Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 FLOKKSVAL SAMFYLKINGARINNAR 16. -17. NÓVEMBER Flokksmenn og skráðir stuðningsmenn raða í efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16.-17. nóvember. Niðurstaðan er bindandi fyrir 4 efstu sæti listans og paralistaaðferð verður beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja. Framboðsfrestur rennur út 24. október kl. 17:00. Frambjóðendur tilkynni framboð sitt til Sigríðar Jóhannesdóttur formanns kjörstjórnar í netfangið sjohannesdottir@simnet.is eða í síma 861-5249. Framboðinu skal fylgja 15 meðmæli flokksfélaga. Þátttökugjald er kr. 20.000. Nánari upplýsingar á xs.is Kjörstjórn Var aldrei góð að teikna Málverkasýning í Grindavík Einar Lárusson heldur mál-verkasýningu í Arnarborg í sal Framsóknarhússins, Víkur- braut 27 Grindavík. Dagana 13.- 21. október verður opið kl. 14:00 til 18:00. Á sýningunni eru 25 verk unnin með ýmsum aðferðum. Verkin eru frá 2011 og 2012. Þetta er fimmta einkasýning Einars en áður hefur hann haldið sýningar í Noregi, Reykjavík og á Suður- nesjum. Viðbrögðin við sýningunni voru að sögn Fjólu framar öllum vonum. „Ég er varla ennþá komin niður á jörðina. Suðurnesjamenn tóku sýningunni mjög vel og margir voru forvitnir um verkefnið. Verkin seldust ágætlega en það voru svo margir ánægðir með sýninguna að ég ákvað að setja upp verkin í Reykjavík og munu mynd- i r n a r h a n g a í ve r s lu n i n n i Macland fram að afmælisdegi Hemma sem er 22. febrúar.“ Fjóla er, e ins og áður hefur komið fram, úr Keflavík en flutti til Hafnarfjarðar fyrir 20 árum síðan. Hún byrj- aði seint í myndlist og segist hún alls ekki hafa haft listina í sér þegar hún var yngri. „Ég var alls ekki góð að teikna þó ég væri ágæt með liti. Ég lærði hárgreiðslu á sínum tíma og mesti höfuðverkurinn í náminu var módelteikning þar sem maður þurfti að teikna. Þannig að þegar ég var yngri hugs- aði ég ekkert út í að skapa mína eigin list. Reyndar var einn maður sem var greinilega á öðrum nótum en ég en það var kennari minn í gaggó, Erlingur Jónsson, og hann sagði alltaf að ég yrði listamaður þegar ég yrði stór. Fjóla fór seinna í nám í Myndlistarskólann í Hafnarfirði og fór síðan í nám hjá Reyni Katrínar myndlistarmanni. „Reynir kenndi mér mikið og höfum við síðan haldið sýn- ingar saman og erum góðir vinir. Hann gerði mig að betri listamanni og kenndi mér m.a. þolinmæði.“ Eftir þetta fór Fjóla í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og lærði m.a. hjá Sól- veigu Aðalsteinsdóttur myndhöggvara. „Þar sem ég var ekki beint náttúrutalent þá skipti æfingin mig miklu máli. Ég hef þó alltaf verið ágæt í litablöndun. Þegar ég var að byrja að mála þá fór ég til Kjartans Guð- jónssonar myndlistarmanns og bað hann um að gagnrýna verkin mín. Hann tók mér opnum örmum og orðaði það svo að ég væri snillingur með liti en kynni ekkert að teikna. Í kjölfarið vísaði hann mér veg- inn, benti mér á þá leið sem best væri að fara fyrir mig. Einnig sagði hann við mig að það skiptir ekki máli hversu góður málari þú ert ef þú hefur ekki teikningu.“ Fjóla vinnur í dag sem verk- efnastjóri og ráðgjafi hjá TM Software og er búin að vera í þeim bransa í 10 ár. Fyrir það langaði Fjólu að reyna að lifa af listinni og gekk það vel, það var mikið að gera hjá henni en það var eitthvað sem vantaði. „Í raun saknaði ég félagsskaparins, ég er ekki svona manneskja sem getur unnið ein, ég var farin að tala við sjálfa mig í lokin.“ Því ákvað Fjóla að halda myndlistinni sem hliðarverkefni og hefur hún gert það síðan með góðum árangri. M yndlistarkonan og brottflutti Keflvíkingurinn Fjóla Jónsdóttir hélt sýningu á verkum sínum síðastliðna Ljósanótt en verkin og hugsjónin á bak við þau hafa vakið mikla athygli. Fjóla málaði 33 portrettmyndir, flestar af rokkstjörnum sem var einmitt heiti sýningarinnar. Ein myndin var afar sérstök í huga Fjólu. Hún var af vini hennar, Hermanni Fannari Valgarðssyni sem lést fyrir um ári síðan rétt rúmlega þrítugur. Hermann var úti að skokka þegar hann hneig niður og var fráfall hans mikið áfall að sögn Fjólu en þau Hermann höfðu verið góðir vinir. „Við Hemmi vorum góðir vinir og unnum saman á vefstofu hér áður fyrr í nokkur ár. Hann var einstakur persónuleiki og við héldum alltaf sambandi þó að við hættum að vinna saman. Hemmi dó í nóvember í fyrra og útvarpsstöðin X-ið hélt minningartónleika um jólin og í kjölfarið var stofnaður minningar- sjóður um hann. Þá ákvað ég að taka þátt í því að styrkja sjóðinn með því að halda sýningu og var hugmyndin sú að allur ágóði af sölu myndanna myndi renna í sjóðinn. Mig langaði að gera eitthvað krefjandi til þess að heiðra minningu Hemma og hugsaði með mér hvað væri það erfiðasta sem ég gæti gert. Það eru portrettmyndir, þar sem það er ekki mín sterkasta hlið og það var í raun hugmyndin á bak við myndirnar.“ - FJÓLA JÓNSDÓTTIR listakona í Víkurfréttaspjalli VIÐTALIÐ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.