Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 27
og fjölmiðlar hafa vísvitandi þagað um alvarlegar yfirsjónir einstaklinga í núverandi minnihluta. Á skömmum tíma í vetur þurftu ríkisfjölmiðlar RÚV að biðja mig þri- svar afsökunar á alvarlegum rang- færslum í fréttaflutningi. Fyrir aðeins örfáum dögum var slegið upp alvarlegum ásökunum gagnvart einum borgarfulltrúa sjálf- stæðismanna á forsíðu DV. Að vísu fékk viðkomandi borgarfulltrúi og tiltekinn sviðsstjóri að skýra málið á fullnægjandi hátt í blaðinu daginn eftir og málið féll um sjálft sig. En þau viðbrögð komu ekki á forsíðu eins og ásakanirnar daginn áður. Umframkeyrsla vegna kostnaðar við stúkuna í Laugardalnum er hins vegar dæmi um alvarlegar yfirsjónir Dags B. Eggertssonar. Örfáir fjölmiðl- ar greindu frá henni í mýflugumynd en enginn sýndi málinu teljanlegan áhuga. Þó var hér um að ræða mjög háar fjárhæðir fyrir borgina og for- kastanlegt eftirlit með kostnaðarsöm- um byggingarframkvæmdum. Það er ekkert athugavert við það að ritstjórar og pistlahöfundar setji fram skoðanir sínar á borgarfulltrú- um og borgarmálefnum, en fjölmiðl- ar eiga ekki að reka pólitískan áróður með brenglaðri fréttamennsku. Það er einfaldlega ómerkilegt.“ Þyrnirósarsvefn kosningamála Er það þetta sem þú átt við með ómálefnalegri umfjöllun? „Nei! Þessi dæmi eru til marks um hlutdrægni og brenglaðar fréttir. Dæmi um ómálefnalega umfjöllun felst fyrst og fremst í brengluðu frétta- mati. Það finnst mér vera kjarni máls- ins í þessu öllu saman. Ég tel að mik- ilvægustu málefni Reykvíkinga hafa orðið út undan í fjölmiðlaumfjöllun- inni í vetur og vor.“ Hver eru þessi mikilvægu málefni sem fjölmiðlar hafa þagað um? „Ég sagði ekki að fjölmiðlar hefðu þagað um þessi mál heldur að þau hefðu orðið út undan. Borgarstjórn- armeirihlutar eiga að láta verkin tala – til þess eru þeir kosnir. Ég er sann- færður um að ef borin yrðu saman verk okkar sjálfstæðismanna í meiri- hluta, með Birni Inga og Ólafi, og verk hundrað daga meirihlutans, yrði sá samanburður okkur í hag. En það er til lítils að láta verkin tala ef sú rödd fær lítinn sem engan hljómgrunn í fjölmiðlum. Ég get nefnt fjöldann allan af málefnum sem fjölmiðlar og al- menningur töldu mjög brýn fyr- ir síðustu kosningar, svo sem fjár- mál borgarinnar, almenn gjöld á borgarbúa, húsnæðis- og þjónustu- mál eldri borgara, stofnbrautamál á borð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Sunda- braut, umhverfismál eða þá nýjung- ar í grunnskólamálum, svo eitthvað sér nefnt. Flest þessi mál hafa nánast sofið þyrnirósarsvefni á fjölmiðlunum frá því í haust því umræðan hefur snú- ist um of um persónur og hugsan- leg upphlaup. En höfum það hug- fast að tómlæti fjölmiðla gagnvart þessum málaflokkum dregur ekki úr mikilvægi þeirra. Öll þessi mál hafa margvísleg áhrif á hag og stöðu borgarbúa, óháð aldri þeirra, stétt eða því hvaða flokka þeir kjósa.