Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Þýðing 17. júní Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Sæbóls- kirkja friðuð Sæbólskirkja á Ingjalds- sandi í Önundarfirði hefur verið friðuð. Það var ákveðið af Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmála- ráðherra að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar. Frið- unin nær til kirkjunnar í heild sinni. Sæbólskirkja á Ingjalds- sandi er 72 ára gömul stein- kirkja sem tekur 35 manns í sæti. Hún var vígð 1929, þá nýbyggð eftir að gamla kirkjan sem stóð ofar og vest- ar fauk í ofsaveðri nokkr- um árum áður. Vestfirskir verktakar buðu lægst Vestfirskir verktakar ehf., átti lægsta tilboð í þakvið- gerðir á húsnæði Dvalar- heimilisins Hlífar á Ísafirði. Þrjú fyrirtæki buðu í verkið, GÓK-húsasmiðiði, Ísblikk og Vestfirskir verktakar. Öll fyrirtækin skiluðu inn tveimur tilboðum, annars vegar fyrir aluzink þakefni og hins vegar fyrir litað bárujárn. Tilboð Vestfirskra verktaka var lægst í báðum tilfellum. Bæjarráð hefur samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóð- anda. Þrátt fyrir slæmt tíðarfar í síð- asta mánuði voru aflabrögð vest- firskra skipa með ágætum, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þorskaflinn reyndist vera 2.080 tonn sem er 12% aukning frá sama mánuði í fyrra. Nokkrir smábátar gerðu einnig góða steinbítstúra út af Ísafjarðardjúpi en steinbítsaflinn var 1.140 tonn sem er um 40% aukning milli ára. Þá jókst rækju- veiðin mikið milli ára, en í síðasta mánuði komu 208 tonn af rækju að landi sem er 82% aukning frá fyrra ári. Mikill samdráttur var í ýsuveiðum. Í síðasta mánuði veiddust 22 tonn af ýsu á Vest- fjörðum en svarar til ríflega 60% samdráttar. Heildaraflinn í fjórð- ungnum dróst lítillega saman eða um 2% og var 4.242 tonn. Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði, metinn á föstu verði, var 10% minni en í sama mánuði í fyrra. Í tonnum talið var aflinn 43.421 tonn í maí sam- anborið við 73.550 tonn í fyrra. Það jafngildir um 40% sam- drætti. Mestu munar um að eng- um uppsjávarafla var landað í mánuðinum en í fyrra var sá afli 30 þúsund tonn. Heildaraflinn á Vestfjörðum í ár er kominn í 17.300 tonn, sem svarar til 8% samdráttar miðað við sama tímabil í fyrra. Þorsk- aflinn er kominn í 7.777 tonn sem svarar til 9% samdráttar og ýsuaflinn er kominn í 2.393 tonn, sem svarar til 7% samdráttar en steinbítsaflinn hefur staðið í stað milli ára. – kte@bb.is Ágæt aflabrögð á Vestfjörðum í maí Gjaldskrá Eimskips Flytjanda í flutningum innanlands hækkaði um 5,8% í byrjun mánaðarins og innbæjarakstur hækkaði um 7,9%. Þetta er í annað sinn sem gjaldskrá Flytjanda hækkar á tveggja ára tímabili en síðasta hækkun tók gildi 1. janúar 2010. Fjölmargir atvinnurekendur á svæðinu hafa að undanförnu varað við afleiðingum hratt hækkandi flutningskostnaðar á rekstur fyrirtækja. Nú síðast sam- þykkti stjórn rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísafirði að skoða þann möguleika að flytja starf- semina frá Ísafirði. Að sögn Jóns Guðbjartssonar, stjórnarfor- manns félagsins, er flutningur starfseminnar raunhæfur mögu- leiki ef ekki verður fundin lausn á gríðarlegum flutningskostnaði fyrirtækisins. Jóhann Jónsson, framkvæmda- stjóri 3X Technology á Ísafirði, skrifaði grein um málið í BB í vetur. Hann sagði samkeppnis- hæfni landsbyggðarinnar hefði skaðast verulega vegna hækk- andi flutningskostnaðar. Nú væri svo komið að verulega óhagstætt væri að hafa iðnfyrirtæki starf- andi á landsbyggðinni. Undir þetta tók Steinþór Kristjánsson, framkvæmdastjóri TH efh., sem sagði í frétt á BB að flutnings- kostnaður á afurðum TH frá Ísa- firði til Reykjavíkur hefðu hækk- að um 15% til 55% frá banka- hruninu haustið 2008. Gjaldskrárhækkunin kemur einna verst niður á þeim sem þurfa flytja aðföng til Vestfjarða