Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Side 40
föstudagur 13. júní 200840 Helgarblað DV Margrét R. Jónasar, 38 ára fram- kvæmdastjóri og eigandi Make up Store, fékk snemma áhuga á tísku, förðun og glamúr. „Sem barn setti ég upp tískusýningar fyrir alla gesti sem komu heim og þegar ég var tíu ára var ég orðin áskrifandi að Mad- emoiselle og að auki notaði ég viku- peningana mína til að kaupa tísku- blöð sem ég klippti gjarnan hitt og þetta út úr.“ Á unglingsaldri var Margrét svo farin að mála og klippa vinkonur, frænkur sínar og ömmur. Það skal því engan undra að örlög þessarar ungu konu hafi leitt hana á þann stað þar sem hún er í dag. Margrét á fjórtán ár að baki í snyrtivörubransanum og hefur unnið fyrir ótal snyrtivörumerki hér á landi. „Á seinni árum vann ég freelance fyrir hin ýmsu fyrirtæki og aðila en auk þess farðaði ég mikið fyrir tískusýningar, tónlistarmynd- bönd, sjónvarps- og blaðaauglýs- ingar. Einnig starfaði ég í nokkur ár sem förðunarmeistari á Stöð 2 og síðar hjá RÚV.“ Það er auðheyrt að Margrét hefur mikla reynslu og hefur komið víða við á ferlinum. „Skemmtilegast fannst mér þó að farða fyrir Fashion Week erlendis og að halda námskeið fyrir konur,“ seg- ir Margrét. Í dag rekur Margrét tvær versl- anir undir merkjum Make Up Store, annars vegar í Kringlunni og hins vegar í Smáralindinni. Margrét seg- ist hafa skoðað mörg merki áður en hún ákvað að velja Make Up Store. „Ég skoðaði mörg merki og fundaði með aðilum frá nokkrum stórum merkjum í Evrópu og Bandaríkjun- um. Ákvað svo að velja Make Up Store – professional sem er sænskt merki en eins og margir vita eru Sví- ar þekktir fyrir að framleiða gæða- vörur eins og Volvo, Ericsson, Ikea og fleiri. Ég varð strax svo hrifin af vörunni enda er hún náttúruleg og verðið sanngjarnt. Mér fannst skipta miklu máli að verðið væri hagstætt svo að almenningur hefði ráð á að kaupa vörurnar,“ segir Margrét. Merkið var tiltölulega lítið þekkt hér heima en hefur fengið frábærar viðtökur að sögn Margrétar. „Fólk kemur aftur og aftur eftir að hafa prófað vörurnar og ekki skemm- ir fyrir að ég er með frábæra förð- unarfræðinga sem hafa svo gaman af því að kenna viðskiptavinunum allt um vöruna og segja frá hvað sé nýtt í snyrtibransanum. Sjálf heill- aðist Margrét af heimspekinni hjá merkinu. „Það að vera með gæða- vöru og kenna fólki að nota hana er æðislegt. Mýktin, litirnir, pakkning- arnar og allt í kringum vörurnar er svo skemmtilegt og heillandi. Svo er einstakt að fá nýjar litalínur og vör- ur í hverjum mánuði.“ Talið berst að íslenskum kon- um og tískuvitund þeirra. „Íslensk- ar konur eru margar hverjar mjög smart en stundum get ég orðið leið eftir að ég kem heim frá útlönd- um. Þá sé ég hvað í raun fáar konur punta sig, þá er ég að tala um allan pakkann, hár, förðun og skart. Það er svo gaman að gera sig fína þá líð- ur manni svo vel.“ Margrét segir íslenskar konur ekki hræddar við að prófa nýja hluti þegar kemur að förðun. „Ef konum er kennt hvernig hægt er að nota vöruna og þeim sýnt hvað fer þeim vel eru þær ofboðslega ánægðar og til í nýjungar.“ Auk þess að vera framkvæmda- stjóri og eigandi tveggja verslana sem mun jafnvel fara fjölgandi á næstunni á Margrét tvær dætur og liggur því beint við að spyrja hana hvernig gangi að sameina rekst- ur verslananna og heimilisins. „Það gengur prýðilega. Ég get ekki verið alveg eins mikið í verslun- unum og ég vildi þar sem mikill tími fer í reksturinn, mark- aðsmálin og sam- skiptin við Sví- ana. Eldri dóttir mín starfar nú í versluninni með skóla og er orð- in mjög efnileg að farða. Sú yngri er mjög sátt við starf móður sinn- ar enda mik- il áhuga- manneskja,“ segir Mar- grét að lok- um. Konan Spakmæli Á hverjum degi á ferð þinni um veg lífsins verða litlir og stórir dem- antar á vegi þínum, lærðu að njóta allra þessara demanta hvern dag. stoppaðu og horfðu í kringum þig og horfðu bara á hvað náttúran er falleg, stráðu demöntum og færðu öðrum gleði. njóttu demantanna með maka, börnum, fjölskyldu og vinum. demantarnir eru tákn um allt það fallega og góða í lífinu. Þessi fallegu orð má finna á www.vel- gengni.is ásamt mörgum öðrum. skráðu þig á síðuna og fáðu send falleg og hvetjandi spakmæli dag hvern. umsjón: kOLBrún pÁLína hELgadóttIr kolbrun@dv.is Frá unga aldri hefur hún skipulagt tískuviðburði, farðað og legið yfir tískublöðum. Í dag rekur hún verslanir Make Up Store og kennir íslenskum konum að farða sig. kolbrún pálína Helga- dóttir hitti margréti R. Jónasar og spjallaði um förðun, rekst- urinn, tískuvitund íslenskra kvenna og fleira skemmtilegt. Við fengum Margréti til að gefa okkur hugmynd um það hvað koma skal í förðun í sumar og gefa okkur nokkur góð ráð. andlit: n frískleg og ljómandi húð án púðurs er falleg, sérstaklega á sumrin, en fyrir suma getur það verið vandamál að nota ekki púður. Eins og fyrir blandaða og feita húð. Þá er upplagt að nota „Blotting paper“ í stað púðurs til að halda við frískleikanum. Blotting paper er pappír sem dregur í sig húðfitu þannig að húðin er frískleg og falleg án þess að vera of mikið glansandi eða feit. fyrir normal þurra húð er fallegt að bera á Blend & fix-krem sem er glært. kremið gefur eðlilega áferð á staði eins og kinnbein, nef og enni. hægt er að blanda örlitlu litadufti út í til að fá aukinn ljóma, til dæmis í gylltum blæ. augu: n augun eru ekki dökk í sumar. sanseringin er að lauma sér inn aftur og þá í kringum augun en ekki undir augabrún sem highlight. Lítið er um skyggingar í sumar en heldur meira um að bera augnblýant í mjórri línu kringum allt augað og setja síðan litað duft „eyedust“ létt yfir blýantinn. Litir sem eru vinsælir núna eru mildir grábláir tónar og út í fjólublátt og silfur. kinnar: n Bleikar kinnar eru algert „must“ í sumar. Þegar sólarpúðri hefur verið rennt með stórum bursta létt í kringum andlit og undir kinnbein er fallegt að setja baby-bleikan lit fremst í kinnarnar, jafnvel er gaman að blanda saman „Blend & fix“-kreminu við litaduft til að útbúa sinn eigin kremkinnalit. Breyttar áherslur í förðun í sumar Góðar móttökur Eigandi make up store á íslandi, margrét r. jónasar, setur markið hátt og stefnir á að opna fleiri búðir hér á landi. hún segir móttökurnar hafa verið framar vonum. Heillaðist af Heimspeki make Up store

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.