Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 18
INNLENT AA-HUGMYNDAFRÆÐIN TIL GRUNDVALLAR Meðferðarheimilið á Tindum er fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eiga við vímuefnavanda að etja. Það byggir á tólfsporameðferðinni. Sigrún Hv. Magnúsdóttir deildarstjóri: Vantar sárlega húsnœði fyrir eftirmeðferð ATindum á Kjalarnesi er nýlega farið að reka meðferðarheimili fyrir vímu- efnaneytendur á aldrinum 13-18 ára, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Heimil- ið hefur rúm fyrir fimmtán einstaklinga en þar eru núna átta unglingar sem talið er hæfilegt við núverandi húsakost og að- stæður. Starfsmenn eru sextán talsins, kennarar, áfengisráðgjafar, hjúkrunar- fræðingur, sálfræðingur, þroskaþjálfi og uppeldisfulltrúar. Einar Gylfi Jónsson forstjóri Unglingaheimilis ríkisins segir að samkvæmt könnunum séu unglingar sem segjast nota áfengi eða önnur vímuefni u.þ.b. vikulega um 7-8% allra unglinga. Það þýði að um 2000 unglingar tilheyri áhættuhópi hvað varðar vímuefnaneyslu. Á þeim sjö mánuðum sem meðferðar- heimilið hefur starfað hafa útskrifast það- an 14 unglingar. Tindar heyra undir Ungl- ingaheimili ríkisins og hafa samstarf við aðrar deildir þess. Einnig er höfð sam- vinna við barnaverndar- og félagsmálayf- irvöld í einstökum sveitarfélögum sem og aðra þá sem tengjast unglingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráð- gjafi veitir heimilinu forstöðu. Hún var tekin tali og fyrst spurð hver hafi verið tildrögin að stofnun meðferðarheimilis- ins: — Árið 1972 þegar Unglingaheimili ríkisins var stofnað var fljótlega farið að tala um að sérdeild þyrfti fyrir unglinga sem ættu við vímuefnavandamál að stríða. Það þótti henta illa að hafa saman unglinga sem ekki ættu við slík vandamál að stríða og unglinga sem neyttu vímuefna. Þegar S.Á.Á. var stofnað fóru þangað unglingar allt niður í 16 ára en það vantaði alltaf úrræði sérstaklega sniðið fyrir þessa ungu krakka. Þá var spurningin lengi vel sú hver ætti að standa fyrir stofnun slíks heimilis. Að lokum var stofnuð samstarfs- SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR nefnd sex ráðuneyta sem m.a. var ætlað að kanna hvað ætti að gera í þessu máli. Nið- urstaða samstarfsnefndarinnar var að leggja til við ríkisstjórnina að Unglinga- heimili ríkisins yrði falið þetta verkefni. Samráð hefur verið milli Unglingaheimil- isins og samstarfsnefndarinnar um málið. — Það var ákveðið að senda hóp í starfsþjálfun til Minnesota í Bandaríkjun- um en það fylki hefur löngum verið talið Mekka meðferðarstofnana. Ég var ráðin í nóvember 1989 og þrír til viðbótar, Magn- ea B. Jónsdóttir sálfræðingur, Páll Bier- ing hjúkrunarfræðingur og Atli Berg- mann áfengisráðgjafi. Við fórum fjögur út þann 1. feb. 1990, vorum í 12 vikur í þjálf- un við meðferðarstofnun fyrir fíkniefna- neytendur á aldrinum 13-18 ára og það gekk mjög vel. — Það var fljótlega ljóst að meðferðin yrði byggð á svokölluðu tólfsporakerfi, þ.e. að AA-hugmyndafræðin yrði lögð til grundvallar. Sú hugmyndafræði hefur þótt gefa besta raun við meðferð vímu- efnaneytenda. Meðferðin skiptist í fjóra hluta, greiningu, meðferðina sjálfa, fjöl- skylduviku og eftirmeðferð. Fyrst er greiningin, sem felst í því að við skerum úr því hvort unglingurinn sé háður vímuefn- um. Greiningin tekur frá einni og upp í þrjár vikur og er hún byggð á upplýsing- um frá unglingnum, fjölskyldu hans og öðrum viðkomandi, s.s. skóla. Eftirgrein- ingu er haldinn fundur með unglingum, foreldrum og einnig öðrum tilvísunaraðil- um ef þurfa þykir. Þeim er gerð grein fyrir okkar mati og hvort við teljum okkur geta hjálpað. Greiningartíminn er líka eins konar undirbúningstími fyrir meðferðina sjálfa. — Þegar krakkarnir byrja í sjálfri með- ferðinni þá fara þau að vinna „í sporun- um“ eins og við segjum. Fyrsta sporið er að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart vímuefnum og að hafa misst stjórn á líf- inu. Annað spor gengur út á að trúa því að þau ráði ekki við að ná tökum á lífi sínu óstudd og þurfi því á hjálp að halda. Þriðja spor er að biðja um og taka við hjálp. Fjórða og fimmta spor er uppgjör við for- tíðina, þ.e. að takast á við erfiðar minning- ar og reynslu sem áhrif hafa haft á líf þeirra í dag. — Verkefnin sem þau fá til að vinna sporin eru margs konar; t.d. að nefna 10 mismunandi dæmi um hvernig vímuefna- neyslan hefur haft áhrif fjölskylduna og þau sjálf, — að nefna tíu atriði sem eru jákvæð við þau sjálf. Þau eru mjög áhuga- söm við verkfnin sem við sníðum eftir hverjum einum. Við tölum um og trúum á æðri mátt, þau fá að íhuga sinn æðri mátt. Er það guð eins og þau hugsuðu um hann þegar þau voru lítil eða er það kannski amma sem er dáin og þau trúa fyrir öllu eða einhver annar. AA fundir geta líka verið þeim æðri máttur. Við kennum þeim æðruleysi til að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta og kjark til að breyta því sem hægt er. — Sjötta til tólfta spor eru síðan unnin í eftirmeðferðinni sem fer fram eftir að unglingurinn útskrifast af Tindum. Eftir- meðferðin tekur 3 til 6 mánuði. Hún er rekin í Reykjavík. Fyrst mæta þau oft í viku en síðan fer mótunum fækkandi eftir að unglingurinn lærir betur að takast á við lífið allsgáður. Mikilvægast af öllu er að mæta á AA fundi en það eru rúmlega 100 fundir á viku hverri í Reykjavík. — Meðferðin á Tindum tekur u.þ.b. 8-14 vikur og við teljum mjög mikilvægt að á þeim tíma sé haft gott samband við fjölskyldu. Við reynum t.d. að kenna ann- að munstur en ásökunarmunstrið. Fáum foreldrana til að segja einfaldlega: „Mér leið svona þegar þú gerðir þetta“ í stað þess að vera með vísifingurinn á lofti. Á 18 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.