Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 94
I ÁGRIP VEGGSPJALDA 7 X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Niðurstöður: Alls reyndist um að ræða 306 börn (181 stúlku og 125 drengi) frá 23 löndum. Fjöldi barna á ári var breytilegur (þrjú til 67). Meðalaldur við komu til landsins reyndist 5,5 mánuðir (einn- ar viku til 13 ára), 58% barnanna voru sex mánaða eða yngri og 81% 12 mánaða eða yngri. Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins komu flest barnanna frá Suðaustur-Asíu (27% frá Sri-Lanka og 17% frá Indónesíu). Á síðari hlutanum komu flest frá Indlandi (32%), Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Við komu til landsins var almennt ástand í flestum tilvikum (93%) gott en í nokkrum til- vikum (4%) reyndist sjúkrahúsinnlögn nauðsynleg, aðallega vegna iðrarbólgu og þurrks. Önnur alvarleg vandamál voru berklasmit (8%), meðfædd sárasótt (1%), langvinn lifrarbólga-B (1%) og ýmsir meðfæddir gallar (6%). Blóðskortur greindist hjá 72 (24%) barnanna. Mörg reyndust hafa orma (19%) eða sjúk- dómsvaldandi sýkla (54%) í meltingarvegi. Ekkert barnanna hafði jákvætt eyðnipróf. Fjögur barnanna reyndust hafa óeðlilega taugakerfisskoðun. Ályktanir: Fjöldi og uppruni erlendra ættleiðingarbarna var mjög breytilegur á rannsóknartímabilinu. I flestum tilvikum var almennt heilbrigðisástand barnanna gott. Mörg áttu við vandamál að etja, sem aðeins í fáum tilvikum reyndust alvarleg og kröfðust skjótrar úrlausnar. Því er nauðsynlegt að skoða og rannsaka börnin ýtarlega við komu til landsins og hafa í huga, að þau geta haft sjaldgæfa sjúk- dóma. Það er því mikilvægt að læknisskoðun, rannsóknir og með- ferð sé í höndum þeirra, sem reynslu hafa á þessu sviði. V 114 Líðan starfsmanna á leikskólum Kristinn Tómasson, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Berglind Helgadóttir, Þórunn Sveinsdóttir, Svava Jónsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Vinnueftirlit ríkisins Netfang: kristinn@ver.is Markmið: Finna þætti sem nota má við að skipuleggja geðverndar- starf á vinnustað. Efniviður og aðferðir. Um 320 starfsmenn á leikskólum í Reykjavík svöruðu spurningalista, um lýðfræðileg og vinnuvistfræðileg atriði og andlega, líkamlega og félagslega vellíðan jafnfram spurningum um fyrri heilsu. Svarhlutfall var 90%. Niðurstöður: Giftir starfsmenn, starfsmenn í hærri stöðum og með betri mennlun bjuggu við betri andlega líðan. Staða innan leikskól- ans tengist einnig starfsánægju en menntun tengist bæði starfs- ánægju og hversu ánægðir starfsmenn eru með fjölskyldulíf sitt. Reglubundin líkamsrækt bætir bæði andlega og líkamlega vellíðan en tengist ekki starfsánægju. Notkun tóbaks og áfengis tengist verri andlegri líðan. Tíðar ferðir til lækna og margir veikindadagar tengj- ast slæmri andlegri líðan og lítilli starfsánægju. Andleg líðan, ánægja með vinnu og fjölskyldu batnar með hækkandi aldri. Ályktanir: Rannsóknin vekur athygli á að við skipulagningu geð- verndarstarfs á vinnustað þarf að taka tillit til breytilegra þarfa mis- unandi hópa á vinnustöðum. V 115 Geðheilsa og starf fimmtugra kvenna Kristinn Tómasson', Bryndís Benediktsdóttir2, Þórarinn Gíslason3 ‘Vinnueftirlit ríkisins, 2Heilsugæslan í Garöabæ, læknadeild HÍ, 3lungnadeild Land- spítala Vífilsstöðum Netfang: kristinn@ver.is Inngangun Ýmsir siðir og félagslegir þættir tengjast