Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 29

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 29
Franskir dagar - Les jours frangais 2. mynd. Búðaströnd árið 1906. Kaupvangur og Saltariið lengst til hægri. Mynd Christian Flensborg. og 1940 er Kaupvangur sagður byggður 1886. í frásögn Sigmars Magnússonar „Þéttbýii verðurtil" sem birtist i Múlaþingi árið 2000 kemurfram að Norðmenn hafi byrjað síldveiðar í Fáskrúðsfirði upp úr 1880. Komu þeir með hlaðin skip af efni til húsbygginga og reistu bæði íbúðarhús og útgerð- arhús. Meðal annars er nefnt að Friðrik Wathne hafi komiðtil Fáskrúðsfjarðar árið 1886 ogstundað þar sildarútgerð. Hann sest að á Búðaströnd en svo var þorpið gjarnan nefnt á þeim tíma þegar það var að myndast. Hugsast getur að Friðrik Wathne hafi, við komu sína til Fáskrúðsfjarðar árið 1886, reist verbúð fyrir sjómenn sína og það hafi verið sú verbúð og veiðafærageymsla sem munnlegar heimildir greina frá í sambandi við uppruna Kaupvangs. Byggingarárið 1886, sem fram kemur í fasteigna- mati frá 1930, rennirstoðum undir þá hugmynd. Á mynd af þorpinu, sem tekin var 1906 af dönskum 3. mynd. Kaupvangur (t.h.] sumarið 2009. í baksýn er Tangi. Mynd BBJ. skógfræðingi, sést að bryggja tengir Kaupvang og nærliggjandi fiskvinnsluhús saman (sjá mynd 2). Þetta fiskvinnsluhús, svokallað Saltarí, er í fast- eignamati einnig sagt byggt 1886. Af þessu má leggja fram þá tilgátu að upphaflega hafi þessi hús, Kaupvangur og Saltaríið, verið byggð samtímis og þá í tengslum hvort við annað sem verbúð og fiskvinnsluhús. í manntali frá 1890 er Kaupvangs ekki getið og hefur húsið líkiega ekki verið orðið íbúðarhús á þeim tíma. Árið 1894flytja hjónin Guðmundur Jónsson og Hólmfríður Jónsdóttirfrá Seyðisfirði til Fáskrúðs- fjarðar og setjast að í Wathneshúsi. Ári síðar, 1895, eru Guðmundur og fjölskylda hans hins vegar komin í hús sem kallað er Eyrarkrókur. Árið 1896 er húsið nefnt Krókur og íbúar þeir sömu. Guðmundur var oft kallaður „Gvendur í Króki" sam- kvæmtfrásögnum. Ein vísa um hann hefur varð- veist í munnmælum: „Gvendur í Króki, klórar sér, kókar (ræskir sig) og segir: „heyrðu mér". Miðað við ofangreindar heimildir er líklegt að Kaupvangi hafi verið breytt í íbúðarhús á tíma- bilinu frá 1890 til 1894 og húsin tvö, Kaupvangur og Saltaríið, þá verið sameiginleg útgerðareining. Líklegt má teljast að vesturendi Kaupvangs sé viðbygging frá árinu 1894 en greinilegt er af um- merkjum í kjallara og víðarað sá hluti erbyggður við. Á Ijósmynd sem sýnir húsið í fullri lengd má greina skil í borðaklæðningunni sem koma heim og saman við stærð viðbyggingarinnar (sjá mynd 1). í húsavirðingu frá marsmánuði 1896 eru virt tvö hús í eigu Guðmundar Jónssonar, ekki er getið um nöfn þeirra en annað er skráð pakkhús og sölubúð en hitt íbúðarhús. Mál pakkhússins samsvara vel málum Valhallarog hið sama gildir um íbúðarhúsið, mál þess samsvara vel málum Kaupvangs. íbúðarhúsið er þarna skráð 19 álnir á lengd sem jafngildir um það bil 12 metrum sem er núverandi lengd Kaupvangs. í fasteignamati sem gert var 1918 eru þrjú íbúðarhús talin upp í eigu Guðmundar Jónssonar. Miðað við uppgefnar stærðir er þar, að öllum líkindum, um að ræða Valhöll (byggingarár þarskráð 1915) og Kaupvang (byggingarár þar skráð 1894). Óvíst er hins vegar hvert þriðja húsið er. Kaupvangur hefur því verið íbúðarhús frá árinu 1895 og Kaupvangur og Valhöll bæði verið í eigu Guðmundarfrá 1896. Ýmislegt bendir til að tengsl hafi verið milli Friðriks WathneogGuðmundar Jónssonaren þeir komu báðir frá Seyðisfirði til Fáskrúðsfjarðar og Guðmundur býr fyrst eftir komu sína að Búðum í Wathneshúsinu. Af heimildum um Wathneshúsið á Seyðisfirði að dæma, sem í dag hýsir bæjarskrif- stofur Seyðisfjarðar, svipar gluggaskrauti á því húsi mjögtil þessgluggaskrautssemáðurvará Kaup- vangi. Gluggaskraut þetta er sjaldgæft og sérstakt að því leyti að útskorið tré er fest á gluggakapp- ann. Einnig þetta rennir stoðum undir þá tilgátu að söguleg tengsl séu milli Wathneshúss á Seyð- isfirði og Kaupvangs á Fáskrúðsfirði. í manntali frá 1901 ertalað um Guðmundarhús og Guðmundur þar skráður kaupmaður. Þá eru 14 manns í heimili í húsinu, þar af fimm börn Guð- mundar og Hólmfríðar. í manntali frá 1910 er húsið aftur nefnt Krókur og eru þar til heimilis Guðmundur og Hólmfríður með börn sín Ásgeir, Kristján, Aðalstein, Guðrúnu, Sigríði og Valdísi. Einnig eru þar í heimili Jón, Guðrún Björg og Stein- móður. í Sálnaregistri frá 1916 kemurfram að hjónin Brynjólfur Jónsson og Þórunn Jensína Halldórs- dóttir eru það ár búsett i Guðmundarhúsi en Guð- mundur og Hólmfríður flutt í Verslunarhús G.J. (seinna nefnt Valhöll). Samkvæmt manntali frá 29

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.