Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Page 15
DV Helgarblað föstudagur 13. júní 2008 15 ÞURFTU AÐ VELJA ANNAÐ BARNIÐ Hann átti mótorhjól sem hann seldi í skiptum fyrir vídeóspólur. Í hark- inu sem þau voru í ákváðu þau að opna vídeóleigu. En leigusalinn var ekki sáttur við að þar væri verið að stunda viðskipti og rifti samningn- um. „En við ákváðum að kaupa fleiri myndir og opna vídeóleigu í Kefla- vík. Ætluðum að braska með það,“ segir Jón. „Þetta var allt á skuldabréfum og húsaleigan var mjög há. Við vorum á aðalgötunni í Keflavík með leiguna. Náðum þó að opna og vorum alltaf með Önnu með okkur í vagninum. Leigan gekk því miður ekki nægilega vel, þannig að við fluttum okkur ofar í götuna og ætluðum að fylla það húsnæði af myndum.“ Hanna og Jón fóru til Reykjavíkur til að kaupa fleiri myndir á Cadillac sem átti að borga spólurnar með. Á meðan þau hjónin fóru passaði 13 ára frændi Hönnu hana Önnu Dögg um leið og hann afgreiddi. „Á leiðinni til baka til Keflavíkur kviknaði í bílnum. Við áttum að af- henda hann daginn eftir. Við náðum þó að slökkva í bílnum og ég náði að setja hann í gang aftur en okkur seinkaði alveg rosalega út af þessu,“ segir Jón. Þegar heim til Keflavíkur var komið blasti ljót sjón við þeim. „Þegar við komum var lögreglan mætt á staðinn. Við fengum á okk- ur kæru um að 13 ára strákur hefði verið að passa og afgreiða í leiðinni. Fengum slæm ummæli út af því. Í kjölfarið fór allt í vitleysu,“ bætti Jón við. Lemstruð búslóð eftir mikla flutninga Þau hjón höfðu fengið nóg af Suðurnesjum og höfðu samband við fósturafa Jóns. Hann bað þau um að koma til Reykjavíkur enda hefði hann íbúð handa þeim. „Við pökkuðum niður og héldum af stað upp úr miðnætti. Nema þegar við komum hafði hann bara geymslu- stað fyrir dótið okkar í bílskúr og við þurftum að redda okkur sjálf. Það var engin íbúð klár.“ Innan skamms fundu þau sér íbúð á hinum frjálsa markaði. Var íbúðin í Orrahólum 7 í Breiðholti. Var þá Hanna ófrísk að sínu öðru barni en þeirra fyrsta barni saman. Var búslóðin þeirra lemstruð eftir mikla flutninga. „En húsaleigan var mjög há, húsið allt of stórt og þetta var erfiður tími,“ segir Jón. „Vegna allra flutninganna var barnarúmið, vagga úr basti, allt laust. Það vantaði skrúfur og hitt og þetta. Þannig að ég batt gaflana úr rúminu saman til þess að það myndi halda. Ef Anna Dögg vaknaði snemma hristi hún rúmið allt til og það var óþægilegt að vita til þess að vaggan gæti hrunið. Þannig að við notuðum beislið úr barnavagninum og höfðum hana beislaða í rúminu. En ekki þannig að hún væri bund- in við rúmið, heldur gat hún alveg hreyft sig, sest upp en ekki staðið upp. Þetta er meginorsök þess að þetta kom upp.“ Mamman kærði dótturina Að sögn Hönnu vildi móðir henn- ar ávallt eigna sér Önnu Dögg frá blautu barnsbeini. Reyndi að grafa undan fjölskyldunni ungu hægt og bítandi. „Ég var á sjó, var á togara frá Sandgerði, og var alltaf hálfan mánuð úti í einu,“ segir Jón. „Hún fór alltaf til móður sinnar í Grinda- vík á meðan þannig að þær mæð- gur væru ekki einar heima í Njarð- vík. Á meðan þær Hanna og Anna Dögg voru í Grindavík kærði móð- ir Hönnu hana fyrir barnaverndar- nefnd. Fyrir það að hugsa ekki nógu vel um barnið sitt.“ „Ég hafði ekki hugmynd um þessa kæru. Mamma þorði ekki að segja mér frá þessari kæru fyrr en mörgum árum seinna,“ segir Hanna og bætir við að móðir hennar hafi fengið einhvern kjark til að segja dóttur sinni að hún hefði lagt fram þessa kæru. „Ég held að það sé viss ástæða fyrir þessu. Að hún tók svona svakalegu ástfóstri við barnið. Það var stutt síðan hún hafði orðið ófrísk en lét eyða fóstrinu því pabbi vildi ekki fleiri börn. Svo kom ég með barn og það var eins og og hún ætti hana. Hún lét þannig. Hún vildi helst vera með hana, meira og minna. Hún var ekk- ert sátt við að fara í fóstureyðing- una. Það sagði hún mér. Svo kom Anna Dögg og það var hreinlega eins og hún ætti barnið sjálf,“ seg- ir Hanna og heldur áfram. „Það er ekki langt síðan ég náði að fyrirgefa henni þetta allt saman. Því í öll þessi ár hefur verið voða stirt samband okkar á milli. Ég hef ekkert farið að heimsækja hana eða talað við hana. Ég hef alltaf haldið þessu á kurteisis- Framhald á næstu síðu „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var eins og ég ætti að henda öðru hvoru barninu fram af kletti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.