Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Síða 56
Ættfræði DVföstudagur 13. júní 200856 Magnús fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi. Hann var í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla, stundaði matreiðslunám við Hóltel- og veitingaskóla Íslands, lauk sveins- prófi í matreiðslu 1989, stundaði nám við MK og lauk þaðan meistara- prófi 1999. Magnús var matreiðslunemi á veitingahúsinu Arnarhóli, var síðan matreiðslumaður á Pulitzer hótelinu í Amsterdam 1989-90, matreiðslumað- ur á Flughótelinu í Keflavík 1990-94, á Skólabrú 1994-95, var forstöðumað- ur eldhúss vistheimilisins í Selja- hlíð 1995-98, á veitingahúsinu REX 1998-99, á Hard Rock kaffi 1999-2000, rekstrarstjóri og innkaupamaður hjá 10-11 verslununum 2000-2002, mat- reiðslumaður á Cafe Aroma í Hafnar- firði 2002-2003, sölumaður hjá heild- versluninni Dreifingu 2003-2005, matreiðslumaður við Rauða húsið á Eyrarbakka 2005-2006. Þá stofnaði hann fyrirtækið Veislulausnir og hef- ur starfrækt það síðan. Magnús æfði og keppti í knatt- spyrnu með yngri flokkum KR og í handbolta með Gróttu. Fjölskylda Kona Magnúsar er Arndís Guð- jónsdóttir, f. 13.2. 1975, hársnyrtir. Hún er dóttir Guðjóns M. Jónsson- ar, framkvæmdastjóra í Reykjavík, og Sigríðar Þorláksdóttur. Dóttir Magnúsar og Arndísar er Katla Sigríður Magnúsdóttir, f. 3.7. 1999. Systkini Magnúsar eru Bjarni Rúnar Guðmarsson, f. 11.2. 1961, sagnfræðingur og rithöfundur hjá Eddu-Miðlun; dr. Sigríður Guðmars- dóttir, f. 15.3. 1965, sóknarprestur í Grafarholti; Sveinn Halldór Guð- marsson, f. 18.2. 1974, fréttamaður í London; Rúna Vigdís Guðmarsdótt- ir, f. 20.12. 1979, fulltrúi hjá alþjóða- deild HÍ. Foreldrar Magnúsar eru Guðmar E. Magnússon, f. 14.5. 1941, fyrrv. fjármálastjóri og fyrrv. forseti bæj- arstjórnar á Seltjarnarnesi, og k.h., Ragna G. Bjarnadóttir, f. 21.7. 1941, fyrrv. sölustjóri. Ætt Guðmar er sonur Magnúsar, bíl- stjóra í Kópavogi Loftssonar, b. í Haukholtum í Hrunamannahreppi Þorteinssonar, b. þar Eiríkssonar, b. þar Jónssonar, b. þar Jónssonar, b. í Skipholti, bróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Eiríks var Valgerður Eiríks- dóttir, ættföður Bolholtsættar Jóns- sonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Helgadóttir, hreppstjóra á Sólheim- um í Hrunamannahreppi, bróður Valgerðar. Móðir Lofts var Guðrún, systir Guðlaugar, ömmu Haraldar Matthíassonar menntaskólakenn- ara, föður Ólafs Arnar, fyrrv. alþm.. Guðlaug var einnig langamma Gests Steinþórssonar skattstjóra. Guðrún var dóttir Lofts, b. á Minni-Mástungu Eiríkssonar, ættföður Reykjaætt- ar Vigfússonar. Móðir Lofts Eiríks- sonar var Guðrún, systir Kristínar, langömmu Brynjólfs Bjarnasonar, heimspekings og menntamálaráð- herra. Guðrún var dóttir Bjarna, b. í Árbæ, bróður Brynjólfs í Vestra- Kirkjubæ, afa Jóns, afa Jóns Helga- sonar, skálds og prófessors. Brynjólf- ur var einnig langafi Sigríðar, móður Magnúsar Kjaran stórkaupmanns, föður Birgis Kjaran, alþm. og hag- fræðings, afa Birgis Ármannssonar alþm.. Bjarni var sonur Stefáns, b. í Árbæ, bróður Ólafs, langafa Odds á Sámsstöðum, afa Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Stefán var sonur Bjarna, ættföður Víkingslækjarætt- ar Halldórssonar. Móðir Magnúsar í Kópavogi var Kristín Magnúsdóttir, b. á Skollagróf í Hrunamannahreppi Þórðarsonar og Maríu, dóttur Thom- as, faktors í Hafnarfirði Thomsen og Katrínar