Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 146

Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 146
146 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Nova fagnaði fimm ára afmæli 1. desember sl. Nova á og rekur eigið 3G farsíma­ og netkerfi og hefur auk þess fengið 4G­tilraunaleyfi. Höfuð­ stöðvar Nova eru í Lágmúla 9 en verslanir eru sex talsins; ein í Lágmúla, tvær í Kringlunni, ein í Smáralind, Akureyri og á Sel­ fossi, auk þess sem vefverslun er á nova.is. Guðrún Einarsdótt­ ir er markaðsstjóri Nova. „Nova hefur hlotið fjölda viðurkenninga sem við erum gríðarlega stolt af, en Nova var valið markaðsfyrirtæki ársins 2009 af ÍMARK og aftur tilnefnt til sömu verðlauna árið 2011. Nova hefur tvö ár í röð hlotið hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni og jafnframt með ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjón­ ustu á Íslandi þrjú ár í röð 2009­2011. Einnig fékk Nova íslensku vefverðlaunin 2010 fyrir besta sölu­ og kynningarvefinn en við höfum lagt mikla áherslu á markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini í gegnum netið. Nýjasta viðurkenningin er svo þegar Liv Bergþórsdóttir, fram­ kvæmdastjóri Nova, var valin markaðsmaður ársins 2012. Ég hóf störf hjá Nova fyrir tæpum sex árum en þá voru starfs mennirnir tíu talsins. Nova hefur stækkað mikið á þessum tíma og markaðshlutdeildin er orðin um 27% og starfsmenn rúmlega hundrað. Starf mitt felst í að stýra markaðsmálum Nova, starfið er mjög skemmtilegt og fjölbreytt og það er gaman í vinnunni enda vinn ég með frábæru fólki og mikið um hlátur og gleði á stærsta skemmtistað í heimi. Það er aldrei dauður tími og alltaf mikið að gerast enda er fjarskiptamarkaðurinn líflegur og spennandi tímar fram undan með 4G.“ Guðrún býr í Mosfellsbæ ásamt krökkunum sínum þrem­ ur, Andreu Ósk, 18 ára, Róbert Orra, 10 ára, og Daníel Darra, 6 ára. Áður en Guðrún hóf störf hjá Nova starfaði hún hjá Icelandair og LSH (Barnaspítala Hringsins). Hún útskrifaðist úr viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og stjórnun frá HÍ 2003. „Hjá Nova er mjög öflugt fé­ lagslíf sem gerir góða liðsheild enn betri og góðan vinnustað enn skemmtilegri. Við fórum t.d. síðasta vor í óvissuferð til London, starfsfólkið mætti út á flugvöll á laugardagsmorgni og vissi ekki hvert ferðinni var heitið. Ferðin var í alla staði frábær og við erum strax byrjuð að huga að næstu ferð. Einnig höfum við farið saman í skíðaferðir til Akureyrar og eftir fyrstu ferðina vaknaði áhugi minn á því að stunda skíði. Áhuginn er reyndar mun meiri en hæfileikarnir og strákarnir mínir strax orðnir miklu betri á skíðum en ég, enda ekki mjög erfitt að ná því. Í frítímanum finnst mér einnig gaman að ferðast og fara í göngu ferðir. Ég fór í tvær frá­ bærar göngur í sumar, annars vegar fór ég Laugaveginn og svo gekk ég yfir Esjuna og upp í Kjós, ásamt því að fara í fleiri styttri ferðir. Einnig fer mikið af frítímanum í að fylgjast með krökkunum mínum í íþróttum, en dóttir mín spilar handbolta með Fylki og strákarnir mínir spila handbolta og fótbolta með Aftur eldingu og því ófáar helgar á sumrin sem fara í fótboltamót.“ Guðrún er ekki búin að skipu leggja næstu ferðalög erlendis en dreymir um að fara til Brasilíu, en það er spurning hvenær sú ferð verður farin. Segist líklega munu fara næst eitthvað í sól með krökkunum sínum. „Hvað framtíðin ber í skauti sér er enn óráðið þar sem ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.“ Guðrún Einarsdóttir – markaðsstjóri Nova Nafn: Guðrún Einarsdóttir Fæðingarstaður: Hafnarfjörður, 9. febrúar 1975 Foreldrar: Einar Gylfason og Sigríður Magnúsdóttir Börn: Andrea Ósk, 18 ára, Róbert Orri, 10 ára, og Daníel Darri, 6 ára Menntun: Viðskiptafræðingur „Mikið af frítímanum fer í að fylgjast með krökkunum mínum í íþróttum, en dóttir mín spilar handbolta með Fylki og strákarnir mínir spila handbolta og fótbolta með Aftur­ eldingu og því ófáar helgar á sumrin sem fara í fótboltamót.“ fóLk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.