Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 K YN N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN Garðmiðstöð rís á Hvaleyrarholti Garðyrkja: Suðaustan í Hvaleyrarholti, við Reykjanesbraut beint á móti Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum, eru hafnar framkvæmdir við nýja garðmiðstöð sem mun taka til starfa næsta vor. Það er Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari sem stendur að uppbygg- ingu garðmiðstöðvarinnar og er eigandi hennar, en hann heldur senn upp á 30 ára starfsafmæli sitt sem skrúðgarðyrkjumaður. Steinþór rekur fyrirtækið Garðyrkju í Hafnarfirði sem stofnað var árið 1999 og er byggt á áratuga reynslu Steinþórs sem skrúðgarð- yrkjumeistara. Hann var garðyrkjustjóri Hafnarfjarðarbæjar um fimm ára skeið og rak garðyrkjufyrirtækið Skrúðgarðaþjónustuna sem sjálfstætt starfandi verktaki þar til Garðyrkja tók til starfa. Hann segir í gamansömum tón að lengi hafi hann verið þrællinn á mörk- inni en hafi nú snúið sér að sölu tækja og búnaðar til garðyrkju til að létta störf kollega sinna. Starfsmenn Garðyrkju hafa standsett fjölda einkagarða, leikskóla og skólalóða og eiga heiðurinn af framúrskar- andi góðu handbragði í hellulögn og hleðslu við Stafakirkjuna á Skansinum og við ráðhúsið í Vest- mannaeyjum. Garðmiðstöð í alfaraleið Hugmyndin að garð- miðstöðinni kviknaði fyrir einum átta árum í samtali við Magnús Gunnarsson, þáverandi bæjar- stjóra í Hafnarfirði. „Ég sá strax fyrir mér fallega garðmiðstöð, vel staðsetta í alfaraleið þegar komið er inn í bæinn,“ segir Steinþór. Svæðið var óskipu- lagt þegar Steinþór lagði inn umsókn um land undir garðmiðstöðina þann 1. desember 1999 og fylgdi henni frumhugmynd Péturs Jónssonar landslagsarkitekts. Umsókninni var vel tekið og síðan hófst þarna skipulagsvinna af bæjarins hálfu sem unnin var af Friðrik Friðrikssyni arkitekt. Garð- miðstöðin verður í eigu fyrirtækisins Syðra-Langholts ehf. sem hefur verið úthlutað fjórum hektörum lands, hluta af gamla holtinu hægra megin vegar þegar ekið er til Keflavíkur. Landið hefur verið hæðarsett en Steinþór hyggst hækka það um nokkra metra næst veginum og mynda með því náttúrulega hljóðvörn. Garðmið- stöðin á eftir að blasa við öllum sem um veginn fara og laða til sín þá sem eru í leit að blóma-, trjá- og runnagróðri og öðru því sem garðmið- stöðvar bjóða upp á. Þegar jarðvinnu lýkur verður hafist handa við gróðursetningu og í haust og vetur verður reist gróðurhús sem flutt verður inn frá Englandi. Sölustarfsemi getur hafist af fullum krafti næsta vor. „Staðsetning garðstöðvarinnar er heillandi og mér er mikið kappsmál að vandað verði til allra hluta, enda er þetta innkoman í Hafnarfjörð frá Suðurnesjum og hundruð þúsunda munu aka framhjá á hverju ári, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Stefnt er að því að Garðmið- stöðin Holt verði fullmótuð og frágengin árið 2010,“ segir Steinþór Einarsson. Steinþór við nokkur þeirra tækja sem hann selur til garðyrkju. Tölvumynd af fyrirhugaðri garðmiðstöð. Garðyrkja ehf. og Steinþór Einarsson hlutu „Garðyrkjuverð- launin 2007 - Verk- námsstaður ársins“ í Garðyrkjuskólanum á Reykjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.