en töluvert dýrara er að flytja vörur frá Vestfjörðum en til þeirra. Fyrirtækið Murr ehf. í Súðavík sem framleiðir gælu- dýrafóður er eitt þeirra fyrirtækja sem stóla mjög á flutninga til Vestfjarða. „Þetta er rosalega stór biti fyrir fyrirtæki á landsbyggð- inni og furðulegt að ekki sé meiri pólitískur vilji til að taka á þessu,“ segir Þorleifur Ágústsson fram- kvæmdastjóri félagsins. „Samn- ingar okkar um flutning suður eru sanngjarnir en við erum í þeirri stöðu að þurfa að flytja til okkar nær allt hráefni sem notað er í framleiðsluna,“ segir Þor- leifur. „Við viljum vera með fyrir- tækið hérna fyrir vestan og aug- lýsum okkur t.d. sem framleið- anda á svæði sem er laust við dýrasjúkdóma. Þessir kostir svæðisins verða hins vegar að engu þegar það er orðið miklu dýrara að vera með fyrirtækið hér og forsendurnar fyrir stað- setningunni bresta,“ segir Þor- leifur. – kte@bb.is Enn hækkar flutningskostnaður Íslendingar völdu sér 17. júní að þjóðhátíðardegi. Var það gert af virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni sem fæddist þennan dag fyrir 200 árum að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Jón fór ungur til náms í Kaup- mannahöfn að loknu stúdentsprófi úr heimaskóla og stundaði nám í málfræði og sögu, síðar stjórnmálafræði og hagfræði við Hafnarhá- skóla en lauk ekki háskólaprófi. Þó efast enginn um að hann hafi verið vel menntaður, enda stundaði hann rannsóknir, einkum varð- andi sögu Íslendinga og á kostnað danska ríkisins. Hann var kjör- inn á endurreist Alþingi Íslendinga 1845 og varð forystumaður í baráttunni fyrir auknum sjálfsákvörðunarrétti Íslands í eigin málum. En hann stríddi bæði við dönsk yfirvöld og ekki síður landa sína, sem best sést af fjárkláðamálinu. Hann vildi baða fé og ráða þannig niðurlögum kláðans. Aðrir vildu skera og höfðu betur. Sennilega verður aldrei úr því skorið hvorir höfðu rétt fyrir sér á þeim tíma og miðað við ríkjandi aðstæður. Hitt er ljóst að Jón hefði verið talinn hafa rétt fyrir sér í dag. Enda barðist hann fyrst og fremst fyrir framförum og frelsi, ekki endilega því að losna undan dönskum kóngi heldur því að þeir sem byggðu Ísland réðu sér að mestu sjálfir. Síðari tíma sagnfræðingar, stjórn- málafræðingar og –skýrendur að ógleymdum stjórnmálamönnum hafa svo túlkað það fjölmarga sem hann skrifaði um landsmálefni, sögu og efnahagsmál eins þeim finnst best fara á sér til framdráttar. Enn örlar á því. Að minnsta kosti tveir Vestfirðingar hafa haldið ræður á Hrafnseyri og leitt að því líkum að Jón myndi hafa verið Evrópusinni, þeir Ólafur Helgi Kjartansson 1996 og Jón Baldvin Hannibalsson árið eftir. Hvort þessir hafa haft rétt fyrir sér skal ósagt látið, en þeir sem halda því fram bæði gamni og alvöru að Jón Sigðurðsson hafi viljað kenna Íslendingum þrifnað, að þvo sér og bursta tennur hafa örugglega rétt fyrir sér. Hann þekkti eymdina og vildi útrýma henni. Það væri fróðlegt að heyra eða lesa hvað honum fyndist um ástandið á löndum sínum á 200 ára afmælinu. Hið fyrsta sem hann ræki augun í er sjáanleg velferð og væntanlega einnig að ekki væri verið að nýta landsins gögn og gæði til framdráttar íbúunum þegar viðreisnar er þörf. Samt spara stjórnmálamenn ekki tilvitnanir í Jón. En hvað gæti hann kennt okkur nú. Jú að nota vit og náttúruauðlindir til þess að byggja upp efnahag og auka velferð Íslendinga. Ætli hann reyndist ekki betri ráðgjafi en Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, sem vill hækka skatta og er mikill fengur talsmanna þess og setja hömlur á ferðalög með hærri sköttum. Því fagna sumir ráðherrar. Jón Sigurðsson hefði ekki gert það. Hann vildi Íslandi allt. Stjórnmálamenn sem nú sitja ættu að læra það af honum. Til hamingju með afmælið Jón, þótt þú sért víðs fjarri, illu heilli.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.