Þorsteinsdóttur. Móðir Guðmars er Jónína Sigur- lilja Ásbjörnsdóttir, trésmiðs í Sól- heimum í Sandgerði Pálssonar, b. í Nýjabæ á Miðnesi Jónssonar, bróður Sigríðar, langömmu Egils Ólafsson- ar söngvara og hljómlistarmanns. Bróðir Páls var Guðni, afi Eggerts G. Þorsteinssonar ráðherra. Móðir Páls var Ragnheiður, systir Runólfs, lang- afa Sigurðar A. Magnússonar rithöf- undar. Ragnheiður var dóttir Jóns, ættföður Háarimaættar Guðnason- ar, af Víkingslækjarætt. Móðir Jónínu var Sigríður Þorbjörg Snorradóttir, útvegsb. í Miðkoti Snorrasonar, b. í Miðkoti Snorrasonar, b. í Langagerði í Hvolhreppi Sigurðssonar, b. í Ey í Landsveit Indriðasonar. Ragna er dóttir Bjarna Þórðar, stórkaupmanns í Reykjavík, bróð- ur Snorra, föður Gunnars, fyrrv. for- manns Kaupmannasamtaka Íslands, Snorra Arnar gítarleikara og Sig- urðar Inga klarinettuleikara. Bjarni var sonur Halldórs, verkamanns í Reykjavík, bróður Guðrúnar, ömmu Guðrúnar Helgadóttur, rithöfund- ar og fyrrv. alþingisforseta, og Finn- boga Hermannssonar, fréttamanns á Ísafirði. Halldór var sonur Þórðar, b. í Hrauntúni í Biskupstungum Hall- dórssonar, b. á Vatnsleysu Einars- sonar. Móðir Halldórs verkamanns var Ólafía, systir Ólafs, afa Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstarétt- ardómara. Ólafía var dóttir Þórarins, b. á Kjaransstöðum í Biskupstung- um Jónssonar, og Guðnýjar Ólafs- dóttur. Móðir Bjarna Þórðar var Sig- ríður, dóttir Bjarna Sigurðssonar, frá Tungufelli í Lundareykjadal, og Guð- ríðar Ragnheiðar Snorradóttur, af Randversætt í Eyjafirði. Móðir Rögnu var Rúna, systir Láru, móður Guðmundar Bjarnason- ar, fyrrv. bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Rúna var dóttir Halldórs, vélbátafor- manns í Vindheimi á Norðfirði Ás- mundssonar, bróður Þorleifs, föður Stefáns, fyrrv. sjúkrahúsráðsmanns á Neskaupstað og Guðbjargar, móð- ur Ingvars E. Sigurðssonar leikara. Móðir Rúnu var Guðríður Hjálmars- dóttir. Magnús Örn guðMarsson matreiðslumeistari Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Sigurður M. Ágústsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum Sigurður fæddist í Grindavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskóla Keflavíkur og varð meistari í þeirri grein 1973. Hann lauk námi frá Lögregluskóla ríkis- ins 1976 og hefur síðan sótt endurmenntunar- námskeið lögreglunn- ar og ýmis námskeið á hennar vegum. Sigurður stund- aði sjómennsku frá 1964 á ýmsum bát- um frá Grindavík sem háseti og síðan vélstjóri. Hann vann hjá vélsmiðju Jóns og Kristins í Grindavík og lauk þaðan vél- virkjanámi. Hann hóf síðan störf hjá lögreglunni í Grinda- vík 1974, var skipaður varðstjóri 1984, aðalvarðstjóri 1986 og að- stoðaryfirlögregluþjónn 1991. Sigurður hefur setið í stjórn Alþýðuflokksfélags Grindavík- ur og var jafnframt formaður þess um tíma. Hann sat í áfeng- isvarnarnefnd Grindavíkur og var formaður hennar um skeið, hann var varamaður í stjórn Lögreglufélags Gullbringusýslu 1982-83, meðstjórnandi sama félags 1983-84, og endurskoð- andi frá 1988, var í stjórn Fé- lags yfirlögregluþjóna á Íslandi frá 1996-2000 og er formaður byggingar- og skipulagsnefndar Grindavíkur. Fjölskylda Sigurður kvæntist 16.6. 1968 Albínu Unndórsdóttur, f. 21.9. 1947, leikskólakennara. Hún er dóttir Unndórs Jónssonar, f. 6.6. 1910 á Hallgilsstöðum í Arnar- neshreppi í Eyjafirði, d. 11.2. 