Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 18
18 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Í stuttu máli Skuldugustu ríkin (sem hlutfall af landsframleiðslu) Japan 234% Grikkland 142% Ítalía 120% Ísland 111% Belgía 103% Bandaríkin 100% Írland 97% Singapúr 95% PortúgaL 93% Þýskaland 83% Frakkland 82% Spánn 62% tyrkjarán og gos Engir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum hafa haft viðlíka áhrif á samfélagið nema eldgosið 1973 og hið hroðalega grimmdarverk sem kallað hefur verið Tyrkjaránið árið 1627. – Bæjarráð Vestmannaeyja í áliti sínu um kvótafrumvarpið og að íbúum Vestmannaeyja muni fækka um 450 til 500 verði frumvarpið lögfest. „Og vel á minnst: Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrverandi viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn fram kvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt? Það er ekki eins og þeir sem tóku þátt í sýndarviðskiptunum og seldu hver öðrum eignir á útblásnu verði hafi megnað að semja um yfirþyrmandi skuldir sínar.“ – Björgólfur Thor Björgólfsson á fundi í Kaupmannahöfn. Aðeins þrír stór laxar gjald þrota Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.803 milljörðum króna í lok 2. ársfjórð- ungs þessa árs eða sem svarar 111,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Þetta kemur fram í nýju riti Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Heildarskuldir ríkis sjóðs 1.803 milljarðar Landsframleiðslan dróst saman milli ársfjórðunga á þessu ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur hagkerfið vaxið samfleytt tvo ársfjórðunga í röð milli ára, 3,6% á fyrsta ársfjórðungi og 1,4% á öðrum ársfjórðungi. Það eru jákvæð tíðindi eftir langt samdráttarskeið frá miðju ári 2008 en landsframleiðsla dróst saman um 7% árið 2009 og 4% árið 2010. Efnahagsbatinn er því mjög veikburða og fjárfestingar stigið í sögulegu lágmarki. Lýsa má þessu þannig að við séum enn að skjögra eftir botninum. skjög r um eftir botninum Bandaríska fjölmiðla fyrir­ tækið Turner Broadcasting hefur keypt fyrirtækið á bak við Latabæ fyrir jafnvirði nærri 2,8 milljarða króna. Magnús Schev­ ing mun áfram stýra fyrirtækinu og aðrir stjórnendur halda stöðum sínum. Kaupsamning­ urinn felur í sér, að fram leidd verði ný 26 þátta röð um Latabæ sem verður tilbúin til sýningar undir lok næsta árs. Þættirnir verða framleiddir á Íslandi eins og fyrri þáttaraðirn­ ar tvær, sem nú hafa verið sýndar í yfir 100 löndum. turner kaupir lata bæ Margir spyrja sig hvaða Íslendingar áttu Grímsstaði á Fjöllum og seldu Kínverjanum Huang Nubo jörðina. Eigendur jarðarinnar að 75% hlut eru Guðný María og Jóhannes Haukur Hauksbörn með 50% eign arhlut í gegnum Grímsstaði I. Sigurður Axel Benediktsson, Kristín Axelsdóttir og Elvar Daði Guðjónsson í Grímstungu I og Bragi Benediktsson í Grímstungu II með samtals um 25% eignarhlut. Íslenska ríkið á svo 25% hlut í gegnum jörðina Grímsstaði II. Hverjir selja Nubo? Rangt var farið með tekjur Bjarna Jóhannssonar, kennara og þjálfara Stjörnunnar í knattspynu, í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í sumar. Bjarni var með 783 þúsund krónur á mánuði að jafnaði á síðasta ári en sagt var að hann væri með 202 þúsund krónur. Bjarni er ekki aðeins þjálfari Stjörnunnar heldur er hann íþróttakennari við Borgarholtsskóla. Frjáls verslun biður Bjarna velvirðingar á þessum mistökum. leiðréttar tekjur Bjarna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.