Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Stefán Dan Óskarsson hefur átt heima á Ísafirði alla sína ævi. Hann hefur marga fjöruna sopið um ævina, átt í stríði við Bakkus og þurft að takast á við sorgina sem fylgir því að missa son, tengdason og barnabarn. Í dag stuðlar hann að bæði andlegri og líkamlegri heilsu bæjarbúa með rekstri líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nudd- setursins. Stefán sagði blaðamanni frá áföllunum sem hann hefur orðið fyrir um ævina, áhuganum á að hjálpa fólki og barnabörnunum fimm sem hann fékk á einu bretti eftir að hafa eignast þrjátíu og fimm ára gamlan son. Sorgin hverfur aldrei takast á við sorgina sem fylgir því að missa barn. „Maður tekst ekkert á við neitt. Maður heldur bara áfram. Sorgin fer aldrei, en maður lærir að lifa með henni og svo breytir maður sorginni smám saman í minningar og notar hana til að skerpa á minningunum,“ segir Stefán. Sverrir Karl var afar vina- margur og hafa margir vina hans haldið tryggð og vináttu við þau Stefán og Rannveigu, sem þeim þykir afar vænt um. „Vinir hans héldu sjálfir minningarathöfn fyrir hann uppi í skíðaskóla. Þar voru hundrað manns,“ segir Stef- án og brosir. Einnig var komið saman síðastliðið haust út í Arn- ardal þar sem haldið var minn- ingarmót, þegar Sverrir hefði orðið 35 ára gamall. „Sverrir var líka mjög listrænn. Hann var í kominn á samning hjá Póls í tengslum við námið, en gerði skartgripi úr stáli þar sem hann nýtti það sem til féll úr vinnunni í Póls, hann skrifaði ljóð og var mjög fær teiknari. Vinir hans fengu allir skartgripi eftir hann, þó við höfum reyndar ekki áttað okkur á því fyrr en seinna að við áttum þá enga eftir sjálf! Ljóða- bókin hans var líka gefin út eftir að hann lést,“ segir Stefán frá. Árið áður en Sverrir lést féllu snjóflóðin í Súðavík og á Flat- eyri. „Þar var ég í hjálparstarfi og mikið í sjálfboðavinnu. Því fylgdi tilfinningalegt álag sem reyndi mikið á mig, en það reyndi líka mikið á hann að vera heima þá. Þegar snjóflóðið féll á Flateyri var það allt fólk sem ég þekkti rosalega vel, þar á meðal vinur minn Siggi Þorsteins og sonur hans. Ég þekkti alla sem fórust á Flateyri og eins í Súðavík,“ segir Stefán, sem telur tilfinningarótið hafa haft slæm áhrif á sjúkdóm Sverris. „Hættan á krampa er víst mikil eftir svona spennuástand, sér- staklega þegar spennan fer aftur að minnka,“ útskýrir hann. eiginlega orðið ómögulegt, að vera alltaf að fara yfir heiði. Ég var í mjög góðu formi og fór þetta því oft á skíðum, þrúgum, á snjósleða eða snjóbíl eða gang- andi. Þetta var alltaf jafn erfitt. Stundum vorum við líka að hlaupa yfir snjóflóðin í kinninni. Okkur fannst við vera eitthvað verndaðir og spáðum ekki í þetta. Þetta blessaðist alltaf og við lent- um aldrei í svona stórum hrak- föllum,“ útskýrir hann. Stefán fékk pláss á Júlíusi Geirmundssyni og var þar í þrjú ár, en síðasta ár hans á Gylli markaði hins vegar stór tímamót í lífi hans. „Á þessum árum drakk ég mikið og illa. Síðasta árið mitt á Gylli hætti ég hins vegar og fór í meðferð. Í ágúst eru þrjátíu ár síðan, og það eru stór tímamót hjá mér. Ég hætti líka að reykja og eru að verða komin 29 ár síðan, en ég var stórreykinga- maður og reykti tvo til þrjá pakka á dag af Camel filterslausum. Ég hafði drukkið illa alveg frá fjórtán ára aldri. Ég var samt alltaf í þannig vinnu að hún hjálpaði mér. Ég misnotaði áfengi alveg hrikalega mikið í fríum í landi. Á síðasta árinu á Gylli kom sá tímapunktur að allt fór úr bönd- unum hjá mér og konan ætlaði frá mér, og þá snéri ég við blað- inu,“ segir Stefán, sem hefur upp frá því verið afar virkur í starfi SÁÁ-samtakanna sem trúnaðar- maður og fleira. Engin leið að takast á við sorgina Á sama tíma og hann sagði skilið við áfengið voru þau hjón með son sinn lítinn, Sverri Karl, veikan, en hann fékk heilahimnu- bólgu á barnsaldri. Afleiðingar sjúkdómsins drógu hann til dauða 21 árs gamlan, þegar hann lést eftir að hafa fengið flogakast. Stefán segir það enga leið að hætti rekstrinum með miklar skuldir á bakinu. Þá fór ég á skuttogara. Ég byrjaði á Bess- anum í Súðavík. Ég var ekki bú- inn að vera þar í marga mánuði þegar ég var beðinn að koma á nýtt skip sem var að koma á Flateyri, Gylli. Þar var ég ráðinn sem bátsmaður, netamaður og annar stýrimaður og gegndi þeim stöðum í átta ár,“ segir Stefán frá. Hefði farist í snjóflóðinu Stefán og kona hans, Rannveig