Slík leynd lá yfir aðgerðunum að sumir þeirra sem stóðu mitt í hringiðunni höfðu í raun ekki hugmynd um hvað átti sér stað; hvaða launráð voru brugguð að tjalda- 67

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.