1973, bókara og síðar stjórn- arráðsfulltrúa í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Símonardótt- ur, f. í Bræðraborg á Stokkseyri 10.9. 1914, klæðskera- meistara og verslunar- manns. Börn Sigurðar og Albínu eru Guðrún, f. 4.1. 1968, leikskóla- kennari á Kirkjubæj- arklaustri en maður hennar er Hjalti Þór Júlíusson; Sveinbjörn Ágúst, f. 12.7. 1970, raf- magnstæknifræðing- ur hjá Cowi í Óðinsvé- um, kvæntur Guðnýju Hlíðkvist Bjarnadóttur; Unndór, f. 11.2. 1976, íþróttafræðingur í Reykjanesbæ en kona hans er Birna Skúla- dóttir. Systkini Sigurðar eru Bjarni Guðmann, f. 9.12. 1931, fyrrv. útgerðarmaður í Grindavík; Ól- afur, f. 22.7. 1935, fyrrv. útgerð- armaður í Grindavík; Sigrún, f. 25.8. 1936, húsmóðir í Kópa- vogi; Hallbera Árný, f. 19.10. 1938, húsmóðir í Grindavík; Alda, f. 7.8. 1940, húsmóð- ir í Grindavík; Bára, f. 7.8. 1940, húsmóðir í Grindavík; Ása, f. 18.10. 1941, húsmóð- ir í Grindavík; Þórdís, f. 20.11. 1942, skólaliði í Grindavík; Sig- ríður Björg, f. 17.2. 1946, hús- móðir í Grindavík; Hrönn, f. 1.4. 1951, húsmóðir í Grinda- vík; Matthildur Bylgja, f. 4.8. 1952, húsmóðir í Grindavík; Sveinbjörn Ægir, f. 28.1. 1954, fyrrv. lögregluvarðstjóri búsett- ur í Reykjanesbæ; Sjöfn, f. 25.8. 1956, starfmaður við Bláa Lón- ið, búsett í Grindavík. Foreldrar Sigurðar eru Sveinbjörn Ágúst Sigurðs- son, f. á Þúfnavöllum á Skaga- strönd 11.8. 1906, d. 28.6. 1975, skipstjóri og útgerðarmaður í Grindavík, og k.h., Matthild- ur Sigurðardóttir, f. á Akurhóli í Grindavík 1.6. 1914, d. 10.9. 2005, húsmóðir. 60 ára á föstudag Ingveldur Birgisdóttir verkstjóri hjá Ölvisholti – Brugghúsi Ingveldur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hrygg í Hraungerð- ishreppi til 1979. Þá flutti hún á Selfoss og bjó þar til 2000 er hún flutti aftur að Hrygg. Ingveldur stundaði nám við Barnaskól- ann Þingborg í Hraun- gerðishreppi og Gagn- fræðaskóla Selfoss en hún hefur auk þess sótt ýmis námskeið og aðra fræðslu í Garðyrkju- skólann í Hveragerði. Ingveldur starfaði í Kjöt- vinnslu Hafnar á Selfossi og var auk þess sölukona og ræsti- tæknir. Þá starfaði hún í Kjöt- mjölsverksmiðjunni í Flóanum á árunum 2001-2008. Hún hef- ur starfað við Ölvisholt – Brugg- hús frá síðustu áramótum. Fjölskylda Maður Ingveldar er Axel Kristján Pálsson, f. 29.8. 1958, bílstjóri hjá Mest á Selfossi. Hann er sonur Páls Birgis Sím- onarsonar, f. 26.2. 1939, og Ey- rúnar Jónu Axelsdóttur, f. 27.6. 1937, d. 3.8. 1994. Sonur Ingveldar með Hróð- mari Sigurðssyni er Ágúst Óli, f. 26.10. 1976, en sonur hans og Benediktu Ket- ilsdóttur er Ketill Ant- oníus, f. 15.2. 1995. Eiginkona Ágústs Óla er Katla Sif Þor- leifsdóttir, húsmóðir og sölumaður. Börn Ágústs Óla og Kötlu Sifjar eru Óli Gunnar, f. 4.6. 2004; Einar Bragi, f. 26.2. 2006; Þóra Ingibjörg, f. 12.12. 2007. Sonur Ingveldar og Axels: Jón Birgir Axels- son, f. 6.8. 1981, d. 15.3. 1982. Alsystir Ingveldar er Aðal- heiður, f. 8.2. 1955, starfsmaður við Sjúkrahús Selfoss. Uppeldissystkini Ingveldar eru Guðmundur Þór Jóhannes- son, f. 28.6. 1973, markaðsfræð- ingur hjá DHL; Jana Einars- dóttir, f. 6.8. 1968, ræstitæknir í Reykjavík. Foreldrar Ingveldar eru Ág- úst Guðjónson, f. 1.8. 1920, d. 26.2. 2002, bóndi að Hrygg í Hraungerðishreppi, og Ólöf Kristjánsdóttir, f. 3.3. 1936, bóndi og matráðskona. Ingveldur verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ára á laugardag 40 ára á föstudag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.