Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 77 til allra; e) þú hlustar vel og leitast við að skilja samstarfsmenn þína; f ) þú ert skap- andi og nærð meira út úr sérhverri stöðu með samlegðaráhrifum; g) þú lærir stöðugt og leitar nýrra leiða. Í bók Stephens Coveys um einkenni góðra stjórnenda er gengið út frá því að stjórnandinn hafi sterk gildi sem hjálpi til í starf- inu. Einkenni góðra stjórnenda eru samkvæmt Covey: a) Þeir læra stöðugt; b) þeir eru reiðubúnir til þjónustu; c) þeir miðla jákvæðum straumum; d) þeir hafa trú á öðru fólki; e) þeir eru í jafnvægi og með allt líf sitt í jafnvægi; f ) þeir líta á líf sitt sem ævintýri; g) þeir koma miklu í verk; h) þeir gefa af sér og gera mikið fyrir sjálfa sig til að halda sér við. Í bókinni um 8. venjuna sem einkennir góða stjórn- endur beinir Covey athyglinni að þekkingarsamfélag- inu og þeim áskorunum sem það hefur í för með sér. Hann segir að stjórnendur þurfi að huga vandlega að sínum innri manni og eigin rödd. Að sérhver stjórn- andi þurfi að finna sína eigin rödd og hjálpa öðrum að finna þeirra eigin raddir. Nánari upplýsingar um Stephen Covey er að finna á vefsíðunni www.steph- encnvey.com. Peter F. Drucker - Spurningar Druckers Það er ekki ofsagt að Peter F. Drucker (1909- 2005) sé kenningakóng- urinn með stóru K-ái. Frá sjónarhóli fyrirtækja- reksturs og stjórnunar var Drucker nær alla tíð á undan öðrum að sjá og skynja aðalatriðin. Hann var sannur leiðtogi. Allt sitt líf var hann fremstur meðal jafningja þegar kom að því að miðla skilningi á mikilvægi tilvistar fyrirtækja og stofnana. Ritverk hans, hátt í 40 talsins, draga fram kjarna málsins þegar kemur að stjórnun. Allt frá því að fyrsta bókin hans, „The End of Economic Man“ (1939), kom út hefur Drucker áunnið sér og fest í sessi orðsporið „faðir nútímastjórn- unar“. Ritferill Druckers spannaði 65 ár og hann kom víða við, sbr. umfjöllun um hann í Frjálsri verslun snemma árs 2006. Það má flokka framlag hans í þrennt: a) Afar framsýn ritverk um samfélagið og þróun þess, sbr. bók- ina „The Next Society“ (2002); b) meitluð ritverk um fyrirtæki og lögmálin við stjórnun þeirra, sbr. bókina „The Management Challenges of the 21st. Century“ (1999); og c) mikilvægt innlegg í verk og vinnulag yfir- stjórnenda, sbr. nýjustu (vinnu)bækurnar, „The Daily Drucker“ (2004) og „The Effective Executive in Action“ (2006). Þegar gera á grein fyrir framlagi Druckers er erfitt að festa sig við eitthvað eitt. Drucker kom víða við á óvenjulöngum og heilladrjúgum ferli. Eitt einkennið á framlagi Druckers er hversu notadrjúgt það er. Texti hans er kjarnyrtur með áherslu á íhugun og athafnir. Ritverk Druckers hjálpa stjórnendum að spyrja sig réttu spurn- inganna og nálgast reksturinn frá nýjum sjónarhóli. Þetta kemur m.a. fram í bókinni „The Definitive Drucker“ (2007) þar sem Elisabeth Haas Edersheim ræðir við Peter F. Drucker um þróun og megineinkenni nútímastjórnunar. Í bókinni lítur Drucker yfir farinn veg og hann horfir ekkert síður fram á við. Inntakið í samræðu Druckers og Edersheim er flokkað í fimm hluta, sem allir skipta meginmáli í stjórnun fyrirtækja: a) Að ná og halda sambandi við viðskiptavininn; b) að vinna að nýsköpun og nýskipan til framtíðar jafnframt því sem úreltum hugmyndum er skipulega ýtt til hliðar eða eytt; c) að þróa farsæl og langvarandi tengsl við birgja og samstarfsaðila; d) að laða til sín og efla þekk- ingarstarfsmenn; og e) að koma sér upp og halda aga í öllu vinnulagi og ákvarðanatöku. Í bókunum „The Effective Executive in Action“ og „The Definitive Drucker“ er skipulega greint frá spurn- ingum sem stjórnendur þurfa að spyrja sig reglubundið. Líklega eru „spurningar Druckers“ meðal mögnuðustu verkfæra á sviði stjórnunar sem stjórnendur geta til- einkað sér. Nánari upplýsingar um Peter F. Drucker og verk hans má m.a. finna á www.peter-drucker.com og www.thedruckerinstitute.org. S T J Ó R N U N Í fyrstnefndu bókinni er fjallað um venjurnar sjö sem auðveldað geta stjórnendum að ná árangri. Þessar venjur eru einkenni góðra stjórnenda. Peter F. Drucker. Ritverk Druckers hjálpa stjórnendum að spyrja sig réttu spurninganna og nálgast reksturinn frá nýjum sjónarhóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.