“ Stærsti skaðinn En er ekki pólitík alltaf persónu- leg? „Auðvitað snýst fréttaflutningur af pólitík að einhverju leyti um persónur en hann á einnig að snúast um mik- ilvæg málefni og honum á að halda innan siðlegra marka. Dæmi um siðleysi fjölmiðla síðast- liðna átta mánuði er aðför þeirra að núverandi borgarstjóra og fordómar og aðdróttanir um heilsufar hans og persónu. Slík aðför kom ekki til álita þegar Ólafur var sagður arkitekt að hundrað daga meirihlutanum. Kjarni málsins er þó auðvitað sá að slíkt níð á aldrei að koma til álita. Það er for- kastanlegt. Á síðustu mánuðum hef ég æ oft- ar orðið var við það að borgarfulltúrar láti það rætnasta úr þessari umfjöllun hafa neikvæð áhrif á málflutning sinn og vinnubrögð. Sá skaði er ekki fyrst og fremst minn skaði eða borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Hann er skaði allra borgarfulltrúa, allra flokka. Þú minntist á upphlaupið í fyrra- haust. Ef þessir neikvæðustu þætt- ir umræðunnar um borgarmál verða áfram ráðandi verða þeir mesti skað- inn sem Reykvíkingar verða fyrir vegna þess máls.‘‘ Eru íslenskir fjölmiðlar hand- ónýtir? „Nei! Það er alls ekki mín skoð- un. Ég hef átt mjög gott samstarf við fjöldann allan af fjölmiðlafólki á mín- um langa stjórnmálaferli og ég er sannfærður um að við eigum margt afburða fréttafólk. Ég þekki íslenska fjölmiðla einnig frá þeirri hlið að dóttir mín er þekkt fjölmiðlakona. Ég held að fjölmiðlafólk vilji vinna vel og á sanngjarnan hátt, rétt eins og hver annar, hvar í flokki sem hann stend- ur. Ég hef hins vegar einungis verið að ræða um þá neikvæðu þróun sem ég tel að hafi átt sér stað í umfjöllun um borgarpólitíkina síðastliðna átta mán- uði. Og ég geri það vegna þess að ég hef áhyggjur af þessari þróun – ekki mín vegna – heldur vegna Reykjavík- ur og hagsmuna Reykvíkinga sem ég hef helgað starfskrafta mína.“ Þreyttur en sáttur Ert þú sáttur við þessa pólitísku ákvörðun þína? „Já! Mér var það fullljóst í upphafi, þegar ég gerði pólitíkina að mínu lífsstarfi, að þar gætu skipst á skin og skúrir. Ég get ekki neitað því að vet- urinn og vorið hafa verið vætusöm í þessum skilningi. En ég á svo sann- arlega líka mínar sólskinsstundir í borgarpólitíkinni þegar ég lít um öxl. Við höfum unnið mjög vel að fjölda hagsmunamála Reykvíkinga síð- astliðin tvö ár og munum halda því ótrauð áfram. Eftir að hafa farið yfir stöðuna eins og hún er núna, velt fyrir mér hags- munum fjölskyldunnar og flokksins, er ég mjög sáttur við þessa ákvörðun og við allt mitt samstarfsfólk. Ég hef einnig fulla trú á Hönnu Birnu og er sannfærður um að hún eigi eftir að verða góður borgarstjóri, enda var full samstaða í okkar hópi um hana sem minn eftirmann.“ Heldurðu að haldist full sátt um Hönnu Birnu sem leiðtoga í ykkar röðum? „Já. Ég er nokkuð viss um það. Ég var hins vegar ekki eins viss fyr- ir rúmum þremur mánuðum þeg- ar fjölmiðlar höfðu gert nánast alla borgarfulltrúa okkar að borgarstjóra- kandidötum. Það var ekki heppilegt andrúmsloft fyrir leiðtogaskipti.“ Vilhjálmur! Hvernig líður mönn- um eftir svona rússíbanahelgi? „Mér líður vel, þakka þér fyrir, þótt ég sé auðvitað langþreyttur. Það hafa orðið breytingar á mín- um pólitísku högum en það breytir ekki því að ég er hamingjusamur. Ég er sáttur við sjálfan mig og að- stæður mínar. Ég á yndisleg börn og barnabörn og ég er ástfanginn af konunni minni sem ég var að kvænast.“ DV Helgarblað föstudagur 13. júní 2008 27 Brúðhjónin Vilhjálmur og guðrún sumir telja að tímasetningin á ákvörðun Vilhjálms hafi tekið mið af brúðkaupinu. Vilhjálmur hafi viljað ljúka þeim málum áður en hann gengi upp að altarinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.