Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 18.10.2012, Blaðsíða 28
fimmtudagurinn 18. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR28 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 18. - 24. okt. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Föstudaginn 19. október nk. Léttur föstudagur kl. 14:00. Birgitta Jónsdóttir Klasen ræðir um náttúrulækningar, hollt mataræði o.fl. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ www.vf.is sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU 2 Herbergja íbúð á jarðhæð í Keflavík. Gæludýr bönnuð. Verð 75 þús ekki hiti og rafmagn. Laus strax. 2 mánuðir í tryggingu. 820 3577. 4ra herb. rúmgóð 105m2 íbúð í leigu. Íbúðin er á 3. hæð í fjölbýli í Holtaskólahverfinu. Bankaábyrgð. Upplýsingar í síma 773 3310 ÓSKAST Óskast til leigu. Reglusöm 5 manna fjölskyldu vantar einbýli eða raðhús til leigu í janúar í Reykjanesbæ. Skilvísar greiðslur. Upp. í síma 778 0130 og 778 0100. ÞJÓNUSTA Aðstandendur Bjóðum upp á öflugan kórsöng við jarðafarir. Karlakór Keflavíkur GÆLUDÝR Yorkshire terrier tík er týnd. Brún/svört með silfrað bak týndist í kringum 20. ágúst í Reykjanesbæ. Fundarlaun í boði. Uppl. í síma 846 7679. PARKETÞJÓNUsTA Parketslípun, lagnir, viðgerðir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is Kortið prýðir vatnslitamynd eftir Stefán Jónsson Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar Minningarkortin fást hjá Víkurfréttum, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ. Opið alla virka daga kl. 09-17 Júdódeild UMFN og Taekwondodeild Keflavíkur hafa fengið afhenta langþráða æfingaaðstöðu að Iðavöllum 12 í Reykjanesbæ, en húsið er 430 fermetrar að stærð. Framkvæmdir við að breyta húsnæðinu í æfingaað- stöðu fyrir júdó og taekwondo eru þegar hafnar og gert er ráð fyrir því að fyrsta æfingin geti farið fram um næstu mánaðamót. Stjórnarfólk í báðum deildum mun aðstoða við þessar breytingar. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar skipaði starfshóp á dögunum sem kannaði heppilegt húsnæði fyrir þessar bardagaíþróttir og tók þá mið af stærð hússins og staðsetningu vegna akstursleiða stætis- vagna. Starfshópurinn lagði til að Iðavellir 12 yrðu teknir á leigu til a.m.k. þriggja ára og var það sam- þykkt. Viðbótarkostnaður umfram það sem hingað til hefur verið greitt vegna æfingahúsnæðis fyrir þessar deildir er 2 milljónir króna. Júdódeild UMFN, sem stofnuð var 8. desember árið 2010, fékk nýlega viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrir- myndarfélag en taekwondódeildin, sem var stofnuð í október árið 2000, fékk fyrst slíka viðurkenningu árið 2004. Um 130 börn eru virk hjá júdódeildinni og eru þau flest á grunnskólaaldri. Þjálfarar eru Guðmundur Stefán Gunnarsson og Birkir Freyr Guðbjartsson. Júdódeildin hefur unnið til 11 Íslandsmeistaratitla frá stofnun hennar. Alls æfa 106 börn hjá taekwondodeildinni. Aðalþjálf- arar deildarinnar eru Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir. Árangur í einstaklingskeppnum hefur verið glæsilegur undanfarin ár en alls hefur taek- wondofólk unnið 66 Íslandsmeistaratitla og 11 bikarar- meistarartitla, en í félagakeppnum hefur deildin orðið fjórum sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Þriðja bardagaíþróttin, hnefaleikarnir, er með ágætis aðstöðu í gömlu Sundhöllinni samkvæmt samningi við núverandi eigendur hússins. Alls æfa 20 grunnskóla- börn svokallað Krakkabox en að auki er iðkendafjöldi eldri boxara um 50 talsins. María Skagfjörð Ill-ugadóttir er stödd Í Eldhúsi Víkurfrétta að þessu sinni en hún er 22 ára Keflavíkurmær sem leggur stund á sálfræði við Háskóla Íslands. Maríu finnst ótrúlega gaman að elda og hefur verið móður sinni innan handar við að elda kvöld- matinn síðustu árin. Þessi dægrin býr hún með vinkonu sinni og eru þær stöllur duglegar að skipta með sér verkum við eldamennskuna. Þegar María er spurð að því hvað verði oftast fyrir valinu er hún tekur fram potta og pönnur þá segir hún að kjúklingurinn sé afar vinsæll. „Mér finnst kjúklingur mjög góður, þannig að kjúklinga- réttir verða oft fyrir valinu. Annars finnst mér líka gaman að skoða uppskriftir og prufa eitt- hvað nýtt,“ segir María. Uppskriftin sem hún ætlar að deila með lesendum er girnileg súkkulaðikaka sem klikkar aldrei að hennar sögn. „Ég fékk þessa upp- skrift hjá frænku minni sem er snilldarkokkur. Ég smakkaði þessa köku fyrst hjá henni og hún hefur verið bökuð margoft á mínu heimili síðan og klikkar aldrei.“ Uppskriftin: Súkkulaðikaka 200 g smjör 200 g sykur, þeytt létt og ljóst 3 egg sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli 200 g hveiti 1 kúfuð tsk lyftiduft vanilla (smá dropar) hrært út í Hræra saman í þykkt mauk 3 kúfaðar msk af kakó og heitt vatn og setja maukið út í deigið. Setja deigið í eldfast mót. 100 gr suðusúkkulaði (eða 70%) brotið í bita og stungið hér og þar í deigið. Kakan er bökuð við 180° í 18-20 mín (má vera lengur). Krem: 100 g suðusúkkulaði brætt á vatnsbaði 100 g flórsykur 100 g smjör og 4 msk mjólk bætt við suðursúkkulaðið Látið mýkjast í hita í 1 mínútu í vatns- baði og hellt yfir kökuna. Verður oft kekkjótt og því verður að muna að sigta flórsykur. Hella kreminu yfir kökuna þegar hún kemur út úr ofninum. Mjög góð með ís eða rjóma! marÍa SKaGFJÖrÐ Í ELDHÚSINU SÚkkULaðISæLa Kakan áður en hún fer í ofninn... Kakan fullkláruð og búið að setja vatnsbaðskremið ofaná. Bardagahús verður til í Reykjanesbæ Við undirritun leigusamnings Iðavalla 12: Frá vinstri: Gunnar Þórarinsson for- maður ÍT ráðs, Árni Sigfússon bæjarstjóri, Erlendur Jónsson eigandi hússins og Björgvin Jónsson, formaður júdódeildar UMFN.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.