geðheilsu. Til þess að reyna að bæta geðheilsu á vinnustöðum er mikilvægt að greina þessa þætti. I þessu erindi verður geðheilsa 50 ára kvenna skoðuð með tilliti til starfa. Efniviður og aöferðir: Allar konur fæddar árið 1947 og búsettar á Stór-Reykjavíkursvæðinu (N=956) fengu sendan ítarlegan spurn- ingalista varðandi félagslega stöðu, lífsstíl og heilsufar. Til þess að fá betri svörun voru tvö áminningarbréf send. Niðurstöður: Svarhlutfall var 72,2%. Geðheilsa einhleypra kvenna var til muna slakari en giftra (31% á móti 14%). Þetta var eins þeg- ar tekið var tillit til starfsgreina, hvort sem slíkt var byggt á sögu um meðhöndlun eða á þunglyndis- og kvíðaskala (HAD) Að vísu voru konur í stjórnunarstöðum með heldur færri kvíðaeinkenni en aðrar konur. Á hinn bóginn höfðu þessar konur, sem og háskólamenntað- ar konur, meiri áhyggjur af vinnu sinni en konur í öðrum starfs- greinuni. Konur í stjórnunarstöðum drukku oftast áfengi. Skorlur á svefni var mestur meðal kvenna í störfum sem krefjast fag- eða tæknimenntunar (38%), en minnstur meðal skrifstofukvenna (22%). Þessi munur skýrðist ekki af vaktavinnu. Ekki var munur á tóbaksnotun milli hópanna. Stjórnendur stunduðu oftast reglu- bundna líkamsrækt, 44%, en ófaglærðar sjaldnast 29%. Almennt svipaði geðheilsu og lífsstfl heimavinnandi húsmæðra mest til þessa meðal ófaglærðra kvenna. Ályktanir: Rannsókn þessi sýnir að meðal miðaldra kvenna þarf markvisst geðverndarstarf á vinnustað að vera sniðið eftir þörfum mismunandi stétta og þjóðfélagshópa. V 116 Mæling blóðblöndunar milli fósturs og móður við fæð- ingu, samanburður tveggja aðferða Kristjana Bjarnadóttir’, Guörún Svansdóttir’, Soili Erlingsson’, Þóra Fischer3, Sveinn Guömundsson’ lBlóðbankinn, 2kvennadeild Landspítala Hringbraut Netfang: krissa@rsp.is Inngangur: Til að fyrirbyggja myndun á anti-D hjá RhDneg. (- Rhesus D neikvæðum) mæðrum eftir fæðingu RhDpós. barns hefur þessum konum frá árinu 1969 verið gefið 300/jg anti-D ónæmisgló- búlín. Þetta magn nægir til að hlutleysa 12 ml af fósturblóðkornum. Blæðing frá fóstri til móður (feto-maternal hemorrhage) FMH er <3ml hjá 99% og <10 ml hjá 99,7% mæðra. í flestum tilvikum næg- ir að gefa 100/Jg af anti-D en það dugar til að hlutleysa 4 ml af RhD- pós. fósturblóðkornum. Markmiðið var að finna aðferð sem gæti greint þetta með nægjanlegu næmi. Nauðsynlegt er að aðferðin geti greint að minnsta kosti 4 ml FMH hjá móður sem jafngildir 0,18% hlutfalli fósturblóðkorna íblóðrás móður. Efniviður og aðferðir: Mæling með frumuflæðisjá: Flúorljómandi mótefni, BRAD-3 gegn rhesus D mótefnavakanum var notað og hlutfall RhDneg./RhDpós. blóðkorna mælt með frumuflæðisjá. Út- búin var 10% þynning af RhDpós. naflastrengsblóðkornum í RhD- neg. blóðkornum og gerðar raðþynningar að 0,018%. Mæld gildi voru borin saman við reiknuð gildi. Mæling með gelaðferð: Þekktu magni af anti-D var bætt útí rauð- kornalausn frá móður. Magn anti-D sem festist á fósturfrumur var mælt með því að athuga hversu mikið anti-D sat eftir í lausn eftir upptöku. RhDpós. frumum var bætt út í flotið og svörunin borin saman við svörun frumulausnar með þekktu hlutfalli RhD- neg./RhDpós. blóðkorna. Sýni úr RhDneg. konum sem fætt höfðu RhDpós. barn voru mæld með báðum aðferðum. 94 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 00/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.