Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 20
ÞJOÐFELAGSMAL LÆRDÓMAR FRÁ SOVÉT Rœtt við dr. Arnór Hannibalsson sem var meðal fyrstu Vesturlandabúa til að stunda nám í Moskvu snemma á sjötta áratugnum: Þetta var eins og að korna hundrað ár aftur í tímann ogframan af algjörlega óraunverulegur heimur Mánudagskvöldið 19. ágúst komu tveir menn sem höfðu samtímis stundað nám í Moskvu fram í sjónvarpinu: Arni Berg- mann og Arnór Hannibalsson. Búið var að fremja valdarán í Sovétríkjunum og heimurinn stóð á öndinni — hérlendis áttu menn erfitt með að átta sig á stöðu mála. „Þetta valdarán er í skötulíki,“ sagði Arnór Hannibalsson í þessu við- tali. Þessi orð, sögð á þessum tíma- punkti, urðu fleyg. Haustið 1954 héldu þeir Árni og Arnór til náms í Sovétríkjunum, landi þar sem enginn íslendingur hafði numið við æðri menntastofnanir áður. „Það var freistandi að leggja á ný mið,“ segir Arnór. Það sem beið þessara ungu manna var hins vegar vanþróað land, stökk aftur í tímann — þetta var áfall. í Þjóðlífsviðtali ræðir Arn- ór Hannibalsson um dvöl sína í Sovétríkj- Dr. Arnór Hannibalsson: „Það sem blasti við þegar kom yfír landamærin var gersamlega ólýsanlegt. “ EINAR HEIMISSON unum 1954-59, um vonbrigði, vanlíðan, leit að þjóðfélagi sem niðurlægir ekki fólk, leit sem reyndist honum löng. Og hann talar um niðurstöður sínar af þeirri leit, það sem hann hefur komist að um þjóðfé- lögin hér og þar og síðast en ekki síst: hann talar um það af reynslu sinni hvernig þjóð- félag okkar verði lýðræðislegra, opnara og skilvirkara: — Á þessum árum geisuðu deilur um Sovétríkin og skiptust skoðanir manna í tvö horn; annars vegar voru þeir sem vildu meina að þetta væri eitthvert nýtt glæsi- legt framtíðarland, hins vegar þeir sem voru algjörlega á öndverðri skoðun. Fyrir strákling sem las blöðin með höppum og glöppum var erfitt að gera sér grein fyrir því fyrirfram við hverju mátti búast en það er nú alltaf þannig að menn miða heiminn við það sem er heima og einhvern veginn hlaut maður að gera ráð fyrir því að þarna væri eitthvað svipað venjulegu mannlífi að finna. Það sem blasti við þegar kom yfir landamærin var gersamlega ólýsanlegt: kofarnir hölluðust með göt á þökunum og fólkið vafraði um í einhverjum ólýsanleg- um druslum og stóð í biðröðum eftir brauði og þetta var þannig að maður trúði ekki sínum eigin augum — það var bara ekki hægt. Biðröð eftir brauði! Algjörlega framandi hugmynd! Síðan var komið til Leníngrad sem ég hélt að væri einhver glæstasta borg í Evrópu og þá sá ég hvernig fólkið gekk um göturnar í fátæk- legum fötum, fölt og ósköp eitthvað ör- birgðarlegt á svipinn — það tók langan tíma að innbyrða það sem maður sá. Og svo þegar maður kom til Moskvu þá var eins og maður væri að keyra afturábak hálfa eða heila öld. — Nei, mér leið ekki sérstaklega vel fyrst eftir að ég kom til Sovétríkjanna. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór til út- landa. Maður gerði sér grein fyrir því að styrjöldin hafði haft áhrif á það hvert ástandið var í Evrópu og það var enn upp- bygging í gangi eftir það — en Moskva varð ekki fyrir neinum stórum skakkaföll- um af völdum stríðsins: hún var eins og hún var og að sjá hvernig daglegir lífshætt- ir voru — það er algjörlega ólýsanlegt. Ég hafði aldrei fyrr á ævinni séð örbirgð og skort. Manni kom það á óvart að í þessu stórveldi sem sigraði í stríðinu skyldi vera eins yfirþyrmandi skortur og raun bar vitni. Þarna voru ekki til ritvélar, aðeins pennar eins og í gamla daga, þarna voru blekbyttur á hverju skrifborði og penna- stengur og allt skrifað í höndum — það var eins og tæknibyltingin hefði alls ekki komið þarna við. — Manni hafði verið talin trú um að þarna hefði orðið gífurleg iðnaðarbylting og iðnaðurinn væri þarna að þróást risa- skrefum: Moskva var hins vegar nokkurn veginn óbreytt frá fyrri öld, mest af borg- inni voru tveggja hæða nítjándu aldar hús og allt í niðurníðslu, drullu, skít, óþverra. Ég ætlaði einu sinni að skreppa með föt í hreinsun en það reyndist nú vera mikið vandamál — það vissi enginn að til væri nokkuð sem héti fatahreinsun en loksins gróf ég upp áritun á kemískri hreinsun og hún var fyrir sunnan ána í gömlu húsi og þar þurfti maður að ganga niður nokkur þrep og þau voru full af drullu og þegar maður gekk inn þá rann maður til í drullu sem hafði hlaðist á þrepin í áranna rás og óþefurinn sem gaus á móti manni var al- gjörlega ólýsanlegur. Þarna fyrir innan voru síðan menn að rífa hnappa af fötum 20 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.