Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2007, Blaðsíða 36
ÁGRIP ERINDA / XIII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 34 Alvarleiki ogfylgikvillarífarandi meningókokkasýkinga á íslandi Ingi Karl Reynisson', Helga Erlendsdóttir2, Magnús Gottfreðsson1'3 ‘Læknadeild HÍ,2sýklafræðideild og 3lyflækningadeild Landspítala ikr@hi.is Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum meningókokka (Neisseria meningitidis) eru gríðarlegt heilsufarsvandamál um allan heim. Settar hafa verið fram kenningar um síðbúna sjálfsofnæmiskvilla í kjölfar sýkinga með meningókokkum af hjúpgerð B. Við gerðum afturvirka rannsókn þar sem könnuð voru klínísk einkenni, alvarleiki sjúkdóms og fylgikvillar hjá þeim sem greindust með ífarandi sýkingu af völdum meningókokka á íslandi. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár þeirra einstaklinga sem höfðu greinst með ífarandi sýkingu af völdum meningókokka á íslandi á árunum 1975 til 2004 voru skoðaðar. Enn fremur leituðum við handvirkt að síðbúnum sjálfsofnæmisfylgikvillum og leituðum að sjálfsofnæmissjúkdómum með leit í ICD 9 og ICD 10 kóðum. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 562 einstaklingar með 566 tilfelli af ífarandi meningókokkasýkingum. Skoðaðar voru sjúkraskár 538 einstaklinga. Þar af voru 400 börn (meðalaldur 4,7 ár) og 138 fullorðnir (meðalaldur 32,3 ár). Meirihluti einstaklinga greindist með heilahimnubólgu, eða 62,5% en 33,6% einstaklinga greindust með blóðsýkingu. Meðaltal GMSPS skors hjá börnum sem lifðu var 1,9 en 8,3 hjá þeim sem létust (p<0,05). Meðaltal APACHE II skors hjá fullorðnum sem lifðu var 8,4 en 20,5 hjá þeim sem létust (p<0,05). Dánartíðnin hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Tíðni langtímafylgikvilla var 8,7%. Algengasti fylgikvilli var heyrnarskerðing og drep í húð. Niðurstöður: Dánartíðni einstaklinga með ífarandi mening- ókokkasýkingu er svipuð hér á landi og hefur verið lýst annars staðar. Sterk tengsl eru milli klínískra einkenna við innlögn og dánartíðni, bæði á meðal barna og fullorðinna. Tíðni langtímafylgikvilla er há. Engin tengsl fundust milli sýkinga með hjúpgerð B og síðbúinna sjálfsofnæmiskvilla. E 35 Arfgerðagreining methicillín ónæmra Staphylococcus aureus (MÓSA) á íslandi Hjördís Harðardóttir1, Ólafur Guðlaugsson2, Þóra Rósa Gunnarsdóttir1, Gunnsteinn Æ. Haraldsson1, Karl G. Kristinsson' 'Sýklafræðideild og 2sýkingavarnadeild Landspítala hjordish@landspitali.is Inngangur: Fram til ársins 2000 var tíðni Staphylococcus auretts (MÓSA) lág hér á landi, eða frá engu til fimm tilfella (sýktir eða sýklaðir einstaklingar) á ári. Þetta breyttist með tilkomu þriggja faraldra, á árunum 2000 (þrjú tilfelli), 2001 (10 tilfelli) og 2002-03 (37 tilfelli). Ekki hafa orðið neinir MÓSA-faraldrar síðan og fór fjöldi tilfella niður í átta árið 2004 en árin 2005 og 2006 má aftur merkja greinilega aukningu í fjölda MÓSA-tilfella, sem sum hver tengjast beint (allt að fjórir einstaklingar í hverjum hópi). Þrátl fyrir þetta teljast MÓSAr enn sjaldgæfir á íslandi. Efniviöur og aðferðir: Allir MÓSAr, sem greinast á íslandi eru sendir til sýklafræðideildar Landspítala til staðfestingar og frekari