Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 24
I DAGSKRÁ / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ ÁGRIP ERINPA E 01 Áhættuþættir sýkinga og horfur sjúklinga með blóð- sýkingar af völdum sveppa Lena Rós Ásmundsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Már Kristjánsson, Magnús Gottfreðsson Landspítali Hringbraut, læknadeild HI Netfang: magnusgo@rsp.is Inngangur: Tíðni blóðsýkinga af völdum sveppa er talin vera vax- andi víða í hinum vestræna heimi. Algengasta orsök sýkinga af þess- um toga er gersveppurinn Candida albicans, en aðrar tegundir Candida eru vaxandi vandamál. Dánartíðni sem rekja má beint til þessara sýkinga er há, allt að 45%. Upplýsingar um áhæltuþætti og þætti sem hafa forspárgildi fyrir horfur eru nauðsynlegar til að unnt sé að bæta horfur sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Safnað var saman upplýsingum um allar blóðsýkingar af völdum sveppa á landinu á 20 ára tímabili, 1980- 1999. Áhættuþættir voru kannaðir sem og upplýsingar um meðferð og horfur. Allir stofnar sem unnt var að safna saman voru stofn- greindir að nýju. Beitt var einþátta- og fjölþátta aðhvarfsgreiningu til að greina forspárþætti um horfur. Niðurstöður: Á þessu 20 ára límabili greindust 164 blóðsýkingar af völdum sveppa hjá 157 sjúklingum. Nýgengi sýkinganna jókst stöðugt á rannsóknartímabilinu, úr 1,1 sýkingu á 100.000 íbúa á ári á fyrsta fimm ára tímabilinu upp í 4,9 sýkingar á 100.000 íbúa á ári á því síðasta. Flestir sjúklinganna voru eldri en 16 ára (93%). Algeng- ir áhættuþættir voru notkun sýklalyfja (85%), miðbláæðaleggja (84%), nýlegar aðgerðir (58%) og hvítkornafæð (12%). Eftirtaldir þætlir voru tengdir marktækt (p< 0,05) hærri dánartíðni sjö dögum og 30 dögum eftir greiningu sýkingarinnar samkvæmt lógistískri einþáttagreiningu: 1. Miðbláæðaleggur ekki fjarlægður innan tveggja sólarhringa. 2. Lungnabólga (innan tveggja vikna frá grein- ingu). 3. Notkun barkstera. 4. Lengd sjúkdómseinkenna fyrir grein- ingu. í fjölþátta aðhvarfsgreiningu voru 1. Miðbláæðaleggur ekki fjarlægður innan tveggja sólarhringa (OR 3,55; p=0,006) og2. sýkla- lost (lágþrýstingur) við greiningu (OR 5,30; p=0,003) martækir for- spárþættir um hærri dánartíðni. Ályktanir: Nýgengi blóðsýkinga af völdum sveppa hefur aukist verulega hérlendis á 20 ára tímabili. Ástæður þessarar aukningar tengjast auknum fjölda ónæmisbældra, umfangsmeiri skurðaðgerð- um og fullkomnari gjörgæslumeðferð. Mikilvægt er að smitsjúk- dómalæknar séu með í ráðum við meðferð þessara sýkinga og að djúpir æðaleggir séu fjarlægðir sem allra fyrst sé þess nokkur kostur. E 02 ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka á íslandi Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Már Kristjánsson, Siguröur Guömundsson, Karl G. Kristinsson Landspítali Hringbraut, landlæknisembættið, Háskóli íslands Netfang: magnusgo@rsp.is Inngangur: Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru al- gengasta orsök lungnabólgu og næstalgengasta orsök heilahimnu- bólgu af völdum baktería hérlendis. Faraldsfræði ífarandi (invasive) pneumókokkasýkinga (blóð-, miðtaugakerfis- og liðsýkinga) hefur mest verið rannsökuð hjá ákveðnum hópum, oftast börnum og ónæmibældum. Nokkuð hefur skort á rannsóknir sem ná til heilla þjóða. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður sýklarannsókna fyrir landið allt (utan FSA) voru kannaðar fyrir árin 1980-1999. Skráðar voru upp- lýsingar um jákvæðar ræktanir á pneumókokkum úr blóði, mænu- vökva og liðvökva. Upplýsingar um aldur sjúklinga og dánardag voru fengnar úr þjóðskrá. Niðurstöður: Á þessu 20 ára tímabili greindust 624 sjúklingar með 657 ífarandi pneumókokkasýkingar á landinu (utan FSA). Böm voru 29% hópsins og fullorðnir 71%. Blóðsýking var algengasta sýk- ingarformið (90%), heilahimnubólga greindist hjá 8% og liðsýking- ar hjá 2% sjúklinga. Hjá börnum undir 16 ára aldri voru sýkingar mun algengari meðal drengja (63%) en stúlkna (37%), en þessi munur milli kynjanna sást ekki hjá fullorðnum. Á rannsóknartíma- bilinu jókst nýgengi sýkinganna úr 9,4 sýkingum á 100.000 íbúa á ári í 16 sýkingar á 100.000 íbúa á ári (p<0,05). Þrátt fyrir aukinn fjölda blóðræktana þegar leið á rannsóknatímabilið jókst hlutfall jákvæðra blóðræktana (0,66% á þriðja fimm ára tímabili borið saman við 0,74% á síðasta fimm ára tímabili, p<0,05). Dánartíðni nýbura með blóðsýkingar var há (3/5), en horfur annarra barna voru góðar (eitt lést af 192). Meðal fullorðinna var greinileg fylgni milli hækkandi aldurs og dánartíðni. Dánartíðni var 15% fyrir aldursbilið 50-60 ára, en 30% fyrir sjúklinga eldri en 80 ára. Horfur sjúklinga með ífarandi pneumókokkasýkingar breyttust ekki niarktækt á rannsóknartíman- bilinu (10,6% létust á fyrri hluta en 11,3% á seinni hluta). Ályktanir: Nýgengi ífarandi pneumókokkasýkinga hefur aukist á íslandi á síðustu 20 árum. Ekki er ljóst hvort aukningin stafar af bættum greiningaraðferðum eða raunaukningu. Sérstaka athygli vekur að horfur sjúklinga með þessar sýkingar hafa ekki batnað þrátt fyrir miklar framfarir á mörgum sviðum læknisfræði á síðustu 20 árum. E 03 Hlutverk Vif í lífsferli mæði-visnuveiru Valgerður Andrésdóttir, Bjarki Guömundsson, Guðrún Agnarsdóttir, Ólafur S. Andrésson, Sigríöur Matthíasdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: valand@hi.is Inngangur: Eitt af þeim genum sem einkenna lentiveirur, meðal annars alnæmisveiruna HIV og mæði-visnuveiru (MW) er vif (viral infectivity factor; sýkingarþáttur veiru), en galli í þessu geni getur valdið allt að þúsundfaldri minnkun á vexti HIV í ýmsum frumugerðum. Amínósýrusamsvörun er milli Vif prótína úr öllum lentiveirum. Talið er að Vif virki á síðustu stigum lífsferils veiranna, það er við myndun nýrra veiruagna eða knappskot þeirra úr frum- um. Komið hefur í ljós að úr frumum sem sýktar eru með vif- stofn- um HIV myndast veiruagnir sem hafa óeðlilega byggingu hylkis. Ekki er þó vitað nákvæmlega hvernig Vif vinnur. Vif og Gag (hylk- isprótín) eru bæði staðsett við frumuhimnu sýktra frumna, en deilt er um hvort tengsl eru á milli prótínanna eða ekki. Tveir klónar af mæði-visnuveiru hafa verið búnir til, báðir úr tilraunakindum á Keldum, og er aðeins 1% munur á amínósýruröð þeirra, en það vill svo til að önnur klónaða veiran hefur stökkbreytingar sem gera það að verkum að hún vex illa í hnattkjarnaátfrumum (macrophages), en vel í æðaflækju- (choroid plexus) frumum. Hún er því sem næst ósýkingarhæf í kindum. Til þess að kanna hvaða stökkbreytingar lægju að baki þessari svipgerð, skiptum við á erfðaefnisbútum milli klónanna tveggja og athuguðum vöxt endurraðaðra veira í hnatt- kjarnaátfrumum. 24 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.