Hestnes, fluttust í kjölfarið yfir á Flateyri. „Þá vorum við komin þrjú börn. Við vorum þar í eitt og hálft ár en þá misstum við hús- næðið. Það var bara ekki séns að fá leigt á Flateyri á þessum tíma, það var brjálað að gera og þénusta fólks nánast jafn mikil í frysti- húsinu og hjá okkur á togurunum. Þeir unnu eiginlega allan sólar- hringinn, eiginlega alveg á með- an þeir gátu staðið,“ segir hann frá. Eftir tvö ár á Flateyri hafði Stefán unnið sér inn nægilega miklar fjárhæðir til að geta greitt niður skuldir sínar. „Þá datt mér þessi vitleysa í hug að fara að byggja hér. Ég ætlaði nú reyndar að kaupa á Flateyri en það var einhver annar sem bauð betur í það hús svo við misstum af því. Ég fór að byggja hérna uppi á Urðarvegi í staðinn,“ segir Stef- án. „Það er skrýtið að hugsa til þess að ef við hefðum keypt þetta hús sem var til sölu þarna, þá hefðum við sennilega farist í snjóflóðinu. Þetta var hús í Ólafs- túninu. Það fór í flóðinu og þar lést einn maður,“ segir Stefán. Þrjátíu ára edrú- afmæli í ágúst Eftir flutninginn yfir á Ísafjörð hélt hann áfram að sækja vinnu á Flateyri. „En svo fannst mér þetta Átti að vera á rítalíni Stefán tekur á móti blaðamanni á Ráðgjafa- og nuddsetrinu við Sindragötu, þar sem notalegur og heimilislegur andi svífur yfir vötnum. Þar hefur Stefán sjálfur aðsetur og tekur á móti fólki í nudd og ráðgjöf. Stefán er fæddur 11. júní 1947 og fagnaði því ný- verið sextíu og fjögurra ára af- mæli sínu. „Ég hef hef alltaf átt heima hérna á Ísafirði. Foreldrar mínir, sem eru bæði látin, voru hins vegar aðflutt. Faðir minn var úr Landeyjunum og móðir mín úr Húnavatnssýslu,“ útskýrir Stef- án, „Við systkinin erum sex og er ég næst elstur.“ Hann kveðst trúlega hafa verið greindur sem ofvirkur ef hann hefði fæðst síð- ar. „Ég hefði sennilega átt að vera á rítalíni frá fæðingu,“ segir hann og hlær við. „Ég var rosalega of- virkur. Ég hætti í skóla og fór á sjóinn fimmtán ára, sem var bara lenskan þá. Sex árum seinna gifti ég mig og stofnaði heimili. Þá svissaði ég yfir og ákvað að fara í land. Ég var eiginlega búinn að fá nóg. Ég hafði svo til reynt allt sem í boði var á sjónum - rækj- una, síldina, skakið og öll veiðar- færatilbrigði sem til voru,“ út- skýrir Stefán. Hann gerðist þá sendill í versluninni Hamraborg. „Mjög fljótlega var ég svo gerð- ur að verslunarstjóra í útibúinu uppi í Túngötu Ég var þar í ár, held ég. Þá gekk reksturinn eitt- hvað illa og þeir hættu, eigend- urnir. Ég keypti þá þessa verslun. Þá var ég 22 ára gamall. Fljótlega festist við hana nafnið Stebba- búð,“ segir hann frá. Brekkan sem búðin stendur við var líka nefnd Stebbabrekka. Stebbabúð varð mjög vinsæl og gekk vel til að byrja með. Eftir sex ár var reksturinn hins veg- ar orðinn þungur róður og Stefán lenti í miklum fjárhagserfiðeik- um. „Það endaði á því að ég Hræðilegt að missa barnabarn Aðeins fimm árum eftir fráfall Sverris Karls, stóðu Stefán og fjölskylda hans stóðu frammi fyrir annarri sorg. Dóttir þeirra hjóna eignaðist þá tvíburadætur eftir afar erfiða meðgöngu, en önnur þeirra lést aðeins fjögurra daga gömul. „Það var alveg skelfileg lífsreynsla að missa barnabarn,“ segir Stefán hljóð- látlega. „Sú litla, Glóð, er tíu ára núna og alveg rooosalega sæt,“ segir hann og brosir. „Hún er algjör engill. Eldri systir hennar er einmitt hjá okkur núna og verð- ur í sumar,“ bætir hann við, auð- sýnilega stoltur af barnabörnun- um og ánægður með afahlutverk- ið. Fimm árum eftir þetta áfall missti dóttir Stefáns og Rann- veigar sambýlismann sinn og barnsföður Jón, sem tók ekki síður á fjölskylduna. Mikið fjöl- miðlafár var í kringum fráfall Jóns sem reyndi mikið á alla að- standendur. En með hjálp, skiln- ingi og trausti vina og vanda- manna var auðveldara að takast á við sorgina og erfiðleikana í kjölfarið. „Þessi áföll voru skelfi- leg lífsreynsla sem markaði djúp spor hjá okkur öllum,“ segir Stef- án. Sakaður um íkveikju Stúdíó Dan, sem er velflestum Ísfirðingum kunnugt, var sett á laggirnar fyrir tuttugu og fimm árum - þó það hafi upphaflega átt að vera nuddstofa. „Ég var þá búinn að læra nudd,“ útskýrir Stefán. „Mig langaði að fara í sálfræði eða eitthvað ennþá meira, en ég var kominn með þrjú börn og sá fram á að ég gæti aldrei gert þetta, farið í svona mikið nám. Ég hafði líka lélega undirstöðu. Í staðinn fór ég að læra nudd.“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.