rannsókna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2000 til 30. september 2006 greindust 154 nýir einstaklingar með MÓSA á íslandi. MÓSA- stofnar frá 142 þeirra voru tiltækir til arfgerðagreiningar. Beitt var “Pulsed Field Gel Electrophoresis” (PFGE) aðferð, samkvæmt aðferðarlýsingu Murchan og félaga (2003, HARMONY). Samanburður PFGE-mynstra fór fram með tölvuhugbúnaðinum BioNumerics. Niðurstöður: Sérhver faraldursstofnanna þriggja reyndist hafa sitt sérstaka PFGE-mynstur og greindust þau ekki utan faraldranna. Hinir stofnarnir voru af margvíslegum arfgerðum og engin ein þeirra ríkjandi, jafnvel þó innfluttar arfgerðir væru undanskildar. PFGE-niðurstöðurnar leiddu í ljós mikinn fjölda áður óþekktra tenginga á milli tilfella, sem faraldsfræðin ein og sér hafði ekki afhjúpað. Alyktanir:Ofangreindarniðurstöðurkallaánánarifaraldsfræðilega eftirgrennslan og undirstrika mikilvægi stofnagreininga svo sem PFGE sem hjálpartækja við faraldsfræðilega uppvinnslu og eftirlit með MÓSA-tilfellum. Stefnt er að því að bera PFGE- mynstur íslensku stofnanna saman við erlenda gagnagrunna og að gera PCR fyrir PVL, SCCmec flokkun og Spa-greiningu. E 36 ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka á íslandi 1975-1995 Sandra Halldórsdóttir', Helga Erlendsdóttir1'2, Magnús Gottfreðsson1'3 ‘Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild og 3lyflækningadeild Landspítala sah3@hi.is rnagnusgo@landspitali.is Inngangur: Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) eru algengasta orsök lungnabólgu og næstalgengasta orsök heilahimnubólgu af völdum baktería hérlendis. Faraldsfræði ífarandi pneumókokkasýkinga hefur verið rannsökuð víða um heim en fáar rannsóknir hafa náð til heillar þjóðar. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi náði yfir tímabilið 1975-1995. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra einstaklinga sem greinst höfðu með ífarandi pneumókokkasýkingar og legið á sjúkrahúsum hér á landi. Skráðar voru ítarlegar upplýsingar úr sjúkraskrám, þar með talin APACHE II eða PRISM III stig, meðferð og horfur. Niðurstöður: Á þessu 21 árs tímabili, greindist 551 sjúklingar með ífarandi pneumókokkasýkingar hér á landi. Farið hefur verið yfir 440 sjúkraskrár frá þessu tímabili. Börn voru 154 (35%) og fullorðnir 286 (65%). Lungnabólga með blóðsýkingu var algengasta greiningin (52,1%), þar á eftir blóðsýking án greinanlegs uppruna (24,3%) og heilahimnubólga (12,5%). Meðaltímalengd einkenna fyrir innlögn var tveir dagar. Meðal APACHE II stigafjöldi fullorðinna sem lifðu var 12,9 en 24,4 hjá þeim sem létust (p<0,0001). Meðal PRISM III stigafjöldi þeirra barna sem lifðu var 2,4 samanborði við 17,8 hjá þeim sem létust (p=0.04). Dánartíðni fullorðinna með heilahimnubólgu var24,2% en 9,1% meðal barna. Af fullorðnum sem fengu aðrar ífarandi sýkingar en heilahimnubólgu létust 14,2% en 2,3% barna. Ályktanir: Þrátt fyrir miklar framfarir í læknisfræði hafa horfur sjúklinga með ífarandi pneumókokkasýkingar lítið breyst síðustu áratugi. Stigunarkerfin APACHE II og PRISM III virðast spá vel fyrir um horfur sjúklinga. Frekari rannsókna er þörf til að skoða 36 Læ knablaðið/fylgirit 53 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.