Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 8
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, er harðorður í garð Þórunn- ar Sveinbjarnardóttur umhverf- isráðherra sem úrskurðaði 9. maí síðastliðinn að skylt sé að meta um- hverfisáhrif vatnsverksmiðju sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður og fleiri eru langt komnir með að reisa í landi Hlíðarenda í Ölfusi. „Þetta er mjög alvarlegt. Það er ekki gott að vera með svona ráðherra, vegna þess að úrskurðurinn er byggður á mjög veikum grunni og þetta setur aðeins fótinn fyrir uppbyggingu fyrirtækis- ins sem er í miðjum áhættufjárfest- ingum.“ Ólafur segir að farin hafi verið lög- formleg leið í málinu og síðan hafi komið kæra frá nágranna verksmiðj- unnar áður en frestur rann út í fyrra. „Nú er liðinn allur þessi tími. Það er mjög íþyngjandi fyrir félagið að fá úrskurð frá umhverfisráðherra níu mánuðum eftir að kærufrestur rann út. Þetta stenst varla stjórnsýslulög og mér er kunnugt um að forsvars- menn verksmiðjunnar eru reiðu- búnir að höfða mál gegn umhverfis- ráðherra vegna málsins. Þetta er allt byggt á afar hæpnum grunni. Vatns- púðinn á Reykjanesinu er sá stærsti í allri Evrópu og það er víðs fjarri að vatnsverksmiðjan hafi nokkurn tíma ógnað vatnsbólum Þorlákshafnar.“ Ólafur Áki segir að hann og fleiri hafi tvívegis talað við Þórunni um- hverfisráðherra, nú síðast fyrir viku, til þess að telja hana á að taka mál- ið upp. Formlegt erindi frá lögfræð- ingi framkvæmdaaðila um upptöku málsins barst ráðuneytinu fyrir viku. Verksmiðjan langt komin Félagið Icelandic Water Holdings er nú senn búið að reisa 10 þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og bún- aður til framleiðslunnar er væntan- legur síðar í þessum mánuði. Að- aleigandi félagsins er Jón Ólafsson kaupsýslumaður. Meðeigandi Jóns er bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Bush sem framleiðir með- al annars Budweiser-bjór og hefur um helming bandaríska bjórmark- aðarins. Jón sagði í fréttaviðtölum í fyrra að ráðgert væri að hefja rekst- ur verksmiðjunnar í haust enda fyr- irfram búið að selja afurðirn- ar, átöppuðu Glacial-vatni. Í fyrstu er ráðgert að flytja út 100 milljónir lítra á ári. Innan fimm ára er stefnt að því að fluttir verði út sem svarar 250 til 500 gámar af átöppuðu vatni á viku. Forsvarsmenn Icelandic Water Hold- ings vilja ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Sérfræðingur sem DV ræddi við og þekkir vel til málsins telur í hæsta máta undarlegt að umhverfisráð- herra skuli stofna ímynd og orðspori eins umhverfisvænsta fyrirtækis landsins í voða með illa grunduð- um vinnubrögðum. Icelandic Water Holding hafi nú þegar fengið við- urkenningar og umhverfisverðlaun fyrir framleiðslu sína erlendis og hafi kolefnisjafnað reksturinn áður en verksmiðjan í Ölfusi tekur til starfa. Málið í vinnslu Staldrað er við það hversu seint úr- skurðurinn um mat á umhverfis- áhrifum kom frá umhverfisráðherr- anum eða um níu mánuðum eftir að kærufrestur rann út í fyrra. Í stjórn- sýslulögum er kveðið á um máls- hraða og að stjórnvaldi beri að skýra málsaðila frá fyrirsjáanlegum töfum á afgreiðslu. Ekki náðist í Þórunni Sveinbjarnar- dóttur sem stödd var erlendis í gær. Sigríður Auður Arnardóttir, skrif- stofustjóri laga- og stjórnsýslusviðs umhverfisráðuneytisins, segir að í síðustu viku hafi borist erindi frá lögmönnum framkvæmdaað- ila þar sem óskað er eftir endurupptöku málsins á grundvelli stjórnsýslulaga. „Framkvæmda- aðili telur að úr- skurðurinn sé reistur á ófull- nægjandi upp- lýsingum og neikvæðri umsögn frá Orku- stofn- un. Þetta beinist að umsögn stofn- unarinnar og því óskum við álits hennar á erindinu. Okkur ber skylda til að leita eftir sjónarmiðum.“ Í umsögn Orkustofnunar kemur fram að stofnunin telji að framkvæmd- in geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif á grunnvatn á svæð- inu og skuli því sæta mati á umhverf- isáhrifum. Þetta telja eigendur verk- smiðjunnar og sveitarstjórnarmenn í Ölfusi að byggist á misskilningi. Um tafir á úrskurði af hálfu ráðherra segir Sigríður að málsaðilar hljóti að gera sér grein fyrir því í upphafi að kæruferli sé í gangi sem geti farið á báða vegu. „Það má kannski segja að það hafi tafist að kveða upp úr- skurð.“ föstudagur 13. júní 20088 Fréttir DV Villandi umsögn Orkustofnunar, handvömm og fljótfærni eru lýsingar sem gefnar eru á ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að skylt sé að meta umhverfisáhrif vatnsverksmiðju í Ölfusi. Samkvæmt heimildum DV er líklegt að hún dragi ákvörðun sína til baka. Eigendur verksmiðjunnar eru reiðubúnir að höfða mál gegn umhverfisráðherra á grundvelli stjórnsýslulaga. RáðheRRa í vanda „Það er ekki gott að vera með svona ráðherra, vegna þess að úrskurð- urinn er byggður á mjög veikum grunni.“ Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Jón ólafsson Vatn frá jóni er þegar selt í Bandaríkjun- um og hefur hlotið umhverfisverðlaun þar. Hann er í samstarfi við anheuser Bush-drykkjarvörurisann og hefur þegar samið um sölu í Bandaríkjunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra Þórunn sæt- ir mikilli gagnrýni í ölfusi og jafnvel meðal náinna samstarfs- manna samkvæmt heimildum dV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.